Liverpool 3 – T.N.S. 0

lfc_al.jpgJæja, fyrsti leikurinn búinn og okkar menn náðu að klára þetta með nokkurri sæmd.

TNS liðið barðist vel og náði á tímum að spila fínan fótbolta. Leikmennirnir héldu boltanum vel innan liðsins og vörðust vel. Liverpool menn náðu oft á tíðum ekki að skapa neitt af ráði og þeir nýttu svo færin frekar illa.

En við unnum þó 3-0 sigur, sem eru ágætis úrslit. Besti maður vallarins, Steven Gerrard skoraði þrennu, sína fyrstu fyrir Liverpool.

Allavegana, Rafa kom okkur pínulítið á óvart með því að hafa Warnock, Le Tallec og Potter í liðinu á meðan að Milan Baros kom ekki inná og Jerzy Dudek var uppí stúku.

Svona var byrjunarliðið:

Reina

Finnan – Carragher – Hyypiä – Warnock

Potter – Gerrard – Alonso – Riise

Le Tallec – Morientes

Liverpool byrjaði af krafti og eftir 20 mínútur var liðið komið í 2-0 með mörkum frá Steven Gerrard. Auk þess átti Fernando Morientes fulltaf færum, en hann hefði auðveldlega getað skorað þrennu í leiknum. Hins vegar, þá gerðist nánast ekkert síðustu 20 mínúturnar í fyrri hálfleik og þær fyrstu 20 í þeim seinni. Liverpool liðið lék mest upp miðjuna og kantarnir voru ekki með í spilinu. Nánast engin ógnun var hjá Liverpool og TNS lentu ekki í neinum vandræðum.

Rafa gerði þá tvær breytingar, fyrst tók hann Warnock útaf og setti Zenden á kantinn og Riise í bakvörðinn. Síðan tók hann Potter útaf og setti Cisse á kantinn. Bæði Zenden og Cisse hleyptu miklu lífi í spil Liverpool og loksins kom eitthvað útúr kantspilinu.

Liverpool fékk fulltaf færum, en að lokum var það Gerrard sem kláraði leikinn með sínu þriðja marki með vinstrifótar skoti af löngu færi.

**Maður leiksins**: Þetta er auðveldasta val á manni leiksins síðan að Xabi Alonso [brilleraði](http://www.kop.is/gamalt/2004/09/25/22.43.09/) gegn Norwich. **Steven Gerrard** var lang, lang, lang, lang, langbesti maður vallarins. Jafnvel þótt hann hefði ekki skorað eitt mark, þá hefði hann verið besti maður vallarins. En hann skoraði þrennu og því var þetta ekki nokkur spurning. Á tíðum virtist hann vera eini maðurinn, sem væri að spila á fullum hraða (fyrir utan Cisse kannski). Hann vann boltann margoft og skapaði færi fyrir sjálfan sig og aðra.

En allavegana, 3-0 eru fín úrslit og það eru líkur á að menn einsog Gerrard og Xabi geti byrjað á bekknum í næstu viku.

12 Comments

 1. Mörkin hjá Gerrard, ferskleikinn í Cisse og Zenden við innkomuna og sendingar hjá Xabi voru það sem gladdi augað.

 2. Ég var ekki með neinar kröfur fyrirfram fyrir þennan leik, að við ættum að vinna 5:0 eða 8:0… ég var spenntur að sjá “nýja” liðið og þrátt fyrir að flestir hafi spilað á 50% getu eða svo, og þrátt fyrir illa nýtt tækifæri, þá var aldrei nein hætta og ég hef litla trú á öðru að að við höldum hreinu í útileiknum. Gerrard var maður leiksins tvímælalaust, en jafnvel hann var ekki á fullri ferð. Eftir næstu vikur verður kominn jafnari bragur á leik liðsins og djö… líður manni vel gagnvart komandi keppnistímabili. Um leið og Morientes fer að skora, finnur hann mark-bragðið og hættir ekki – því trúi ég.

 3. Fínn leikur hjá okkar mönnum, menn tóku þessu bara rólega, nema kannski Stevie G.

  Þetta TNS lið hvað halda menn að það sé sterkt á íslenskan mælikvarða??
  Bara smá pæling til að hafa skemmtilegan samanburð.

 4. Mér fannst þrír menn bera af hjá Liverpool í kvöld: Gerrard, Alonso og Morients. Þó þann síðastnefnda vantaði kannski snerpuna og loka”töttsið”, sem kemur allt saman með smá æfingu, þá var hann sívinnandi og átti nokkrar glæsilegar sendingar þegar hann kom til baka í leit að boltanum. Hann hefði þó alveg mátt setja eins og eitt mark, en ég skrifa þetta bara á það hversu ryðgaður hann er.

 5. Hvernig voru samt morkin hja Gerrard ?

  P.s. er i DK og gat tvi hvorki sed leikinn ned skrifad med islensku lyklabordi 😡

 6. Teljast mörkin úr undankeppninni með hjá markakóngum meistaradeildarinnar? Er Gerrard strax kominn með 3 mörk í þeirri baráttu? :biggrin2:

 7. Ég var einmitt að spá í þessu, Hannes. Veit þetta einhver???

  Og Jensen, mörkin voru fínt. Eitt af stuttu færi, númer tvö fékk hann sendingu innfyrir og vippaði yfir markvörðinn og númer þrjú þá skaut hann með vinstri rétt fyrir utan vítateig beint í vinstra hornið.

 8. Það var fullyrt við mig í gær að þessi mörk teldust með í heildartölunni næsta vor. Sel það ekki dýrara en ég keypti það.

 9. Ég var líka að spá í þessu í gær og mér finnst það með ólíkindum, mennirnir eru ekki komnir inní sjálfa keppnina.

  Myndi þá til dæmis íslenskur landsliðsmaður geta orðið markahæsti maður á HM af hann dytti í það að skora góðan slatta af mörkum í “qualifying rounds”? Svar: nei. (Tek dæmi um ísland því að við komumst aldrei í neinar stórar keppnir… :smile:)

  Annars veit ég ekkert um þetta frekar en þið en rökhugsun segir manni þetta einhvernvegin.

 10. Já, þetta er athyglisverður punktur. Ég bara hreinlega veit ekki hvernig þetta er. Að vissu leyti getur þetta komið niður á bestu liðunum, þar sem þau spila ekki jafnmarga leiki gegn léttari liðunum.

  En ég óska enn eftir einhverjum, sem veit svarið við því hvort þessi mörk telja.

Milito vill koma til L’pool!

Eitthvað að gerast varðandi Figo