Pellegrino til Alaves

Mauricio Pellegrino hefur skrifað undir samning [við Alaves á Spáni](http://news.bbc.co.uk/sport1/hi/football/europe/4103126.stm).

Þá er spurningin hver á að vera backup fyrir Hyypia og Carragher á næsta tímabili, eða ætlar Rafa kannski að kaupa miðvörð, sem ætti að koma í staðinn fyrir Hyypia? Við höfum lítið heyrt af Gabriel Milito að undanförnu og í raun ekki verið orðaðir við neina aðra miðverði. Ef að annaðhvort Hyypia eða Carra meiðast, þá er Djimi Traore sennilega næsti maður inní liðið og þar á eftir Zak Whitbred eða Carl Medjani. Ég efast um að Benitez fari inní tímabilið án þess að vera með meiri breidd í þessari stöðu, nema þá að hann treysti Whitbred eða Medjani þeim mun betur.

5 Comments

  1. Höfum nú verið orðaðir oft við Matthew Upson og enn og aftur nú um helgina.

  2. Ég er algjörlega handviss um að Rafa mun kaupa a.m.k. einn miðvörð áður en deildarkeppnin byrjar. Ég er algjörlega með það á hreinu að hann kaupir allavega einn miðvörð, og jafnvel bakverði líka.

    Vandamálið er, eins og flest allir þá hef ég ekki hugmynd um hver þessi miðvörður er. Í fyrra vissi maður ekkert af kaupunum á Josemi fyrr en þau voru við það að ganga í gegn, og maður frétti líka ekkert af kaupunum á Pellegrino fyrr en hann var búinn að skrifa undir.

    Þannig að … Milito? Upson? Rio Ferdinand? Ég hef ekki hugmynd, en ég veit að það verður einhver keyptur. Þannig að ég hef engar áhyggjur, þrátt fyrir fréttaleysið.

  3. Þessir eru þá farnir í ár:

    Henchoz – Celtic –> ???
    Smicer – Bordeux
    Biscan – ???
    Pellegrino – Alaves

    Richie Partridge
    Jon Otsemobor
    Mark Smyth
    Paul Harrison
    Patrice Luzi

    Ég vona að Salif Diao bætist í þennan hóp. Ég vona innilega að Steven Gerrard og Milan Baros bætist ekki í þennan hóp!!!!!!!

    Chris Kirkland verður í láni næstu leiktíð hjá WBA.
    Þetta eru tíu leikmann alls. Sæmileg hreinsun það.

    En hverjir eru Pottþétt komnir og hverjir eru við það hugsanlega að koma?

    Gaman væri að fá smá yfirlit frá ykkur strákar um það.

  4. Pottþétt komnir: José Reina (GK), Antonio Barragan, Jack Hobbs og Roque (ungir DEF), Mark Gonzalez og Boudewijn Zenden (MID).

    Hverjir fleiri koma? Eins og ég sagði áðan, þá hef ég ekki hugmynd … það eru uppi slúðursögur af ýmsum nöfnum – Stelios, Figo, Kuijt, Crouch, Milito, Upson, Galletti – en engin af þeim er orðin eitthvað pottþétt.

    Næstu dagar verða forvitnilegir, það er á hreinu.

Zenden skrifar undir á mánudaginn (STAÐFEST)

Allt um hið illa snilldarplott hjá Rafa að sverta mannorð Stevie G og fæla hann þar með í burtu frá Liverpool! (uppfært)