Stelios til Liverpool?

387009.jpegJæja, þá er loksins eitthvað að frétta. Sky Sports [segja að Liverpool hafi boðið Bolton 1,2 milljón punda](http://skysports.planetfootball.com/Article.asp?id=287490) í kantmanninn Stelios Giannakopoulos.

Við höfum heyrt óljósar fregnir af áhuga Liverpool á þessum leikmanni, en núna herma fregnir frá Grikklandi víst að Liverpool hafi boðið í hann. Stelios á ár eftir af samningi sínum við Bolton.

Fyrir nokkrum vikum [hélt Stelios því fram](http://www.clubcall.com/vsite/vcontent/content/transnews/0,10869,5034-143501-19728-27811-174240-11681-5024-layout104-160717-news-item,00.html) að Liverpool hefðu áhuga á honum. Hann hefur þó lítið tjáð sig um áhuga liðsins, enda hefur ekkert fast legið á borðinu. Kannski þangað til núna.

Stelios var einn allra besti maður Bolton liðsins í fyrra og skoraði 7 mörk í ensku deildinni. Luis Garcia er eini miðjumaðurinn hjá Liverpool, sem skoraði fleiri mörk í deildinni en hinn þrítugi Grikki.

Stelios er alls ekkert risa nafn í boltanum, en eru þetta svo vitlaus kaup? Ég hef ekki séð nóg af Bolton í vetur til að dæma hann, en af þeim leikjum, sem ég sá með því liði þá var hann svo sannarlega einn besti maður liðsins. Það er spurning hvort það tímabil hafi verið einstakt hjá honum. Stelios hefur til að mynda ekki verið fastamaður í gríska landsliðinu.

Rúm milljón pund fyrir leikmann, sem hefur staðið sig vel í enska boltanum, er ekki svo mikill peningur. Ég held að Rafa hugsi Stelios alls ekki sem lykilmann í liðinu, en hann myndi sannarlega auka við breiddina í hópnum og hann myndi bjóða uppá nýja vídd þegar liðið þarf að sækja. Miðað við frammistöðu Stelios á síðasta tímabili hjá Bolton þá tel ég allavegana að hann sé muuuun betri kostur til að hafa á bekknum en til dæmis menn einsog Vladimir Smicer.

En það verður athyglisvert að fylgjast með því hvort eitthvað sé til í þessum sögum.

11 Comments

 1. Ég sé kaup á Stelios fyrir mér á sama hátt og ég sé samning við Zenden fyrir mér = til að auka breiddina í hópnum. Stelios er góður, hann á kannski misjafna leikdaga en hann berst alltaf 100% fyrir liðið og hefur sérhæft sig í að skora mikilvæg mörk, bæði fyrir Bolton og gríska landsliðið síðustu tvö árin.

  Fínt ef af þessu yrði.

  p.s.
  Stelios Giannakopoulos? Það er bara víst risanafn :biggrin:

 2. Til að bæta árangur Liverpool í deildinni er skynsamlegt að fá til sín leikmenn sem hafa reynslu af henni. Stelios hefur spilað með Bolton síðasliðin ár, hann myndi eflaust auka breiddina hjá Liverpool og milljón Pund er ekki mikið fé.

 3. vitið þið eitthvað hvenær er von á fréttum um hvaða leikjum verður breytt og hvaða ekki :confused:

 4. Mér líst bara nokkuð vel á þetta. Eins og flestir eru sammála um þá er 1,2 (ekki Danny) mills ekki mikið fyrir svona leikmenn. Mér fannst hann alltaf sprækur þegar ég sé Bolton í fyrra.

 5. Leikmann (bróðir Lehmann?) ætlaði ég nú að segja. Evrópumeistari 2004, fastamaður í liði sem var að berjast um meistaradeildarsæti í ár. Alls ekki svo galið, langt því frá.

  Signum hann bara!

 6. Mér finnst ekkert vit í því að kaupa varamenn. Ég vil aðeins að séu keyptir heimsklassaleikmenn og að ungir og efnilegir leikmenn fái að verma bekkinn (með hinum heimsklassaleikmönnunum sem komast ekki í liðið). 🙂

 7. Grikkinn gæti orðið eftirlæti allra Liverpoolaðdáenda, bara útaf nafninu. GiannaKOPolus… Gríska orðið kopolus er nefnilega bein þýðing á engilsaxneska orðinu kopite… :biggrin:

  En þó að það tengist ekki umræðuefninu þá er ég sammála Ásgrími: Veit einhver hvenær endanleg leikjaniðurröðun (sjónvarpsniðurröðun) er klár? Mann er farið að klæja í puttana að panta sér ferð til Englands.

 8. Stelios er enginn “varamaður”. Hann er Evrópumeistari með Grikkjum, margreyndur leikmaður sem hefur leikið í nokkrum af sterkustu deildum Evrópu (Ítalíu, Grikklandi, Englandi) auk þess sem hann er vel kunnugur öllum hnútum í hinni hröðu, ensku Úrvalsdeild. Hann hefur sannað hvers hann er megnugur gegn enskum liðum, þannig að við vitum án alls vafa að hann getur spjarað sig gegn enskum vörnum.

  Hann er enginn Joaquín en hann er ótrúlega góður kostur fyrir aðeins 1m punda. Áttið ykkur á því að kaup á Stelios þýða ekki endilega að enginn annar kantmaður komi til Liverpool. Ef við fengjum Stelios á eina milljón og Zenden frítt, og keyptum síðan líka Galletti frá Zaragoza á 3-5 milljónir og jafnvel líka Mark Gonzalez á láni frá Albacete, þá eru það fjórir mjög, mjög mjög góðir vængmenn sem myndu styrkja liðið og breiddina alveg gríðarlega mikið.

  Rafa er ekki aðeins að kaupa til að styrkja byrjunarliðið sitt í sumar. Hann er kannski að eltast við Reina, Milito, Kuyt, Essien, Galletti og fleiri stór nöfn í sumar … en hann er líka að eltast við menn eins og Zenden, Stelios, Gonzalez og fleiri til að auka breiddina.

  Við viljum einfaldlega vera öruggir um að lenda aldrei í sömu aðstöðu og við lentum í síðasta vetur – þar sem Rafa hafði oft á tíðum aðeins úr einum vængmanni (García) og einum framherja (Baros) að velja. Gegn Boro á útivelli í nóvember í fyrra gat Rafa ekki notað einn einasta framherja, þeir voru allir meiddir, og því þurftu Kewell og García að vera framherjar og kantarnir að vera mannaðir með miðjumanni og bakverði. Skiljanlega voru okkar menn mjög, mjög, MJÖG bitlausir í þessum leik.

  Slík staða má einfaldlega ekki koma upp aftur. Aldrei. Því er mikilvægt að ekki aðeins festa kaup á einum eða tveimur heimsklassa-miðjumönnum heldur einnig að kaupa menn eins og Stelios, Zenden og fleiri.

  Breidd. Ekki 11-manna Championship Manager-draumalið. Breidd er það sem vinnur titla.

 9. svo ekki sé minnst á það að við verðum að keppi 6 keppnum og tímabilið í ár verður 10 mánuðir…
  það verða að vera til menn til að manna liðið allt árið… ekki bara “heimsklassa” menn…

Ha? Gæti Ian Rush spilað fyrir TNS?

Evra verður áfram hjá Monaco