Reina & Momo kynntir + aðrar fréttir

Það er margt, margt, margt og mikið í gangi á Melwood þessa dagana. Það er ekki eins og Rafa Benítez sé hættur að hamast á markaðnum, þrátt fyrir að hafa keypt fimm leikmenn í síðustu viku. Hann er búinn að segja Antonio Núnez að hann megi fara, sem hlýtur að þýða að það sé 100% öruggt að það komi hægri bakvörður til okkar áður en tímabilið í Englandi hefst. Hvort það verður Luis Figo eða einhver annar verður að koma í ljós.

Þá hélt Rafa blaðamannafund í gær, þar sem tveir nýjustu leikmennirnir voru kynntir: José Reina og Mohammed Sissoko. Reina sagðist aðspurður vilja vera kallaður Pepe, og sagði það algenga styttingu á nafni sínu á Spáni, á meðan Sissoko er jafnan kallaður Momo.

Þannig að í sumar höfum við keypt Pepe, Momo og Bolo. Ekki beint þau stórnöfn sem ég bjóst við, en þau duga! 😀

Allavega, það var gaman að heyra Reina tala. Hann fór meðal annars fögrum orðum um stuðningsmenn Liverpool (sem virðast vera virtir um allan heim eftir síðasta vor) og talaði einnig vel um Dudek. Hann kallaði Dudek “hetju” og sagðist hlakka til að kljást við hann um byrjunarliðsstöðuna, sagði með réttu að samkeppni um allar stöður væri gott fyrir Liverpool. Snjall strákur 😉

Nú, Rafa sagði sitt líka. Eins og Einar kom inná í gær játaði hann að hann ætlaði sér að kaupa Peter Crouch, og sagðist vilja geta fengið hann til að koma með liðinu til Sviss til æfingabúða. Nú, þar sem liðið fer til Sviss á fimmtudagsmorgun telja Liverpool Echo að kaupin á Crouch séu MJÖG nærri … annars hefði Rafa aldrei tekið áhættuna með því að játa aðdáun sína á leikmanninum. Ég tek undir þetta, fyrst Rafa tjáir sig um þetta opinberlega getur það aðeins þýtt að samningar eru nærri því í höfn.

Því miður er ekki það sama að segja um Luis Figo. Eins glaður og ég hefði verið að sjá hann spila fyrir Liverpool, þá var ég feginn að heyra að Rafa ætli alls ekki að borga 2 milljónir punda fyrir hann. Hann er 32ja ára og ekki tveggja milljón punda virði, sama hversu góður hann er. Við það bætist að þetta er ekkert nema frekja og leiðindi í hinum hundleiðinlegu stjórum Real Madríd, sem eru stórfurðulegir þegar kemur að leikmannakaupum (15 millur fyrir Woodgate???), og þá var ég algjörlega á því að þessir vitleysingar eiga ekki að fá krónu frá okkur.

Þannig að ef Crouch er að koma hlýtur Rafa að eiga eftir að versla tvo leikmenn: miðvörð og hægri kantmann. Slúður vikunnar segir okkur að þessir menn verði Matthe Upson hjá Birmingham og Sydney Govou hjá Lyon, en það breytist svo sem reglulega. Ég er enn á því að Rafa ætli sér að næla í Gabriel Milito í vörnina, en við sjáum hvað setur.

Allavega, leikur annað kvöld og að sjálfsögðu kemur upphitun í kvöld fyrir hann – svo mun slúðrið og kaupin og sölurnar halda áfram frameftir júlímánuði. Gaman gaman! 🙂

6 Comments

 1. ég las það í dag einhversstaðar að rafa sagðist vera að leita að miðverði en það væri hvorki upson né gallas
  hefðe mest viljað sjá gallas hjá okkur
  en ég treysti þessum manni fullkomlega

 2. ég er alls ekki sammála þér Kristján með að það sé rugl að splæsa 2 millum í figo, ef hann spilar af 70-80% getu þá er hann miklu meira virði en skítnar 2 millur. Þetta er frábær leikmaður sem getur komið með áður óþekkta vídd inn í liverpool liðið (Morientes hlýtur að liggja á bæn að fá hann til liðs við sig, enda fáir með betri fyrirgjafir) . Ef Rafa ætlar að splæsa 6+ í Peter Crough þá eru tvær milljónir fyrir heimsklassaleikmann eins og Figo algjört grín.

 3. Mikið ofboðslega er ég að verða þreyttur á Figo ruglinu, þetta vesen með Real stjórnina er alveg óþolandi og fær mig bara til að hata Real enn meira.
  Það að þeir geti ekki staðið við það sem var lofað lýsir þeim best. Pirrandi, maður.

  Ég hef nefnilega lengi verið aðdáandi Figo og væri því meira en lítið til í að fá hann til LFC.
  Og mikið yrði ég drullusvekktur ef að félagaskiptin genga ekki í gegn út af svona rugli.

  Ég bara varð að koma þessu frá mér.

  Kv. Einn óþolinmóður 🙂

  🙂 🙂

 4. Ég er nú soldið sammála að Figo sé meira virði en 0 krónur, maður sem fór á 37millur fyrir einhverjum 4 eða 5 árum. En aftur á móti eiga orð að standa og óþolandi að Real menn standi ekki við gefin loforð. Ég vona innilega að þessi “kaup” gangi eftir og Figo fái að reyna sig í rauðu treyjunni.

 5. Það sem gleymist í þessari Figo umræðu er að hann er varla á lágum launum. Hann hefur “selt” sig til Liverpool með þeirri staðreynd að hann myndi koma frítt og væntanlega samið um veglegan launapakka. Gefum okkur 50000 pund á viku og tveggja ára samning þá erum við að tala um 5,2M í laun fyrir tvö ár án bónusa. Ég hugsa meira að segja að 50000 pund sé töluvert fyrir neðan markið, þeas að laun hans séu hærri. Maður má ekki gleyma að reikna dæmið til enda, mér sýnist Liverpool einmitt ekki vera að því.

Hverjir verða EKKI með á morgun?

T.N.S. á morgun! (+viðbót)