Chelsea?

newchelsea.jpgÉg var að enda við að horfa á Chelsea vinna Benfica 1-0 í einhverjum sýningar/vináttuleik á heimavelli þeirra síðarnefndu, og það var bara ein hugsun sem sat í mér allan leikinn:

Við getum unnið þetta Chelsea-lið!

En í alvöru. Ég er alveg á þeirri skoðun að við séum ekki með verra lið en Chelsea, ekki síst ef við fáum Figo til liðs við okkur og einn góðan miðvörð. Við getum tekið þetta lið. Það eru svo sem ekki þeir sem við þurfum að hafa áhyggjur af á næsta tímabili – við hefðum getað unnið báða leikina gegn þeim í deildinni og þeir hefðu samt orðið 25 stigum á undan okkur og samt orðið meistarar – heldur þessi hérna lið:

Middlesbrough, Bolton, Fulham, Tottenham, Manchester City, West Bromwich Albion, nýliðar Wigan, West Ham og Sunderland.

Og, að sjálfsögðu, Everton. Við megum ekki tapa fyrir þeim á næstu leiktíð, það bara má ekki gerast!

Allavega, ég var sem sagt að horfa á Chelsea spila í kvöld og, þótt nýji búningurinn þeirra sé mjög flottur, finnst mér við eiga vel að geta tekið þetta lið í deildinni á komandi mánuðum. Ef Rafa getur lokað fyrir þessi óþarfa töp gegn liðum sem eiga að vera miklu verri en við verðum við talsvert mikið nær “þremur efstu” í vetur en fólk heldur.

Við getum alveg tekið þetta. Djöfull er ég að verða spenntur, ágústmánuður getur ekki komið nógu fljótt!!! 😉

9 Comments

  1. Bíðum bara spenntir eftir að síminn færi okkur alla Liverpool leikina í beinni útsendingu.

  2. Ég vil minna þig á þá einföldu staðreynd, Kristján, að við unnum Chelsea í CL þannig að það er hægt :laugh:

    En án gríns tel ég að við verðum GÍFURLEGA sterkir á næsta tímabili með tvo raunverulega kantmenn (Zenden og vonandi Figo) og með Cissé í gífurlegu formi! Miðjan er eins og hún er…sterkust á Englandi með þá kónga tvo, Xavi og Steve í fararbroddi þannig að nú vantar bara að splæsa út í Gallas og/eða Milito til að gera liðið ósigrandi! :biggrin2:

  3. Kannski að benda a það að Chelsea er álika riðgað og við vorum i fyrsta æfingaleik okkar. sem við unnum bara með einu marki 4-3 að mig minnir. Það lið var lika mun lelegra en Benfica.
    Vil ekki vera að skemma steminguna en þetta er kannski gott að hafa bak við eyrað. :blush:

  4. Ekki gleyma því samt að Chelsea verður með þá félaga Robben og Wright-Phillips á sitt hvorum kantinum, og með ekki slakari menn en Damien Duff og Joe Cole á bekknum. Síðan er aldrei að vita nema að Essien verði þarna líka, sem gerir miðjuna ekki slakari.

  5. Hálf barnaleg ummæli á annars ágætri síðu. Að dæma þetta Chelsea lið eftir æfingaleik þann 17. júlí er kjánalegt.

  6. Ó plís! Heldurðu að Kristján sé að dæma þetta lið aðeins út frá þessum eina æfingaleik? Þú ættir nú að hafa aðeins meiri trú á okkur en svo.

  7. “Ég var að enda við að horfa á Chelsea vinna Benfica 1-0 í einhverjum sýningar/vináttuleik á heimavelli þeirra síðarnefndu, og það var bara ein hugsun sem sat í mér allan leikinn:

    Við getum unnið þetta Chelsea-lið!”

    Já Einar, mér sýnist hann vera að dæma og meta möguleika Liverpool gegn liðinu út frá þessum eina æfingaleik.

    Ps. ég hef meiri trú á ykkur en þetta. Því kom þetta mér á óvart.

  8. Við þurfum ekkert að meta möguleika Liverpool gegn Chelsea á þessum æfingaleik þeirra gegn Benfica. Það sást vel í leikjum síðustu leiktíðar að við eigum í fullu tré við þá Mourinho og félaga.

    En eins og Kristján benti réttilega á tapaði Liverpool alltof mörgum stigum gegn lakari liðum deildarinnar. Vonandi verður breyting þar á í vetur.

    Allt undir 70 stigum í vetur er óásættanlegt að mínu mati. Fyrst Liverpool gat náð 80 stigum tímabilið 2001-2002 á þetta lið að ná 70 stigum, alveg klárt mál!

    Þetta breytir samt því ekki að Chelsea er besta lið Englands því deildin lýgur ekki. Þessi leikur þeirra í gær var samt hundleiðinlegur og grófur. Mér finnst Chelsea ekki spila skemmtilegan bolta en ég er viss um að aðdáendum liðsins er slétt sama, eða þá algjörlega ósammála mér.

YNWA segja að Figo hafi skrifað undir (uppfært: rugl)

Milan og Dudek ekki með