Igor kveður

Staðfest: [Igor Biscan hefur skrifað undir samning við Panathinaikos](http://www.liverpoolfc.tv/news/drilldown/N149362050715-1416.htm)

**Takk fyrir okkur, Igor!**

Við getum eflaust haft misjafnar skoðanir á Igor Biscan, en það er alveg ljóst að við værum ekki Evrópumeistarar í dag ef hans krafta hefði ekki notið á síðasta tímabili.

IIiiiiiiiiigor er náttúrulega snillingur, sama hvað aðrir segja. 🙂

8 Comments

 1. Jamm. Ég er ánægður að hann skyldi hafa komið sér fyrir hjá góðu liði, og vonandi á góðum samning. Igor á það skilið eftir árin sín hjá okkur … þrátt fyrir allt mótlætið, allt ruglið, alla ósanngirnina, þá kvartaði hann aldrei!

  Snillingur, og ég vona að við sjáum hann með Panathinaikos í Meistaradeildinni á næstu árum. Það væri frábært að fá þá til Anfield… 🙂

 2. En hvað með þetta:

  Eruð þið sammála mér eða? Agalegt að skrifa komment aðeins of seint, það er uppfært svo ört hérna…:smile:…Sem er jákvætt.

 3. >”thanks for nothing”?

  Ég ætla að vona að þér sé ekki alvara.

  Við hefðum ekki [unnið Deportivo á Spáni](http://www.eoe.is/liverpool/gamalt/2004/11/03/22.11.35/) ef Igor hefði ekki verið þar (hann var besti maður liðsins í þeim leik).

  Við hefðum EKKI haldið hreinu [gegn Juventus í Tórínó](http://www.eoe.is/liverpool/gamalt/2005/04/13/20.44.48/) ef að Igor hefði ekki verið með Xabi á miðjunni þegar Gerrard og Hamann voru meiddir.

  Við hefðum EKKI haldið [jöfnu gegn Chelsea í London](http://www.eoe.is/liverpool/gamalt/2005/04/27/21.06.18/) þar sem þessi sami Igor Biscan var einmitt besti maður liðsins.

  Í stuttu máli er þetta einfalt. Við værum EKKI Evrópumeistarar ef að krafta Igor Biscan hefði ekki notið. Ef þú kallar það “ekkert”, þá finnst mér það afskaplega slappt. :confused:

 4. Tek undir með þér Einar. Hafliði, sýndu smá virðingu … Igor er ekki besti leikmaður sem hefur leikið fyrir Liverpool síðustu fimm ár, en hann er laaaaaangt því frá að vera sá versti. Hann stóð sig eins og hetja á síðasta ári og átti stóran þátt í velgengni okkar.

 5. 😯 Úff maður verður bara að svara !
  Sko, “thanks for nothing” er líklega aðeins of gróft, ég viðurkenni það fúslega, en Kristján, skoðaðu bara hvað þú skrifaðir :
  Igor er ekki besti leikmaður sem hefur leikið fyrir Liverpool síðustu fimm ár, en hann er laaaaaangt því frá að vera sá versti.
  Ok, stöldrum að eins við……..er það eitthvað flott að vera ekki sá versti ? Mér finnst bara að það sé óþarfi að gráta Igor því að á 5 árum með LFC átti hann í mesta lagi 5 góða leiki !
  Sorrý en ég er bara feginn að það hefur losnað pláss fyrir betri mann hjá liðinu.

Langar Owen heim?

3-0 sigur á Leverkusen + annað