T.N.S. – Liverpool 0 – 3

Jæja, þá er þetta búið. Við komnir í aðra umferð í forkeppni Meistaradeildarinnar [eftir 3-0 sigur á TNS](http://www.liverpoolfc.tv/news/drilldown/N149403050719-2159.htm).

Ég sagði upp Sýn (og Stöð 2) í mótmælaskyni eftir að þeir ákváðu að sýna ekki seinni leikinn í sjónvarpi, en ég ákvað að drífa mig á Players í Kópavogi, þar sem við Kristján sátum ásamt vini mínum.

Allavegana, þetta var leiiiiiiðinlegur leikur.

Svona byrjaði þetta:

Reina

Finnan – Carragher – Hyypia – Riise

Potter – Alonso – Hamann – Zenden

Le Tallec – Cissé

Þetta var allt voða svipað fyrri leiknum. Liverpool var auðvitað betra liðið, en sköpuðu ekki mörg færi. Djibril Cisse skoraði ágætt mark eftir sendingu frá Zenden um miðjan fyrri hálfleikinn.

Í byrjun seinni hálfleiks sótti Liverpool mikið og á endanum var brotið á Darren Potter og vítaspyrna dæmd. Einsog hefð er fyrir þá klúðruðu Liverpool menn vítinu. Didi Hamann tók vítaspyrnu, sem hefði látið Michael Owen vítaspyrnur líta vel út. Markvörður TNS varði örugglega.

Rafa breytti hlutunum aðeins. Zenden og Riise skiptu á stöðum, Garcia kom inná fyrir Le Tallec, Gerrard fyrir Alonso og Whitbread fyrir Carragher. Gerrard breytti í raun leiknum uppá eigin spýtur og liðið var allt öðruvísi með hann í liðinu. Hann náði svo að skora tvö mjög góð mörk á síðustu 10 mínútunum. Þvílíkur leikmaður.

**Maður leiksins**: Eigum við ekki bara að segja Gerrard fyrir sína innkomu. Það að skora tvö mörk á þeim stutta tíma, sem hann var inná, sýndi hversu mikilvægur hann er. Flestir aðrir virtust vera að spara kraftana, sérstaklega í seinni hálfleik.

En næst er það svo Kaunas frá Litháen á næsta þriðjudag.

4 Comments

 1. maður kvíður fyrir næstu leiki ef ekki verða batamerki á liðinu

 2. Það voru ekki miklir meistarataktar í leik Liverpool en vissara er að taka ekki mikið mark á þessum leikjum. Þetta voru nú hálfgerðir “pre season” leikir.

  Gerrard kláraði þetta einvígi fyrir okkur og með þessu áframhaldi skorar hann 20 mörk í vetur!

  Ljóst að leikmenn Liverpool þurfa að fara í þriðja gír í leikjunum gegn Kaunas, það er klárlega mun sterkara lið en TNS.

 3. Merkilegt hvað íslendingar eru pirraðir yfir því að Sýn sýndi ekki leikinn. Hafa menn eitthvað litið til nágranna þjóðanna og athugað hvort leikurinn hafi verið sýndur þar ? Hvorki fyrri né seinni leikurinn á móti TNS var sýndur á sjónvarpsstöðvum í Danmörku, Noregi eða Svíþjóð.

  Eini möguleikinn var að skella sér á pöbb og vonast eftir að þeir næðu ITV.

 4. >Merkilegt hvað íslendingar eru pirraðir yfir því að Sýn sýndi ekki leikinn

  Ég væri ekkert pirraður ef að Sýn *hefði ekki haft sérstaka auglýsingagherferð*, þar sem þessir leikir voru notaðir sem einn af stóru atburðunum í mánuðinum. Fulltaf fólki keypti sér Sýn bara útaf þessum leikjum (ég til dæmis hef ekki kveikt á stöðinni þennan mánuð nema fyrir fyrri leikinn), þannig að það er algjör skandall að þeir sýni bara fyrri hálfleikinn.

Crouch er kominn!!!

Crouch og Baros