Meira um Figo

por_luis_figo_290.jpgÞað skrýtna við þetta Luis Figo mál er að ég finn ekkert á [Marca vefnum](http://www.marca.com) um þetta mál. Þeir eru vanalega fyrstir með Real Madrid fréttir og margir virðast vera að vitna í blaðið, en ég finn engar greinar. Er ég bara svona blindur?

Allavegana, á þessu flakki um Marca sá ég í þessari frétt [að Antonio Nunez](http://www.marca.com/edicion/noticia/0,2458,651251,00.html) er orðaður við Celta Vigo. Ef að Figo kemur til Liverpool, þá er sennilegt að Nunez fari frá liðinu. Ég er ekkert alltof æstur í að Nunez fari. Ég held að ef hann er sáttur við að sitja mikið á bekknum, að hann geti hjálpað okkur næsta vetur. Mér fannst hann oft á tíðum lofa góðu, þrátt fyrir að hann næði sér aldrei almennilega á strik í fyrra.


Allavegana, tvö af stóru blöðunum fjalla um þetta Figo mál í blöðunum á morgun.

Times: [Liverpool hit Real problem in bid for Figo](http://www.timesonline.co.uk/article/0,,27-1685951,00.html)
Independent: [Liverpool’s Figo bid hits snag over £2m fee](http://sport.independent.co.uk/football/liverpool/article297598.ece).

Semsagt, inntakið er það sama. Það er að samkomulagið sem umboðsmaður Figo gerði við Madrid um að liðið léti hann frá sér ókeypis á semsagt *bara* að hafa gilt ef að hann færi til liðs, sem væri *ekki* að keppa við Real Madrid í Meistaradeildinni.

En það er ljóst að Figo vill fara til Liverpool og hann getur einfaldlega sagt við Real Madrid: “Annaðhvort leyfið mér að fara til L’Pool, eða ég þigg laun frá ykkur í eitt ár og held áfram að rífast við Luxemburgo.” Vonandi að þetta mál leysist á farsælan hátt.

Einnig er talað um Peter Crouch í Times greininni. Þar segir m.a.

>while the club are also expected to make an improved offer of £6.5 million to Southampton today (*föstudag*)for Peter Crouch. Harry Redknapp, the Southampton manager, is understood to have resigned himself to selling Crouch, but Rupert Lowe, the chairman, has insisted that the England forward will not leave for less than £8 million.

Ok, ég skal alveg reyna að segja sjálfum mér að Crouch geti verið góður kostur í vissum stöðum (hversu oft hefur Duncan fokking Ferguson ekki reddað Everton – Crouch gæti verið svipaður kostur af bekknum). En 8 milljónir punda? Þessir S’ton menn eru með eitthvað stórkoslegt mikilmennskubrjálæði. Jafnvel þótt að þetta verði “bara” 6,5 milljónir þá er alveg ljóst að Rafa hefur gríðarlega trú á Crouch. Við skulum vona að hann viti hvað hann er að gera. Eftir allt, þá gerði hann nú okkur að Evrópumeisturum, þannig að hann fær að njóta vafans.


Og svo segi ég bara Guði sé lof fyrir að El-Hadji Diouf er [ekki lengur okkar vandamál](http://news.bbc.co.uk/sport1/hi/football/africa/4661401.stm)

7 Comments

 1. Ég er sammála þér með Núnez. Vill helst bara geta haft Figo í liðinu og Núnez sem varamann fyrir hann næsta tímabil. Þá geta Zenden og Kewell kóverað vinstri vænginn og García loks einbeitt sér að sinni stöðu, holunni fyrir aftan sóknarmann/menn.

  Hvað á maður svo að halda með Crouch? Eins og þú segir, ég skal taka því að hann geti komið okkur að gagni í ýmsum stöðum – sér í lagi þar sem hann hefur kosti sem enginn annar leikmaður í deildinni hefur, og við vitum að hjá Rafa snýst allt um möguleika – en það fer enginn heilvita maður að borga 6,5m punda fyrir möguleika, hvað þá 8m! Ef Rafa er að borga 6-8 milljónir punda fyrir Peter Crouch, þá hlýtur maður að áætla að það sé til þess að hann komi af fullri alvöru inn í þennan hóp og keppi við hina framherjana um stöðu í liðinu í hverjum einasta leik.

  Ef við borgum 6,5 milljónir fyrir hann, þá er hann næst dýrasti sóknarmaður okkar á eftir Cissé. Ef við borgum 8 milljónir, þá er hann lang-næst-dýrasti sóknarmaður okkar! Ímyndið ykkur að borga meiri pening fyrir Peter fokking Crouch en við borguðum fyrir Fernando Morientes. Hversu snarruglað er það? Segir okkur í raun allt sem við þurfum að vita um það hversu fáránlegir verðmiðar eru settir á Englendinga í ensku Úrvalsdeildinni.

 2. Ef Liverpool fær Crouch, þá skal ég jafnvel fara að taka þá alvarlega í titilbaráttunni.

  Þetta segi ég án kaldhæðni. Það að vera með svona stóran kall frammi sem getur skallað alla bolta er svo gífurleg ógn. Við getum líkt þessu við að vera með rússneskan björn á línunni í handbolta, eða þá að vera með Shaq inn í teignum í körfubolta.

  Ég veit að hann virkar klunnalegur lúði, en bara það að hann er rúmlega 2ja metra maður sem nota bene getur smávegis í fótbolta OG getur skallað boltann er nóg fyrir mig.

  Kenneth Anderson og Njáll Quinn voru langt frá því að vera bestu fótboltamennirnir, en þeir voru stórir og gátu skallað tuðruna, í þeim var alltaf gífurleg ógn, sérstaklega auðvitað í föstum leikatriðum.

 3. Jæja, [Marca fjalla](http://www.marca.com/edicion/noticia/0,2458,651659,00.html) um þetta mál í dag.

  Beisiklí það sem þeir segja er að bæði Figo og Madrid vilji klára þetta mál og að Liverpool og Real hafi verið í samningaviðræðum langt fram á nótt í gær. Real er hikandi vegna þess að þeir eru að láta Figo til toppliðs, sem þeir gætu mætt í Meistaradeildinni og vilja ekki gera það ókeypis.

  Real eru að fara í æfingaferð 14.júlí og menn vilja klára þetta fyrir þann tíma. Figo mun allavegana ekki spila fyrir Real Madrid á næsta tímabili, svo mikið er víst.

 4. Mér líst orðið vel á að Figo komi til okkar (EF það skeður) en ég er sammála því að Nunez gæti alveg verið fín varaskeifa á kantinn þar sem við erum að spila á mörgum vígstöðvum. Því ætti hann ekki að sætta sig að vera hjá evrópumeisturunum og vera sem einn af heildinni frekar en að fara í miðlungslið Celta Vigo?

  Varðandi “Peter (sour)Crouch” málið finnst mér að Benitez ætti að leita annað því samkvæmt Redknapp og hans commentum í blöðunum er hann með ákveðið verð í huga sem hann ætlar að láta LFC kaupa hann á. Benitez sagði það á sínum tíma að hann ætlaði ekki að borga meira en hann þarf og það sama segir Rick Parry fyrir skömmu. Til hvers að borga 8 milljónir fyrir Peter Crouch (sem er ekki heimsklassa leikmaður) þegar við getum borgað kannski svipaða upphæð fyrir heimsklassa leikmann?
  Ég skil pælinguna hjá Benitez varðandi Crouch en spurningin er að láta ekki Southampton “fokka” í okkur. Væri til í að fá hann á 6 milljónir sem væri klassa upphæð fyrir Southampton sem kaupirh ann á 2 á sínum tíma (ef mig misminnir ekki).

 5. Carra og Gerrard búnir að skrifa undir…. 🙂

  Magnað……..Chelsea what??? Terry og Lampard what…!!!!!!

  Gerrard…. you will never walk alone!

  Komið með næsta tímabil…bring it on :biggrin:

Figo & Sissoko? (uppfært)

LOKSINS: