Kirkland til W.B.A.

Jæja, þá er “Herra Meiðsli” búinn að mæta á [fyrstu æfinguna sína hjá W.B.A.](http://www.wba.premiumtv.co.uk/page/News/NewsDetail/0,,10366~679638,00.html) en þar verður hann í láni út leiktíðina.

Annars, þá á fyrrverandi Man U maðurinn Bryan Robson [kvót dagsins](http://news.bbc.co.uk/sport1/hi/football/teams/w/west_bromwich_albion/4622195.stm)

>”Chris Kirkland is a top quality keeper who forced his way into the England squad and was then **just a bit unlucky with injuries**.”

*Just a bit unlucky?*

Kirkand er án efa óheppnasti leikmaður í heimi. Hann er fullkomlega ófær um að spila 4 leiki í röð án þess að meiðast. Ég held að þetta sé jinx útaf veðmálinu, sem pabbi hans setti á að hann myndi spila með enska landsliðinu. Alltaf þegar Kirkland er nálægt því að spila, þá meiðist hann.

En vonandi nær Kirkland sér á strik, svo að við fáum einhvern pening fyrir hann þegar við seljum hann. Ég þori að veðja nokkuð háum upphæðum um að Kirkland verði aldrei aðalmarkvörður Liverpool.

2 Comments

  1. málsverður á Serranto?

    öllu gríni sleppt þá er ég þér sammála… og ég leyfi mér efast um að hann spili aftur fyrir Liverpool… en vonandi stendur hann sig og við fáum einhvern aur í kassann…

  2. aha..coming from a man who´s been “abit unlucky” with injury himself! :laugh: Man ekki betur en að Bryan Robson var meiddur hálfan ferilinn og það var ekki sá líkamshlutur sem ekki var meiddur!

4 nýjir leikmenn fyrir næsta miðvikudag?

Nýr táningur (uppfært: STAÐFEST)