Meira um Meistaradeildina

[Ágætis grein](http://news.bbc.co.uk/sport1/hi/football/europe/4118726.stm) á BBC, þar sem tekið er fram hvernig hlutunum verður hagað í Meistaradeildinni ef að Liverpool kemst áfram í riðlakeppnina.

Basically, þá getum við dregist gegn Everton í þriðju umferð undankeppninnar, en ekki Man U.

Í sjálfri riðlakeppninni gætum við dregist gegn Chelsea, þar sem þeir eru í öðrum styrkleikaflokk og Everton, þar þeir eru auðvitað í neðsta flokki.

Liverpool er hins vegar í efsta styrkleikaflokki og því mun liðið EKKI lenda á móti eftirfarandi liðum: Real Madrid, AC Milan, Barcelona, Inter Milan, Arsenal, Man U og Bayern Munich.

3 Comments

 1. Mér finnst alltaf jafn ótrúlegt að hugsa til þess að Internazionale séu í efsta styrkleikaflokki, en Juventus ekki.

  Það eru náttúrulega sterk lið í öllum styrkleikaflokkum þegar inn í riðlakeppnina er komið, en eins og staðan er í dag hræðist ég bara tvö lið sem við gætum dregist á móti í allri þessari keppni: Chelsea og Juventus. Veit sem er að Rafa myndi klára öll önnur lið í riðlakeppni, hef fulla trú á því.

  Hins vegar… er ég sá eini sem er eilítið óttasleginn við þá tilhugsun að mæta Everton í 3. umferð forkeppninnar í ágúst? Það yrði nefnilega bara svo týpískt að við myndum mætast og þeir myndu slá okkur út! Það væri alveg týpískt. Ég veit ekki, örlítill hluti af mér er nokkuð hræddur við þá tilhugsun…

 2. Það verða að teljast góðar fréttir. ágætt að vera laus við stóru risana, enda erum við einn af þeim :biggrin2:

  En hvernig er það með ykkur Liverpool áhangendur, eru þið ekkert að verða bilaðir á þessari fréttalausu bið. það er farið að styttast óhuggulega í fyrsta leik og ekkert að gerast.

 3. Persónulega er ég ekkert að verða bilaður á þessu. Frekar að flýta sér hægt og vanda valið. Treysti núverandi hópi fullkomlega til að klára þessar fyrstu tvær umferðir. Aðal málið er að vera komnir með liðið klárt fyrir 3ju umferð Meistaradeildarinnar.

  Það er einnig afar líklegt að mikið sé að gerast á bakvið tjöldin þegar kemur að leikmannamálum. Ekki er útilokað að nú þegar sé búið að klára einhverja “díla” þó svo að við höfum ekki hugmynd um þá. Mér finnst persónulega afar gott að vita það að menn halda spilunum þétt að sér í þessum málum. Í næstu viku kemur liðið saman, og ekki er ólíklegt að ný andlit verði kynnt til sögunnar þá.

Dregið í Meistaradeildinni

Er Dirk Kuijt á leiðinni? (uppfært: líklega!)