3-0 sigur á Leverkusen + annað

Okkar menn unnu Leverkusen 3-0 í Austurríki í dag, í þriðja leik þessa undirbúningstímabils. Leikurinn var ekki sýndur neins staðar að því er ég best veit, en ég hlustaði á útvarpslýsinguna á opinberu síðunni og miðað við það sem maður heyrði þar var bara eitt lið á vellinum mestallan tímann. Rafa virtist allavega ánægður með þennan leik:

>”It was a good game for us … We used a different team in each half and I am pleased with the performance. My idea was to see all the players and I now have to analyse the squad before selecting who will fly back to face TNS on Tuesday. That is most important for us now.”

Jamm.

Allavega, við höfum nú unnið þrjá fyrstu leiki undirbúningstímabilsins: gegn Wrexham úti, gegn TNS heima og gegn Bayer Leverkusen á hlutlausum velli. Markatalan okkar í þessum þremur sigrum er 10-3, og staða markaskorara okkar er eftirfarandi:

  Steven Gerrard – 3 mörk
  Milan Baros – 3 mörk
  Fernando Morientes – 2 mörk
  Djibril Cissé – 2 mörk

Ekki slæmt það. Ég veit ekki hvað menn eru að væla yfir því að við þörfnumst Michael Owen, mér sýnist framherjarnir okkar standa sig ágætlega. 🙂

Annars er það helst í fréttum að Momo Sissoko spilaði fyrsta leik sinn í dag, Shaun Wright-Phillips ætlar til Chelsea, Thierry Henry er er nýr fyrirliði Arsenal, og Rio Ferdinand er óvinsæll á Old Trafford.

Hellingur að gerast í boltanum þessa dagana, ég minni áhugasama á að hægt verður að nálgast mörkin úr Leverkusen-leiknum á .TV einhvern tímann síðar í kvöld (skilst að fyrsta mark Cissé hafi verið frábært) … svo vona ég bara að menn njóti helgarinnar. Góðra tíðinda er síðan að vænta eftir helgi, en skv. góðum heimildum eru umboðsmenn Figo staddir í Liverpool-borg þessa helgina að ganga frá samningi, sem Figo ætti þá að geta undirritað þegar hann er kominn til Liverpool-borgar frá Ameríku eftir helgina.

Góðar stundir. 😉

10 Comments

 1. leikurinn var sýndur á Players. sést oftast á textavarpssíðum 665 – 667 á hvaða stöðum þeir eru sýndir :confused:

 2. Las líka að bæði mörkin hafi verið lögð upp af Anthony Le Tallec, sem er líka gott mál.

  Annars, er það bara ég, eða eiga Chelsea ekki tvo ágætis leikmenn, sem geta spilað á hægri kantinum: Joe Cole og Robben? Hefði haldið að liðið þyrfti frekar á framherja að halda.

  En þetta er fínt. Ég get ekki séð að þetta styrki Chelsea liðið svo rosalega, nema þá að þetta gefur þeim meiri breidd. Að mínu mati styrkir þetta ekki byrjunarlið þeirra, þar sem Robben er að mínu mati betri leikmaður en Wright-Phillips.

 3. Einar – Duff, Cole og Robben eru allir vinstrifótarmenn og sem slíkir sterkastir á vinstri vængnum. Cole getur síðan líka spilað inni á miðjunni. Þannig að ég held að þetta sé tilraun hjá Mourinho til að koma á betra jafnvægi hjá könturum liðsins – eftir að Gronkjaer fór hafa þeir ekki átt neinn hægrifótar kantmann. Wright-Phillips kemur til með að styrkja þá stöðu verulega hjá þeim.

  Annars hef ég ekki miklar áhyggjur af þessu. Ef Zenden hefði verið eini vængmaðurinn sem við fengum í sumar hefði ég kannski örvænt yfir þessu, en þar sem við fengum Speedý Gonzalez líka og höfum Luis García fyrir er mér nokk sama hvaða vængmenn Chel$ea kaupa.

  Svo erum við líka að fá LUIS FIGO, gott fólk, sem mun fylla ágætlega upp í skarðið næstu tvö ár á meðan Rafa safnar fjármunum til að versla Joaquin 😉

 4. Ok, en Robben var á hægri kantinum hjá þeim í fyrra og var frábær. Að mínu mati er Wright-Phillips ekki betri en hann, Cole eða Duff. Þannig að ég sé ekki að byrjunarliðið styrkist svo mjög, þrátt fyrir að hópurinn sé að styrkjast.

  Ok, þá geta þeir sett Robben á vinstri kantinn, en þá þurfa Cole eða Duff að detta útúr liðinu og þar sem að Wright-Phillips er að mínu mati líka ekki betri en þeir, þá stendur liðið eftir nokkurn veginn eins.

  Hvernig var það annars í byrjun sumars, ætlaði Mourinho ekki bara að kaupa þrjá menn? Núna er hann kominn með Del Horno og væntanlega Wright-Phillips. Ef Essien er sá þriðji, ætlar Chelsea þá ekki að kaupa framherja?

  Mikið væri það yndislegt ef þeir færu inní næsta tímabil með Drogba áfram sem framherja númer 1.

 5. Drogba er ekki lélegur framherji, svo er Eiður þar líka.

  annars var hægt að horfa á leikinn á Vagninum Flateyri (pub allra landsmanna).

 6. Nei, Drogba er ekki lélegur framherji.

  Hins vegar ef við berum saman framherja hjá Liverpool (Cisse, Baros, Morientes), Arsenal (Henry, Reyes) og Man U (Nilsterooy, Rooney) þá er **að mínu mati** augljóst að Chelsea er með slakasta framherjaparið. Ykkur er velkomið að vera ósammála mér.

 7. Oooog ég gleymi Hernan Crespo. Jæja, þetta fær maður fyrir að vera að besserwissa um önnur lið en Liverpool 🙂

 8. Já, úff. Þeir eru með Crespo… þá eru þeir bara frekar vel staddir með framlínuna, myndi ég segja: Eiður Smári, Drogba, Crespo og Carlton Cole (nema hann fari aftur á láni)

 9. ;( aldrei er neitt frítt. Það verður að vera með login og pass. til að horfa a mörkin.

Igor kveður

YNWA segja að Figo hafi skrifað undir (uppfært: rugl)