Gerrard verður áfram fyrirliði

Þetta þykir mér athyglsivert: [RAFA: STEVIE IS STILL OUR SKIPPER](http://www.liverpoolfc.tv/news/drilldown/N149260050706-1551.htm). Samkvæmt þessari frétt, þá bauðst Stevie til að afsala sér fyrirliðatitlinum, en Rafa afþakkaði það.

Það er greinilegt af þessu að Gerrard gerir sér grein fyrir að hann fokkaði málunum verulega upp með þessum yfirlýsingum í gær og það er ánægjulegt að hann taki ekki fyrirliðabandinu sem sjálfsögðum hlut. Gerrard segir þetta um málið:

>”I said to the manager I’d like to speak with the players on my own because I know some of them have been frustrated with what’s gone on, just like the fans have,”

>”It would have broken my heart to have lost the captaincy but I thought it was right to make that offer.”

Rafa sagði þetta:

>”Steven is our captain and I want him to stay as our captain.

>It is true that he offered to give up the captaincy but I spoke to some players and our idea was the same – that Stevie should be our captain.”

Gott mál!!! Let the healing begin.


Einnig, þá hefur David Moores tjáð sig um þetta mál. Hann segir:

>”I’ve been with the manager and Rick Parry in meetings. I’ve seen Jamie Carragher and Didi (Hamann) and everyone’s fine.

Aðspurður hversu lengi Gerrard yrði hjá Liverpool, þá sagði Moores:

>”He said he’s committed himself for life, so however long he lives!”

Það verður seint sagt að það sé viðburðarlítið að vera Liverpool stuðningsmaður.

7 Comments

 1. Jæja, so far so good segi ég nú bara. Hann byrjaði á því að biðjast afsökunar á ruglingi síðustu daga við okkur aðdáendur liðsins, síðan hefur hann greinilega jafnað málin við Moores, Parry og Benítez og svo fór hann til leikmannanna og bauðst til að afsala sér fyrirliðabandinu … þeir virðast hafa rætt málin og sagt honum að þeir vildu að hann sé áfram fyrirliði, og Rafa & Stevie ætla að virða þá ákvörðun liðsfélaga hans.

  Hann er sem sagt að gera allt rétt í dag til að reyna að bæta ráð sitt … veistu, mér líst betur og betur á þennan dag eftir því sem líður á hann. Nú er bara eitt eftir og það er að sjá Gerrard skora mark gegn TNS á miðvikudag, og hlaupa beint til aðdáendanna og fagna með þeim og liðsfélögum sínum. Þá verð ég endanlega sáttur við þetta 🙂

  >?He said he?s committed himself for life, so however long he lives!?

  Þetta er tilvitnun ársins að mínu mati! :biggrin: Ég ætla, í fyrsta sinn á þessu bloggi, að leyfa mér að láta eftirfarandi orð falla… og ég ætla að njóta þess að gera það:

  FUCK OFF CHEL$EA!!! :laugh:

 2. Nei, það verður seint sagt að það sé viðburðarlítið að vera stuðningsmaður Liverpool FC……. :biggrin2:

  Ég er að gera mér grein fyrir einu betur og betur. Steven Gerrard er bara 25 ára “unglingur” Ungur maður sem hefur tekið á sig mikla ábyrgð. Það er ábyrgð að vera fyrirliði. Það er kannski ekkert skrýtið þó hann verði dálítið skrítinn ” i hovedet” öðru hverju miðað við allt og allt.

  Hann á eftir að þroskast strákurinn….!!!

  Ég bíð hann velkominn og knúsa hann. En ég bíð með að segja ynwa þar til hann skrifar undir…!!!!

  P.s.
  Það er ekki annað hægt en að dýrka Rafa. Alltaf er hann jafn rólegur og jarðbundinn í yfirlýsingum sínum. Hann veit sem er að þetta er allt saman upphlaup í ungum gæðingi. Maður brýtur ekki gæðinga…….. maður spilar með þeim og lætur þá fara fremsta…..

 3. Vá ég tek allt til baka það sem ég lét útur mér í gær.
  Það var í reiðikasti og ekki nóg með að hann skipti um skoðunn en hann er líka að koma hreint fram og segir til æmis að hann afsali sér fyrirliðabandinu. Þetta er snilld.

 4. Er hann bara 25 ára???
  Annars þá er ég ánægð með að hann ætli að vera kyrr og ég er í skýjunum yfir að hann hafi boðist til að afsala sér fyrirliðabandinu. Góður strákur.

 5. Prísa mig sælan að hafa verið netsambandslaus undanfarna daga. Hefði sjálfsagt sagt eitthvað í bræði sem ég hefði séð eftir í dag. Eða réttara sagt skrifað hluti sem ég sagði. Og það hefði setið fast á hinu svokallaða alneti. En nú vonandi grær allt um heilt hjá okkar ástkæra liði og fólk getur vonandi gengið með bros á vör inn í nýtt tímabil. Sem byrjar, já, í næstu viku. Ja hvur grefillinn. Sjaldan hefur maður fengið svona stutt óumbeðið frí (til hvers er þetta langa hlé á milli leiktíða annars) frá Liverpool. :biggrin:

 6. Varstu þá að tala um eitthvað á borð við það að berja fólk með oddhvössum steini í ennið? :blush:

 7. Hahaha Kiddi … heldurðu að við gleymum þessum ummælum?

  En svona í fullri alvöru, þá tókum við Einar fullsterkt til orða í gær og á mánudag og það gerðuð þið skoðanabræður í ummælunum einnig. Ég sé ekki eftir því, hefði staðið við öll mín orð ef hann hefði staðið við ákvörðun sína … en úr því honum snerist hugur er ég til í að leyfa honum að byrja með hreinan skjöld. Hann er jú einu sinni fyrirliðinn OKKAR 🙂

Jerzy ætti að fara (segir umbinn hans)

Myndir af Zenden fundinum