Total Network Solutions

Jæja, við [fengum draumliðið](http://www.liverpoolfc.tv/news/drilldown/N149161050624-1109.htm), TNS frá Wales í Meistaradeildinni. Þannig að Liverpool þarf bara að fara í tveggja tíma rútuferð fyrir leikinn.

Gott mál!

Ef Liverpool kemst áfram, þá munu þeir mæta annaðhvort HB Þórshöfn frá Færeyjum, eða meisturunum frá Litháen, FBK Kaunas í annarri umferð.

5 Comments

 1. Já mér finnst þetta alveg frábært. Ekki það að TNS verði auðveldari en önnur lið í þessari um ferð – Liverpool á hvort eð er að sópa öllum þessum liðum til hliðar, annað er óhugsandi – heldur eru það bestu fréttirnar að við hefðum ekki mögulega getað beðið um lið sem er nær okkur, landafræðilega séð.

  Svo er bara sniðugt að fá að spila alvöruleik á Þúsaldarleikvellinum í Cardiff, áður en Arsenal og Chelsea spila þar í ágúst. Þetta verður ágætis upphitun fyrir aðra umferðina í forkeppninni, og svo byrjunina á deildinni.

  Líst vel á þetta! :biggrin:

 2. Þetta er bara gott mál að mæta Total Network Solutions, skot túr til Wales.

  Ég er bara feginn að þurfa ekki að mæta Price Waterhouse Coopers :laugh:

 3. Hey, svo er það Þórshöfn.. Við verðum að biðja guð um að hjálpa þeim. Þá er náttúrulega hópferð til Færeyja. Ekki spurning.

 4. Nema uefa hafi breytt reglum, eða veiti undanþágu, þarf Liverpool að vera komið til Wales ekki síðar en daginn fyrir leik…
  Sumsé hótelgisting. United lenti í þessu gegn Wrexham um árið.

Diarra seldur

Fyrstu kaup sumarsins: Antonio Barragan