Zenden skrifar undir á mánudaginn (STAÐFEST)

Liverpool hafa [staðfest](http://www.liverpoolfc.tv/news/drilldown/N149226050702-1157.htm) að Boudewijn Zenden mun skrifa undir samning við félagið á mánudaginn. Hann hefur nú þegar staðist læknisskoðun og mun svo verða kynntur á blaðamannafundi á mánudag.

Zenden er 28 ára gamall Hollendingur. Hann hefur leikið með Middlesboro síðustu tvö tímabil, en lék þar áður með Chelsea tvö tímabil, þrjú tímabil með Barca og svo 4 tímabil með PSV Eindhoven.

Síðasta tímabil var hann **besti leikmaður Middlesboro**, sem lenti í sjöunda sæti, aðeins þremur stigum á eftir Liverpool. Hann lék 36 af 38 leikjum liðsins og skoraði í þeim 5 mörk. Einnig skoraði hann 3 mörk í 10 leikjum í UEFA keppninni fyrir Boro. Hann hefur einnig leikið 30 landsleiki fyrir Holland og skorað í þeim 7 mörk.

Ég verð að játa það að ég varð pínu hissa þegar ég heyrði fyrst um að Zenden væri orðaður við Liverpool, en núna er ég sannfærður um að þetta séu frábær kaup. Í raun er Zenden að koma í staðinn fyrir Vladimir Smicer. Zenden kemur ókeypis, þannig að þetta eru algjörlega jöfn skipti. Það er hins vegar ekki nokkur vafi á því að Zenden hefur leikið umtalsvert betur í Úrvalsdeildinni en Smicer, þannig að ég held að þetta sé mikil framför.

Við erum að fá til okkar ókeypis besta leikmann liðsins, sem varð í sjöunda sæti í fyrra, liðs sem við töpuðum fyrir og gerðum jafntefli við á síðasta tímabili. Það eru að mínu mati frábær tíðindi.

Ég sé ekki að Zenden verði byrjunarmaður í drauma uppstillingu Rafa Benitez, sérstaklega ekki ef að Harry Kewell nær sér á strik, en ég er sannfærður um að hann mun spila fullt af leikjum fyrir liðið og hann eykur breiddina í hópnum gríðarlega. Hversu oft á síðasta tímabili vantaði okkur ekki einhvern leikmann, sem gæti komið inní liðið og hresst verulega uppá sóknarleikinn. Jæja, Zenden er akkúrat sá leikmaður.

Þetta eru góð tíðindi.

18 Comments

 1. Frábært.

  Velkominn Zenden. Mikið var að við fengum alvöru fallbyssu til að styrkja liðið fyrir næstu leiktíð. Hef mikla trú á þessu hjá Rafa. Líst vel á að fá inn einhvern sem er vanur PL. Það verður gaman að sjá hvernig Zenden kemur til með að “plumma” sig hjá Liverpool.

 2. Mér líst alveg rosalega vel á þetta. Hann á klárlega eftir að gera fína hluti og eykur breiddina mikið. Kom mér líka á óvart að hann er einungis 28 ára, ég hélt að hann væri svona 30-31 en það er bara jákvætt!

  Nú er bara að styrkja hægri vænginn, markmann(það er gefið), varnarmann, sókndjarfan miðjumann og kannski einn striker! Það er ekkert svo mikið :biggrin:

 3. Guð minn góður! Ef við ætlum að sætta okkur við þessa eylífu meðalmenn á Anfield erum við ekki á leiðinni í topp 3 í PL á næstunni!

  Við verðum að átta okkur á því að við erum EVRÓPUMEISTARAR – það er enginn Deildarbikar. Komið með stjörnur!

 4. Meðalmennska kemur fyrst upp í hugann. Vonandi fyrir Liverpool er það rangt.

  Hvað er hann annars að skrifa undir langan samning við klúbbinn?

 5. Uff, það sem fyrst og fremst þarf i Liverpool liðið er breydd. Og B.Z. færir okkur akkúrat það.

  því er verið að dissa mann sem getur spilað næstum allar stöður a miðjunni + 30 landsleikir + vanur P.L. og þarf ekki að “venjast” henni. + Var 1 af efnilegustu leikmönnum hollands á yngri árum sínum + var frábær á síðasta ári + er ekki gamall + spilar með “hjartanu”

  Þótt hann sé ekki “stjarna” miðað við risa nöfnin í boltanum, þá var ekki hægt að fá betri mann á þessu verði “000.00kr”. Mjög góðann mann sem sem veit að hverju hann er að ganga að. Hann á ekki eftir að fara i fýlu þó hann spili ekki alltaf, það gera “stjörnurnar” mjög oft. Það er hræðilegt fyrir móralinn i liðinu.

  Hann á eftir að verða mikilvægur á langri og strangri leiktíð. meira en margir gera sér grein fyrir.

  Það er alltaf gaman að fá fræga menn til liðsins síns. Sérstaklega þegar þeir eru á toppnum. Og vonandi gerist það, en við skulum ekki vanmeta þá sem hafa staðið sig frábærlega, bara af því þeir eru ekki “STÓRSTJÖRNUR”. Sérstaklega ef þeir eru þegar búnir að sanna sig sem mjög góðir leikmenn. 😉

 6. Frábært að það sé loksins búið að staðfesta þetta!

  Þá erum við öruggir með Reina, Gonzalez, Zenden og svo þá Roque, Barragan og Hobbs í varaliðið.

  Ég er vel sáttur við þetta – Zenden er enginn Joaquín en maður getur ekki með nokkru móti vonast eftir að fá betri leikmann á frjálsri sölu. Hann er á besta aldri, er gríðarlega reyndur og fjölhæfur. Hann getur spilað báða kantana, frammi, í holunni og eins og hann sýndi á síðasta tímabili einnig á miðri miðjunni. Með hann og Luis García í hópnum/liðinu ættum við aldrei að vera uppiskroppa með menn í stöður! 🙂

  Eitt er þó sem ég vill benda á. Zenden hefur spilað fyrir fjögur stórlið á sínum ferli – PSV, Barca, Chelsea og Boro – og aldrei verið varaskeifa. Hann var fastamaður í byrjunarliði síðast þegar Barcelona unnu La Liga (1999), hann var fastamaður í byrjunarliði Chelsea undir stjórn Gianluca Vialli og síðar Claudio Ranieri, áður en sá síðarnefndi ákvað að setja hann á bekkinn í tvo mánuði. Þá fór hann til Boro þar sem hann hefur verið sjálfvalinn í liðið undanfarin tvö tímabil. Jafnvel eftir að hinn stórefnilegi Stuart Downing kom fram í sviðsljósið og eignaði sér vinstri kantinn, þá hefur Zenden bara fært sig inn á miðjuna og samt verið besti maður liðsins.

  Hann hefur unnið titla með öllum þessum fjórum liðum. Hann hefur spilað með landsliði Hollands í einhver 8-9 ár núna. Þessi gaur er winner, það er ekki spurning.

  Þannig að, ég er ekki viss um að Zenden eigi eftir að eyða miklum tíma á bekknum. Hann verður jú eitthvað fyrir utan liðið, eins og flest allir aðrir, en hann er einfaldlega þannig karakter og þannig leikmaður að ég yrði ekkert hissa ef hann væri farinn að leika hvern einasta leik með okkur um miðjan vetur. Hann mun í það minnsta vera helling með, og ég held að það sé vitlaus hugsunarháttur að halda að hann sé að koma til að vera varaskeifa. Zenden verður helling í liðinu hjá okkur, sjáiði til.

  Reina, Zenden, Gonzalez. Og aðeins Reina af þessum þremur kostaði pening. Frábær byrjun á innkaupum Rafa í ár! :biggrin2:

 7. Ekki spurning að þetta eru góð kaup. Fjölhæfur leikmaður sem búin er að sanna sig í PL og samningslaus í þokkabót. Menn tala um að ekki sé verið að kaupa stjörnur en hey, hvað voru margar “stjörnur” í hópnum sem vann CL í vetur ?? Stjörnur tryggja alls ekki titla það hefur verið margsannað. Það er liðsheild, breidd, karakter, og mentality leikmanna sem vinna titla og þessi “kaup” eru skref í þá átt.

 8. Strákar þið sem eruð að gagnrýna að ekki séu keyptar stjörnur, ég veit ekki betur en að byrjunarliðið Liverpool hafi unnið Meistaradeildina á síðasta tímabili! 😉
  Það eitt og sér að vinna þá keppni gerir leikmenn að stórstjörnum!
  Gerum okkur fyrst grein fyrir því hverslags fjarsjóði við eigum í leikmönnum á borð við Gerrard, Carragher, Xabi Alonso,Cisse Morientes o.fl. áður en við förum að gjaldfella núverandi leikmannahóp og kalla á fleiri stórstjörnur.

  Hinsvegar er rétt að Liverpool þarf að bæta sig í ákveðnum stöðum og Zenden er keyptur til að bæta 1 þátt sem metur stöðu liðs =BREIDD.
  Zenden er einmitt týpan sem ég var að vona að Benitez myndi kaupa: Sterkur líkamlega, góðar sendingar, góð skot, (allt hlutir sem þarf sérstaklega í ensku deildinni) reynsla af alþjóðlegum fótbolta og þarf engan tíma til að aðlagast enska boltanum plús það að hann kemur á FREE TRANSFER!!!!!

  Hvernig er hægt að kvarta yfir þessum kaupum ?!
  :confused:

 9. Hvað meinarðu með því, Garon?

  Zenden spilaði 36 af 38 leikjum fyrir Boro í fyrra (alltaf í byrjunarliði) og 31 af 38 leikjum árið þar áður.

  Og Kallinn og Maggi, hvaða bull er þetta eiginlega? Okkur vantar meiri breidd í þetta lið og við fáum Zenden ókeypis. Hvernig getiði mögulega verið fúlir yfir þessu. Vilduði frekar að Vladimir Smicer væri áfram hjá okkur? Ef við lítum þetta á sem bein skipti, þá er þetta fullkomið.

  Gleymum því líka ekki að Harry Kewell er þarna fyrir á vinstri kantinum og við vitum öll hvað hann getur. Núna er hann búinn að fara í aðgerð og verður vonandi laus við meiðslin, sem hafa plagað hann síðustu tvö ár. Það væri að mínu mati glórulaust að kaupa vinstri kantmann fyrir margar milljónir punda þegar við erum nú þegar með í hópnum mann, sem gæti vel verið einn af fimm bestu vinstri kantmönnum í heimi.

  Einsog ég sagði áður, þá eru þetta frábær kaup. Það er ekki margir 28 ára leikmenn með getu á borð við Zenden, sem við getum fengið *ókeypis*.

 10. Síðan hvenær var Zenden vinstri kantmaður Einar? Og hvað Kewell getur í dag er ekkert miðað við hvað hann gat í den. Sorglegt, en svona er það bara.

 11. Zenden er vinstri kantmaður, Aron.

  Og Harry Kewell var meiddur allt síðasta tímabil og hluta tímabilsins þar áður. Ótrúlegt en satt, þá var hann ekki jafngóður meiddur og þegar hann var heill.

 12. Ég skil ekki vælið í sumum hérna. Þetta eru fín kaup og auka breiddina í hóp Liverpool. Mér líst mjög vel á þessi fyrstu kaup Benitez.

  Aron, sástu Zenden ekki spila t.d. með Barcelona og hollenska landsliðinu þegar hann var frábær á vinstri vængnum?

 13. Einar :

  Það skiptir mig nú ósköp litlu máli hverja Liverpool kaupir eða ekki. Sagði bara að mér þætti þetta lykta af meðalmennsku 🙂

  Hvað er guttinn annars að skrifa undir langan samning? 1 ár, 2 ár?

 14. Það var nú engin djúp meining í þessu hjá mér Einar, maður er bara orðinn svo meiðslamóðursjúkur eftir síðasta season. Annars voru meiðsladísirnar að daðra töluvert við hann hjá Chelsea:

  “Zenden made his debut in a 1-1 home draw with Newcastle United, and marked it with a goal after only eight minutes. But the rest of Zenden’s debut season at Stamford Bridge was dogged by injury and he would make only 32 appearances, with just 18 of those from the start.”

  Vonum bara að hann haldi þessu “leikjarunni” áfram hjá okkur sem hann er á.

  ps. hann var kominn með svarta beltið í júdó þegar hann var 14 ára……ekki að það komi neinu við, rakst á þetta einhversstaðar 🙂

Speedy Gonzales

Pellegrino til Alaves