Gallas og Diao

Einsog [Stebbi](http://www.kop.is/gamalt/2005/07/09/17.02.24/#14971) minnist á í kommentum, þá heldur umboðsmaður William Gallas því fram við Sky Sports að [Liverpool hafi áhuga á að kaupa leikmanninn frá Chelsea](http://skysports.planetfootball.com/Article.asp?id=290640). Það er þó alveg óvíst hvort um mikinn áhuga sé að ræða. Umboðsmaðurinn segir eftirfarandi:

>”It’s true Liverpool and Barcelona have asked about William,”

>”But there is no concrete offer and Chelsea have not said they want to sell.”

Gallas væri auðvitað frábær kostur í miðvarðarstöðuna, en það er alveg óvíst hvort Chelsea vilji selja hann til liðs, sem það er að keppa við í ensku deildinni. Einnig ef ég á að vera alveg heiðarlegur, þá tel ég að Barcelona sé með lélegri miðverði en við, þannig að ef ég væri í sporum Gallas þá myndi mér lítast vel á Barca.

Einnig er athyglisvert að velta því fyrir sér ef áhugi Rafa á Gallas sé mikill, hvar hann sjái hann fyrir sér spila. Yrði hann valinn fram fyrir Hyypia? Eða myndi hann sjá fyrir sér að Hyypia gæti gagnast okkur betur í ákveðnum leikjum, þar sem að Gallas er til dæmis mun fljótari en Hyypia.

Sjáum hvað gerist.


Salif Diao er að fara frá Liverpool. Hann var ekki einu sinni á bekknum í leiknum í gær. Nú síðast [er hann orðaður við Sunderland](http://skysports.planetfootball.com/Article.asp?id=290663)

2 Comments

  1. William Gallas yrði keyptur sem einn miðvörður í viðbót og þá erum við komnir með allavega 4 miðverði (Traore tekinn í pakkann líka) sem geta spilað þessa stöðu. Carragher yrði kostur nr 1 og Gallas væri einnig vænlegur kostur þar sem hann er sneggri en Hyypia en þetta væri bara fínt upp á að geta hvílt leikmenn. Ég vil sjá Gallas koma frekar en Upson eða einhvern annan. Gallas er mjög snöggur og sterkur og hefur verið einn af erfiðari leikmönnum Chelsea fyrir okkar menn undanfarin ár.

  2. Gallas? Já takk!

    Hins vegar … þá myndi ég segja að það sé nánast enginn séns á að slík sala gæti orðið að veruleika. Aðallega af því að Chelsea-menn þurfa ekki peninginn af sölu hans, og ef það þjónar þeirra tilgangi betur að hafa hann óánægðan í varaliðinu og borga launin hans, en að selja hann til erkifjenda í Englandi, þá munu þeir gera það. Ég sé þá bara ekki fyrir mér hjálpa okkur að styrkja vörnina okkar, sérstaklega ekki eftir að Gerrard fór ekki yfir til þeirra.

    Hins vegar er ég á því að vörnin er – að því gefnu að Figo komi – það svæði sem við eigum enn eftir að styrkja okkur í. Upson, Milito, Gallas eða einhver annar … það er ljóst að við verðum að fá a.m.k. einn miðvörð inn í þennan hóp áður en leikmannamarkaðurinn lokar. Og ég skal hundur heita ef Rafa kaupir ekki a.m.k. einn áður en 1. september verður að veruleika.

    Sjáum til. Kaup Rafa eru að verða kláruð eitt af öðru og í raun er aðeins eftir að kaupa varnarmann, og svo kannski þetta eina stóra nafn sem allir eru að hvísla um… næstu dagar verða forvitnilegir.

Sissoko kemur (STAÐFEST)

Mörkin úr Wrexham leiknum