Crouch er kominn!!!

_40869193_crouch300.jpgPETER CROUCH MUN SKRIFA UNDIR HJÁ LIVERPOOL Á MORGUN, svo lengi sem hann stenst læknisskoðun!!!

Ég ætla að leyfa mér að melta þetta aðeins næstu daga áður en ég tjái mig almennilega um þetta mál, en við skulum orða það þannig að annað hvort reynist ótti minn réttur og ég verð farinn að hata Rafa um jólin, eða þá að ég þarf að éta orð mín allsvakalega næstu mánuðina!

Úff … það verður hlegið að okkur fyrir þessi kaup, það er eins gott að þessi gæji standi sig og réttlæti traustið sem Rafa leggur á hann!

Peter Crouch, Liverpool striker. Who woulda thunk it?!?!?


EINNIG: Ég held að það sé réttast, Einar, að við förum að vinna í að kveðja Milan Baros hér og nú. Lesendur góðir, ef þið sjáið þennan mann, Einar Örn úti á götu, viljiði þá gefa honum knús fyrir mig? Hann missti nýlega Michael Owen og er nú að missa Milan Baros líka. Ég hef áhyggjur af honum… 😉


**Uppfært (EÖE):** Takk fyrir hugulsemina, Kristján 🙂

Við Kristján trúðum því vart þegar að Crouch var fyrst orðaður við Liverpool, en smám saman hefur maður byrjað að skilja ástæðurnar á bakvið áhuga Rafa Benitez. En samt, þá er ég ekki enn sannfærður um að þetta séu rétt kaup.

En einsog einhver sagði (ég t.d.) að þá gerði Rafa okkur að Evrópumeisturum, þannig að við látum hann njóta efans. Crouch verður aldrei striker númer 1 hjá okkur, en hann gæti vel orðið öflugur valkostur á móti ýmsum liðum. Hann er allavegana mjög ólíkur hinum framherjunum hjá liðinu.

Þetta þýðir þá væntanlega líka að Milan Baros verður seldur. Þá sitjum við eftir með eftirfarandi framherjahóp: Cisse, Morientes, Crouch, Sinama-Pongolle, Le Tallec og Mellor. Þetta er ágætis blanda af toppframherjum og yngri leikmönnum og svo Peter Crouch, sem ég veit ekki alveg hvernig ég á að flokka.

Víst að það er búið að staðfesta þetta er ekki úr vegi að rifja upp ummælin hans Kristjáns [frá því að við vorum fyrst orðaður við Peter Crouch](http://www.kop.is/gamalt/2005/05/31/00.27.54/):

>Ef Rafael Benítez kaupir Peter Crouch heimta ég að hann verði rekinn. Já, ég þori að segja þessi orð! Ég vill ekki sjá hann hjá Liverpool? leiðinlegasti, asnalegasti og gagnslausasti leikmaður Englands í dag! Oj bara!

En Kristján hefur aðeins mildast í afstöðu sinni til Crouch 🙂

Tölfræðin vinnur allavegana með Crouchy. Einsog þeir, sem hafa lesið [Moneyball](http://www.amazon.co.uk/exec/obidos/ASIN/0393324818/qid=1121792128/sr=8-1/ref=sr_8_xs_ap_i1_xgl/026-0996360-0266020) (sem er BESTA íþrótta/viðskiptabók í heimi), þá er oft best að einbeita sér að tölfræðinni í stað þess að láta útlit og líkamsburð leikmanna plata sig. Margir sjá hversu Crouch er slánalegur og dæma hann umsvifalaust af því, en staðreyndin er sú að hann er talsvert leiknari en flestir jafnháir menn og **hann skoraði fleiri mörk í deildinni en nokkur Liverpool maður í fyrra**.

Allavegana, þrátt fyrir allar efasemdirnar, sem maður kann að hafa um Peter Crouch, þá er hann núna Liverpool leikmaður og því mun ég veita honum allan minn stuðning og ég mun verja hann og hans leik með kjafti og klóm við stuðningsmenn annarra liða. Crouchy er hér með **okkar maður**.

Ég ætla hér með að spá því að Peter Crouch skori fleiri mörk fyrir okkur í deildinni en Milan Baros gerði á síðasta tímabili.

10 Comments

 1. Hehe, ég hef mildast í afstöðu minni, enda hefur maður haft tvo mánuði til að venjast þessari tilhugsun. En ég er samt ekki sannfærður. Viltu vita hvað þarf til að sannfæra mig?

  Þetta þarf til að sannfæra mig um ágæti þessara kaupa:

  Zenden fær boltann úti á kanti og neglir honum hátt inn í teiginn, eins og hann sé að leita að Shaquille O’Neal í troðsluna. Petr Cech gerir sig líklegan til að grípa boltann örugglega á markteig og John Terry & Carvalho eru áhyggjulausir, þar sem þeir treysta Cech. Skyndilega kemur aðvífandi forljótur sláni sem er höfðinu hærri en handleggir Cech ná og skallar boltann í tómt markið. José Mourinho fórnar höndum og talar eftir leikinn um dómaraskandal.

  Eins og ég sagði – við erum núna með mann sem étur Didier Drogba í morgunmat í skallaboltunum. Peter Crouch – OKKAR MAÐUR … welcome to Liverpool Mr Crouchinho, don’t let them doors hit ye on the way out Mr Baros. :confused:

 2. Reyndar fyndist mér athyglisvert að sjá Crouch og Baros spila saman í framlínunni. Svona í ljósi þess hvernig Baros spilar alltaf með Tékkum þegar hann hefur risann Koller sér við hlið.

 3. Já…var líka að spá í þessu satan (skemmtilegt að tala við einhvern sem kallar sig þetta :biggrin2: )
  hver veit nema að Benites sé að kaupa hann til að spila með Baros???

 4. Mér líst vel á þetta. Paul Tomkins (hans orð eru mér sem lög) segir t.d. í pistli fyrr í sumar að þetta snúist um að safna saman í liðið sem víðtækustum hæfileikum. Crouch verður aldrei striker nr 1 (nema í meiðslum hinna!!) en hann hefur e-ð sem hinir hafa ekki; getur haldið boltanum vel, öflugur skallamaður og er býsna lunkinn tæknilega séð. Morientes er í raun ekki þessi týpa sem Crouch er, því hann kemur mun meira til baka í spilið.

  Treystum snr. Benítez. Hann er Evrópumeistari, það erum við líka http://www.eoe.is/myndir/smilies/wink.gif
  😉

 5. Þó að Crouch sé ekki framherjinn sem mig langaði mest til Liverpool, þá gæti verið að hann eigi eftir að verða framherjinn sem skorar á móti þessum lakari liðum og hjálpað okkur að fá þessi stig sem við þurfum.

 6. Ég spái því að þessi sláni eigi eftir að slá í gegn hjá okkur. Þetta er alveg magnað kvikindi! 25mörk, flest með skalla.

  Skemmtileg tilbreyting að kaupa Englending í þetta skiptið.

  p.s. Er Le Tallec að biðja um sölu? Djöfull var hann slappur í þessum leik í kvöld! 😯

 7. Ja, hérna who would have believed this!!!!!

  Ég treysti Rafa og ég hef það á tilfinningunni að Crouch eigi eftir að standa sig hjá Liverpool.

 8. er þetta ekki bara hin nýju Garry Mac kaup?? allir voru forviða þegar Houllier fékk hann til liðsins en hann var nú ansi fljótur að troða upp í menn eins og allir muna. Ég verð þó að viðurkenna að ég er ekki hrifinn af þessum Crouch en er tilbúinn að gefa honum sénsinn.

 9. Fólk hefur verið að segja Crouch til varnar að hann hafi verið með góðar tölur á síðasta tímabili. En mig minnir(nenni ekki að leita af þessu) að tímabilið á undan því hafi hann verið með lélegar tölur ….. just saying

Harry Kewell frá í 6 vikur í viðbót

T.N.S. – Liverpool 0 – 3