Gerrard verður áfram!!! (uppfært x2)

Ég segi bara

WHAT THE FUCK?

[PARRY: GERRARD’S STAYING WITH LIVERPOOL](http://www.liverpoolfc.tv/news/drilldown/N149256050706-0857.htm)

Rick Parry hefur lýst því yfir að Gerrard verði áfram. Hann mun skrifa undir nýjan samning við Liverpool!!!

Já hérna. Núna hef ég upplifað allt í fótboltanum.


Athyglisverð ummæli hjá Phil Thompson [um þetta mál](http://www.liverpoolfc.tv/news/drilldown/N149257050706-1004.htm)

>”I am delighted Steven is staying, I was speaking to him four or five days before pre-season training and there was no happier lad on Merseyside. He wanted to get a deal done, but he was a little concerned it was not done quicker. But it was only a side issue.

>”He was absolutely delighted and looking forward to the start of the season.

>”I don’t know what happened in between, I wonder if anything was going on behind the scenes with an agent or something. I was absolutely gobsmacked on Sunday.

Hvað gerðist eiginlega þarna inná milli? Ég er hræddur um að alveg einsog síðasta sumar hafi Gerrard látið fjölmiðla og umboðsmenn stjórna sínum tilfinningum. Hann virðist vera viðkvæmur fyrir svona umfjöllun.

En núna skrifar hann undir samninginn og verður því væntanlega samningsbundinn Liverpool til næstu 5-6 ára. Hann verður hins vegar að passa sig á því að stoppa ALLAR sögusagnir strax áður en þær fæðast. Það gengur hreinlega ekki að fara í gegnum annað tímabil með sögur einsog síðast. Hann verður að vera almennilegur fyrirliði, sem hefur 100% trú á málstaðinum. Annað gengur hreinlega ekki.

En þetta eru án efa óvæntustu fréttir, sem ég hef nokkurn tímann lesið. Á öllu átti ég von á, nema þessu. Hvað kemur næst?


**Uppfært (EÖE) kl 11.07**: Mummi bendir í kommentum á viðtal, sem Gerrard hefur gefið Echo: [I couldn’t leave](http://icliverpool.icnetwork.co.uk/0500liverpoolfc/0100news/tm_objectid=15705372%26method=full%26siteid=50061%26headline=i%2dcouldn%2dt%2dleave-name_page.html). Mæli með að allir lesi það í heild sinni, þar sem að Gerrard segir í raun alla réttu hlutina í því viðtali. Nokkrir punktar:

>”The last five or six weeks were the hard-est of my life because I wrongly believed the club didn’t want me. I don’t want to get into attaching blame to anyone.

>**”If I blame anyone, it’s myself.** I wanted my future sorted out as soon as possible after the Champions League final and when that wasn’t the case, the longer it went on, the more misunderstandings there were.

>”There was confusion and doubt in my mind. **I had discussions with the manager, but the reports of bust-ups are complete nonsense.** Now I know how much the club wants me.

Og svo heldur hann áfram:

>”I’ll be signing the deal, maybe even today. **I’d also like it known there are no clauses in that contract. This won’t be happening again next summer or ever again, so far as I’m concerned.**

>I’ve committed my long-term future to the club and **I want all the speculation to end now.** This is what I’ve wanted all along.”

Og að lokum:

>”In my heart, this is my club. I want to help bring success here for them and, for their sake and my own, I never want to go through this again.”

Einsog ég sagði í kommentum, þá hefur að mínu mati umfjöllun okkar Kristjáns um þetta mál verið á nokkuð málefnalegum nótum (fyrir utan einstaka skot :-)). Það er fullkomlega eðlilegt að menn hafi verið reiðir. Gerrard var að fara frá félaginu og var að ganga á bak orða sinna. Allir knattspyrnuaðdáendur yrðu reiðir yfir slíku. Við Liverpool aðdáendur erum ekkert betri í þeim málum.

En hann hefur sagst sjá eftir þessu, og flest okkar eru tilbúnir að taka þau orð trúanlega. En við verðum öll með ákveðnar efasemdir um Gerrard í framtíðinni. Það verður frábært að hafa hann áfram, en þessi fjölmiðlasirkus og stanslausu sögusagnir um Chelsea VERÐA að hætta.

Samkvæmt Echo viðtalinu virðist Gerrard gera sér grein fyrir þessu. Við viljum hafa *leikmanninn* Steven Gerrard áfram hjá okkur, en við verðum að losna við allt umstangið í kringum hann. Fjölmiðlasirkusinn er alltof truflandi bæði fyrir Gerrard, sem og aðra leikmenn.

Jæja, þannig að nú er miðvikudagur og við erum ennþá með besta miðjupar í enska boltanum. Stevie og Xabi geta nú einbeitt sér að því að drottna yfir enskum fótbolta næstu árin 🙂

14 Comments

 1. Ertu ekki að grínast……….. 😯

  Síðustu tveir dagar fyrir mig eru búnir að vara þvílíkt erfiðir og lærdómsríkir. Þrátt fyrir að ég eigi að heita ráðsettur fjölskyldufaðir þá hef ég svoleiðs gjörsamlega sveiflast tilfinningalega að það hálfa væri nóg….. Ég stóð mig að verki þar sem ég var að útskýra í smáatriðum fyrir konunni hversu stór tíðindi þetta væru að Gerrard væri að fara (með tárin í augunum :smile:). Konan horfði bara á mig með meðaumkunaraugum —yfir hverju er ég ekki alveg viss…..þið meigið geta. 🙂

  Ég elska Liverpool og ef ég gæti faðmað strákinn okkar núna þá myndi knúsa hann svoleiðis að allt loft færi úr honum.

  Auðvitað á hann að vera hjá okkur. Standa og falla með Liverpool FC. Nógur tími að skoða heiminn Gerrard eftir að stuttum ferli líkur. Nú er tími til að halda áfram hjá LFC og verða stærra nafn í sögu LFC en nokkurt annað.

  Ég sveiflast núna. En Gerrard er búinn að brenna mig allhressilega einu sinni. Svo ég ætla að fara varlega núna. Bíða eftir undirskriftinni og sjá hvernig honum gengur að tala við okkur stuðningsmenn. Ég held að Gerrard hafi brugðið að sjá viðbrögð stuðningsmanna. Hann hefur áttað sig á að það getur verið stutt milli ástar og haturs….!!!!!!!!!!!!!!!!!!

 2. Seljum hann!

  PS: JónH, ég mundi ekki knúsa drenginn alveg strax því klukkan er nú bara rétt um 10 og það er ennþá morgun.

 3. Já, Eiki Fr. En ég get bara ekki gert að þessu.
  Þetta fíaskó ætlar að vera í takt við leiktíðina í vetur………

  A Rollercoster…………… :rolleyes:

 4. Frábær tíðindi 🙂 🙂 🙂

  Besti leikmaður liðsins fer ekki neitt. Þegar tímabilið hefst í ágúst verður okkur skítsama um samningsþref í byrjun júli …. Við höfum auðvitað ekki hugmynd um hvað gekk á í raun og veru.

  En það sem öllu máli skiptir, Gerrard er á réttum stað.

 5. Ég veit ekki hvað skal segja. Þessir þrír dagar minna mig á úrslitaleikinn í Istanbul, öll von úti og síðan þetta!

  Ég veit ekki hver er almannatengsla fulltrúi Steven Gerrard, en ljóst er að hann er engan veginn starfi sínu vaxinn! Það má vel vera að hugur Gerrard sé hreinn en það lítur ekki þannig út í fjölmiðlum. Því tel ég að strákurinn ætti að hreinsa aðeins til í kringum sig, aðallega til að hreinsa andrúmsloftið og bæta samband og traust stuðningsmanna Liverpool.

 6. Ó-gjörsamlega- ríðandi-trúlegt. Undarlegustu þrír dagar sem maður hefur upplifað í því að fylgjast með Liverpool. Og e.t.v. í takt við úrslitaleikinn í vor: Þetta er búið – flautum draslið bara af og hættum þessu. Og þó… bíðum við, kannski við bara vinnum þetta helvíti? Sama með Gerrard: málið dautt, maðurinn skúrkur, Júdas og þar fram eftir götunum… Morguninn eftir leikur allt í lyndi.

  Hann er e.t.v. bara orðinn adrenalínsjúklingur eftir þennan brjálaða vetur og leiki eins og Olympiakos og Milan og finnst gaman að vera svona comeback king? :rolleyes:

 7. Ég vil ítreka orð skýrsluhöfundar WHAT THE FOKK og ennfremur spurja: ARE YOU SERIOUS ABOUT THIS SHIT ? Þetta er að verða eins og never ending story…….!

  Ef það er tilfellið að mannhundurinn vilji vera um kjurrt þá drullastu til að segja það strax en vera ekki með eitthvert hálfkák um að vilja fara á hverri leiktíð það sem eftir er !

  Satt er það að enginn er stærri en klúbburinn og ef þetta er það sem koma skal á hverju ári þá held ég að það sé betra að selja hann núna fyrir 40 millur og óska honum góðs gengis hjá stjörnuprýddu liði Real Madrid (selja hann út úr landi, please !). Ef þetta verður hans hugsun eftir hvert tímabil þá spilar hann ekki með hjartanum eins og t.d. Carragher og Hyppia gera, svo um munar.

 8. Getur ekki bara verið að Liverpool og Gerrard séu að leika sér að ensku pressunni – það eru nú ekki nema örfáir dagar síðan Rafa kynnti 4 leikmenn til liðsins og sagðist ætla að fá 2-3 í viðbót fyrir lok vikunnar. Ef þessi saga hefði ekki komið upp hefði allt slúðrið verið um hvaða leikmenn þetta væru og Rafa varla fengið neinn frið til að ganga frá þeim kaupum. 😉

  En að öllum samsæriskenningum slepptum að þá held ég að þetta séu góðar fréttir en þá náttúrulega að því gefnu að Gerrard kveði niður allar brottfararsögur í fæðingu.

 9. Ótrúlegt. Af öllu því sem ég átti von á að lesa í morgunsárið…

  Fótboltalega séð er þetta náttúrulega frábært. Sá peningur sem við hefðum fengið fyrir hann hefði farið í staðgengil eða staðgengla, en það er alltaf óvissa hvort þeir hefðu getað spilað jafn vel fyrir okkur og hann gerir. Þannig að það er fínt.

  Persónulega séð? Ég veit ekki hvort að Gerrard er búinn að brenna of margar brýr að baki sér til að geta verið áfram hjá Liverpool. Við skulum orða það svo að hann þarf að útskýra ansi margt!

  Þessi ótrúlega framvinda mála er þess eðlis, að hann verður að gjöra svo vel og koma hreint fram og útskýra sitt mál algjörlega. Ég bíð eftir einkaviðtali við kappann á .tv, þar sem hann segir okkur nákvæmlega hvað í fjandanum er/var í gangi í hausnum á honum!

  p.s.
  Ég er ekki búinn að ákveða hvort að ég er ánægður með þessar fréttir eða ekki.

  p.p.s.
  Ef þetta þýðir að slúðrið á að hanga yfir Liverpool næsta vetur líka, þá vill ég samt selja hann núna, hvort sem hann vill fara eða ekki.

 10. Ókei, hann ætlar að framlengja samninginn og segist ekki vilja yfirgefa Liverpool fyrir fimmaur. Vonandi getur Mourinho þá hætt að láta sig dreyma um draumamiðjuna sína…

  …ég er enn að átta mig á þessum fréttum. Hvað á maður að gera við svona fréttir? Eigum við að þurrka allt af borðinu varðandi Gerrard, og byrja bara upp á nýtt og sjá hvort hann vinnur sér inn aðdáun okkar á ný? Eða eigum við að horfa á hann allt næsta tímabil og ekki treysta honum? Ég veit það ekki…

 11. Þetta viðtal er vissulega gott, hann segir alla réttu hlutina þar. En hann sagði líka alla réttu hlutina á blaðamannafundi fyrir ári síðan.

  Ég bíð eftir að sjá hann á velli með liðinu. Ég vill sjá líkamstjáningu hans þar, ef hann er ekki 100% sáttur við að hafa verið kyrr þá mun það sjást, augljóslega. Ég geri ráð fyrir að hann sé sáttur við að hafa verið kyrr og muni spila heilshugar fyrir LFC.

  Vonum það allavega! 🙂

 12. Flottustu ummæli dagsins eru þessi.

  “We don’t need 50% commitment to the club and the cause. We don’t need Stev Rrard or Even Ger; we need Steven Gerrard.”

Af hverju ætti SG að velja Chelsea fram yfir LFC?

Jerzy ætti að fara (segir umbinn hans)