YNWA segja að Figo hafi skrifað undir (uppfært: rugl)

YNWA halda því [fram á forsíðu](http://www.ynwa.tv/news/index.php?newsid=1951) að Luis Figo hafi skrifað undir samning við Liverpool og verði kynntur á mánudaginn.

YNWA setja ekki hluti á forsíðuna hjá sér nema að það sé frá *mjög* áreiðanlegum heimildum innan Anfield. En hins vegar þá hafa þeir líka klikkað. Ég ætla allavegana að bíða með að fagna þar til ég sé þetta á official síðunni. 🙂

**Uppfært (EÖE)**: YNWA hafa [viðurkennt](http://www.ynwa.tv/forum/index.php?showtopic=69439) að þetta hafi verið mistök hjá þeim. Ekkert hefur verið staðfest. Það verður þó að teljast líklegt að Figo komi til Liverpool, en hann er ennþá með Real Madrid í Bandaríkjunum. Vonandi að þetta skýrist snemma í næstu viku.

4 Comments

  1. Þeir halda því líka fram að Figo sé staddur í Liverpool-borg þessa helgina.

    Figo spilaði í kvöld æfingaleik með Real Madríd í Chicago-borg í Bandaríkjunum.

    Ég held því miður að YNWA.tv hafi látið gabba sig í þetta skiptið … hins vegar gæti það vel verið rétt að umboðsmaður Figo sé í Liverpool að ganga frá skilmálum fyrir hans hönd, en eins og þú sagðir Einar þá trúi ég því þegar ég sé það.

3-0 sigur á Leverkusen + annað

Chelsea?