Er Núnez á förum?

nunez_rivaldo.jpgSkv. SkySports hafa Celta Vigo staðfest áhuga sinn á Antonio Núnez, og hafa einnig staðfest að þeir séu þegar komnir í viðræður við Liverpool um kaup og kjör á leikmanninum, sem virðist benda til þess að Rafa sé reiðubúinn að láta Núnez fara.

Ég persónulega yrði pínulítið svekktur yfir að missa hann strax í sumar. Mér fannst hann ávallt frekar harkalega gagnrýndur þegar hann hóf loks að leika fyrir okkur í vetur, fannst fólk aldrei taka nóg tillit til þess hvað meiðslin skemmdu mikið fyrir honum – nógu var erfitt að byrja í nýrri deild í nýju landi án þess að þurfa að byrja að spila sig í form í nóvember. Undir það síðasta fannst mér Núnez vera byrjaður að sýna hvað í honum bjó, hann átti t.d. góðan leik gegn Middlesbrough á heimavelli og eins gegn Chelsea í Meistaradeildinni, þar sem hann átti gríðarlega mikilvæga innkomu.

Annars verður maður bara að treysta Rafa. Núnez gæti orðið góður hjá okkur, en hann er enginn Luis Figo og ef Rafa er öruggur um að Figo komi til okkar er svo sem ekkert að því að leyfa Núnez að fara eitthvert þar sem hann fær að spila reglulega. García var jafnan fyrsti kostur í hægri kantinn hjá okkur á síðasta tímabili og nú eru komnir inn þeir Gonzalez og Zenden, sem geta báðir spilað á hægri kantinum ef þörf krefur. Ef Luis Figo bætist svo við þann pakka er auðvelt að sjá, af hverju Núnez væri betur staddur í minna liði í heimalandinu – eins og t.d. hjá nýliðum Celta Vigo – þar sem hann fengi að spila meira.

Oh jæja … ef Núnez fer og Figo kemur á næstu dögum verð ég sáttur við þau skipti, en ef Núnez fer og Figo-salan dettur upp fyrir fer ég að örvænta örlítið yfir skorti á hægri kantmönnum.

Sjáum hvað setur. Carra er allavega sammála mér með Figo… 😉

3 Comments

  1. Sammála þessu. Ég er hrifinn af Nunez og væri til í að sjá hann í Liverpool að berjast fyrir sæti sínu heilt tímabil, ekki bara hálft eins og það síðasta. Annað…Eru Gonzales og Zenden ekki báðir frekar vinstra megin? :rolleyes:

  2. Vona að hann verði áfram, held hann eigi margt gott í sér ennþá. Hinsvegar held ég að Figo sé á niðurleið og hefur verið á henni í nokkur ár, vil ekki sjá hann á Anfield. Þá vildi ég heldur frá Mc aftur :rolleyes:

LOKSINS:

Sissoko velur betra liðið í Liverpool borg