Leikjalisti

Jæja, listinn yfir leiki vetrarins í enska boltanum er kominn. Ekki byrjar tímabilið vel, því í fyrsta leik förum við á Riverside að spila við Middlesboro, þar sem við höfum oft tapað.

Official heimasíðan er með [lista yfir alla leiki vetrarins](http://www.liverpoolfc.tv/news/drilldown/N149153050623-1000.htm)

Fyrsti stórleikurinn er gegn Arsenal á Anfield, 27.ágúst, Man U kemur á Anfield 17.september og Chelsea 1.október. Þannig að í fyrstu átta umferðunum þá spilum við við Chelsea, Man U og Arsenal, öll á Anfield. Það verður fjör 🙂

4 Comments

  1. Leiknum á móti Arsenal verður frestað vegna þess að Liverpool er að spila í Mónakó daginn áður…

    Annars fer næsta vertíð vel í mig. Það þarf bara að komast á hreint hverjir koma til okkar….

  2. Mér finnst jákvætt að við skulum mæta þessum stóru liðum svona snemma.

    Ég held nefninlega að vegna undirbúnings Liverpool fyrir mótið, með þátttöku í undankeppni CL, muni liðið koma með krafti inn í tímabilið.

  3. Hvernig er það. Er hægt að sjá leikina í undankeppninni?? Verða þeir sýndir?

  4. Það er ekkert komið í ljós með það ennþá en ég trúi ekki öðru en að Sýn sýni beint frá leikjum FH, sem myndu væntanlega fara fram sama kvöld, og því er líklegt að menn gætu þurft að kíkja á Players til að sjá þetta á ensku stöðvunum.

Er Dirk Kuijt á leiðinni? (uppfært: líklega!)

Rafa: Reina eeeer að koma