Owen ekki til sölu

Það er kannski dálítið skrítið, en ég var verulega feginn þegar ég las þessa frétt: [Madrid dismiss Owen exit rumours](http://news.bbc.co.uk/sport1/hi/football/europe/4636173.stm).

Arrigo Sacchi hefur neitað því að Michael Owen sé til sölu og segist ekki hafa fengið tilboð frá Chelsea. Þar sem það virtist vera nokkuð ljóst að Liverpool hafði ekki hug á að blanda sér í baráttuna um Owen, þá fannst mér það vera besta staðan að hann myndi halda áfram hjá Real Madrid.

Það er svona rétt þolanlegt að sjá Owen hjá Real (myndi náttúrulega frekar vilja hafa hann hjá Barca), en það yrði óbærilegt að sjá hann spila fyrir Chelsea, Man U eða Arsenal.

2 Comments

  1. Þar er ég sammála þér Einar Örn.

    Ég myndi leggjast í nokkra daga þunglyndi ef Owen kæmi aftur í ensku PL og færi eitthvert annað en til okkar.

    Sérstaklega Chelsea……..yuuukkkkk 😡

  2. Ég myndi held ég helst geta umborið það að hann færi til Newcastle af öllum þeim ensku liðum sem hafa verið nefnd til sögunnar.

Nýr framherji LFC á mynd:

4 nýjir leikmenn fyrir næsta miðvikudag?