Jerzy ætti að fara (segir umbinn hans)

Vissu þið að það eru fleiri leikmenn, sem spila fyrir Liverpool heldur en Steven Gerrard? Magnað, ekki satt?

Umboðsmaður eins þeirra, Jerzy Dudek telur [að Jerzy eigi að skipta um lið](http://itv-football.co.uk/Teams/Liverpool/story_156377.shtml). Ég er sammála honum og ég held að Benitez sé líka sammála. Allavegana, hann segir:

>”Jerzy doesn’t know what to do. I have told him it’s maybe better for him to leave the club after winning the Champions League, something that will be difficult for him to do again with this club.”

Það er alveg ljóst að Rafa eyddi ekki 6 milljón punda í varamarkvörð og hann lýsir því ekki yfir að Reina sé besti markvörðurinn á Spáni og lætur hann svo sitja á bekknum. Það væri best fyrir alla ef að Jerzy myndi skipta um lið núna. Það hljómar kalt, en svona er þetta. Scott Carson er nógu góður til að keppa við Reina um aðalsætið á næstu árum.

Ein athugasemd

  1. Ég er sammála þessu. Hans vegna, þá ætti Jerzy sennilega að nýta sér jákvæða umfjöllun í kjölfar Istanbúl-leiksins og semja á sem bestum kjörum við gott lið. Vonandi gæti hann þá fundið lið sem honum sæmir, topplið einhvers staðar.

    Hins vegar verð ég að segja, sem Púllari, að ég er ekki viss um að ég vilji sjá hann fara alveg strax. Eftir Istanbúl þykir manni vænt um þann pólska, og ég held að Carson & Reina hefðu bara gott af samkeppni við hann … ef hann fer þurfum við allavega að redda okkur nýjum þriðja markverði, þar sem það er sjálfsmorð að fara inn í tímabilið með aðeins tvo markverði á skrá (Luzi og Harrison farnir, Kirkland lánaður) …

Gerrard verður áfram!!! (uppfært x2)

Gerrard verður áfram fyrirliði