Tilboði hafnað í brasilískan bakvörð?

AS á Spáni halda því fram [að Sevilla hafi hafnað 6 milljón punda tilboði Liverpool](http://www.as.com/articulo.html?d_date=20050721&xref=20050721dasdaiftb_28&type=Tes&anchor=dasftb) í brasilíska bakvörðinn Daniel Alves. Sky Sports vitna í [frétt AS í sinni frétt um sama mál](http://skysports.planetfootball.com/Article.asp?id=293110).

Alves þessi á víst að hafa verið orðaður við Real Madrid og Juventus að undanförnu, en Sevilla er í ákveðnum vandræðum, þar sem liðið er með fjóra leikmenn, sem eru fæddir utan Evrópu, en mega bara nota þrjá. AS halda því fram að Sevilla búist við hærra tilboð frá Liverpool innan skamms. AS hefur þó ekki verið áreiðanlegasta blaðið hingað til.

11 Comments

 1. Eitthvað finnst mér það nú asnalegt að kaupa annan markmann. Reina og Carsson er að mínu mati alveg nóg og eitthvað tek ég þessum fréttum með fyrirvara.

  En Rafa ætti bara að klára dæmið og kaupa Milito/Ibanez/Upson/Andrade/Samuel sem fyrst og redda svo hægri kantmanni Figo/Joaquin sem allra fyrst svo að leikmennirnir geti verið búnir að aðlagast allavega í einhvern tíma.

  Svo kaupir Rafa Evra og Aimar um jólin og þá erum við vel settir ;D (draumórar)

  En frábær síða hjá ykkur, eigið hrós skilið 😀

 2. Bíddu bíddu. Hver var að tala um markmann. Þessi strákur er hægri bakvörður eins og sagt er hér.

 3. Ég las líka markvörð og varð mjög hissa. Annars las ég á ynwa.tv að hann væri mjög góður leikmaður og hans sterkasta hlið væri að sækja fram. En því miður er hann líka smá “diver” :confused:

 4. Jah, svona til að vera með þá las ég þetta sem bakari. Var svosem fljótur að sjá það rétta en var samt eilítið undrandi í eina sekúndu eða svo.

 5. Jah hérna, ákkurat núna líður mér eins og smávöxnum Peter Crouch :laugh:

  Skil ekkert í því hvernig ég fór að lesa markvörð út úr þessu. En samt þessi strákur lýtur bara vel út ( knattspyrnulega séð ) og gæti orðið gagnlegur til að efla sóknarleikinn.

Zaragoza erfiðir yfir Milito

Liðsmynd 2005-2006