Sissoko velur betra liðið í Liverpool borg

sissoko_orange.jpg Sky Sports staðhæfa að [Mohamed Sissoko](http://skysports.planetfootball.com/Article.asp?id=290390) muni fara til **Liverpool** en ekki Everton. Umboðsmaður hans staðfestir þetta við Sky og segir:

>Valencia have taken the decision (to sell to Liverpool) and Momo is happier now.

Múhahahahahahhaha!!! 🙂


Uppfært (Kristján Atli): Sissoko er tvítugur, ég hef mikið álit á honum eftir að hafa séð hann spila oft fyrir Valencia, og það er ljóst að Rafa hefur mikið álit á honum úr því hann keypti hann til Valencia á sínum tíma og vill einnig kaupa hann þaðan til Liverpool.

Eða þá að honum þykir of vænt um strákinn til að láta hann hljóta jafn grimmilega refsingu og að spila fyrir Everton! 😀

Í alvöru, ef ég fengi valkost á milli þess að kaupa t.d. Gattuso frá Milan eða Ballack frá Bayern, eða þess að stela Sissoko undan rifjum Everton (í alvöru, hann var á leiðinni á flugvöllinn til að semja við þá bláu) … þá myndi ég velja Sissoko hvenær sem er! Hahaha!

Spái því að þessi gæji verði í læri hjá Didi Hamann næstu tvö tímabilin og verði svo endanlegur arftaki hans, þegar tíminn er réttur. Snilldarkaup (ef satt reynist, sem allt bendir til) !!!

10 Comments

 1. MOMO ER DÚDDINN! Djöfull er ég sáttur með þetta sumar! Núna vantar bara að Figo komi og allt verður rosy as hell! :biggrin: Ég skála fyrir þessu!

 2. Ok, er hann semsagt varnarsinnaður miðjumaður?

  Þannig að hann er að koma í staðinn fyrir Diao? Ég verð að viðurkenna að ég hef ekkert séð hann spila. Var hann fastamaður hjá Valencia?

 3. Hérna er [profile](http://www.uefa.com/competitions/UCL/Players/Player=64189/). Spilar fyrir Mali og virðist hafa skorað mikið af mörkum fyrir Auxerre. Er múslimi. Það væri gaman að vita hvort hann væri sá fyrsti þeirrar trúar, sem spilar fyrir Liverpool. Einhvern veginn dettur mér enginn annar í hug.

  Ekki að það skipti nokkru einasta máli, en þetta væri gott efni í Trivial Pursuit spurningu 🙂

  Já, og hann og Djimi eru víst vinir.

 4. Ég hélt alltaf að hann væri sóknarmiðjumaður, ég hef reyndar séð alltof lítið af honum.

  En annars mjög spennandi dæmi, að ég tali nú ekki um að stela honum frá Everton, það er fátt betra en það.

 5. Já, og hérna er [grein](http://fifaworldcup.yahoo.com/06/en/040820/1/20xj.html) um hann. Þar segir m.a.

  >Sissoko certainly has the talent to feature in the greatest footballing show on Earth. Tall, elegant on the ball and biting in the tackle, he possesses the complete game and has been a pivotal figure in Mali?s march to the knockout phase of the Men?s Olympic Football Tournament in Athens.

  >?Almost without trying, he is capable of taking three men out with one pass,? enthused one football technician. ?This boy could be something special.?

  Hljómar vel.

  BTW, þá eiga [Mali enga möguleika](http://fifaworldcup.yahoo.com/06/en/t/group/index.html) á að komast á HM 2006.

 6. Svo spilaði hann líka fyrir Auxerre þannig að hann og Djibril hljóta að þekkjast ágætlega 🙂

  En Einar varðandi bestu stöðu hans, þá er hann yfirleitt notaður sem miðjumaður. Hjá Valencia undir stjórn Ranieri var hann yfirleitt í varnarhlutverkinu á miðjunni (á meðan David Albelda var meiddur) en hann fyllti einnig uppí í báðum bakvörðunum, og svo man ég eftir að hafa séð hann einu sinni spila í holunni fyrir aftan Di Vaio, sem var aðalframherji Ranieri.

  Hjá Rafa var hann hins vegar aðallega notaður á miðjunni, en kom einstaka sinnum inná sem framherji … þannig að ljóst er að þessi gæji er ofboðslega fjölhæfur. Ég myndi segja að miðjan sé hans besta staða, hvort sem það er sókndjarfur miðjumaður eða varnarsinnaður, en hann getur svo sem fyllt inn í allar stöður (þannig að við höfum ekki áhyggjur af bakvarðarstöðunum né framherjamálum á meðan þessi gæji helst heill heilsu 🙂 )

  Eigum við ekki bara að kalla hann “the complete footballer” þangað til annað kemur í ljós? :biggrin:

  Nei, spáið í því, hann getur spilað allar stöður, er ungur og efnilegur OG svekkti Everton-aðdáendur. Dömur mínar og herrar, hér er Liverpool-goðsögn á ferð… :laugh:

 7. Mohamed Sissoko……….Sissoko. 🙂

  Það er svo gaman að vera til núna. Nappa frá Everton er náttúrulega bara plús.

  Ég get ekki beðið eftir næstu leiktíð. Rafa er að fylla skarð Biscan og Smicer með vægast sagt mögnuðum kaupum……. 🙂

 8. Ég veit ekki um ykkur hina en ég ætla að fá mér mynd sem á að þekja heilan vegg heima hjá mér af Rafa B. :biggrin2:

  Gaman að vera Púllari í dag 🙂

 9. Heilir heiðursmenn!

  Verð aðeins að fá að minnast á Crouch. Er tóm sýra að kaupa þann kappa? Ég held ekki. Muniði eftir norsku flónni sem lék með Chelsea. Hann skoraði ófa mörkin fyrir þá. Crouch er ekki ósvipaður, furðu lunkinn þrátt fyrir að hann virki luralegur. Hann gæti gert út um nokkra útileiki þegar allt er í járnum. Hann er gjörólíkur flestum framherjum deildarinnar og það væri eitursnjallt að næla í kauða.

  Hvort hann sættir sig við að vera keyptur á þeim forsendum er annað mál og jafnframt hvort 6-7 mill punda eru réttlætanlegar í þeim tilgangi. En ég efast ekki um að hann kæmi til með að reynast okkur vel. Það er bolti í Crouch og hann kann að skora. Það er allt sem skiptir máli.

Er Núnez á förum?

Figo:Mig dreymir um að spila fyrir Liverpool