Jerzy vill vera áfram

Úrslitaleikurinn í Meistaradeildinni hefur sennilega gefið Jerzy Dudek aukið sjálfstraust, því þrátt fyrir að Liverpool séu að kaupa Jose Reina (menn segja að það klárist 1.júlí), þá heldur hann því óhræddur fram að hann muni verða áfram hjá liðinu til að berjast um sæti sitt.

Jerzy [segir](http://itv-football.co.uk/Teams/Liverpool/story_155259.shtml)

>”I am not afraid that the new goalkeeper will make problems for me. Every year it is difficult to be in the line-up, and it will be the same next season.”

Ok, gott og vel. Ég bjóst ekki við að hann myndi bara leggjast á gólfið og viðurkenna ósigur þegar heyrðist af kaupunum á Reina.

Eeeeen, segjum sem svo að Benitez kaupi Reina, vill Rafa þá ekki losna við Dudek? Breytir það einhverju þótt Dudek vilji verða áfram? Eigum við þá að vera með Carson, Reina ooog Dudek (og Kirkland, nema okkur takist að lána hann).

Við Kristján höfum margoft tjáð þá skoðun okkar að við vildum sjá nýjan markvörð, því við treystum ekki Dudek. Markvarsla frá Shevchenko og tvær varðar vítaspyrnur breyta því EKKI. Dudek hefur áður staðið sig frábærlega í úrslitaleikjum, en hann er einfaldlega ekki nógu stabíll til að standa í Liverpool markinu allan veturinn. Maður á til að gleyma öllu því slæma bara útaf úrslitaleiknum, en ég er viss um að Rafa gerir sig ekki sekan um þau mistök.

Ef Reina kemur, þá er ekki pláss fyrir Dudek. Að mínu mati er það svo einfalt. Það er kannski ekki mjög sanngjarnt fyrir Jerzy, en ég meina hei. Cudicini hafði leikið frábærlega fyrir Chelsea, en menn létu þó ekki tilfinningasemi yfirtaka sig og Chelsea keyptu Chech, sem hefur leikið enn betur. Að mínu mati eiga Carson og Reina að slást um markvarðastöðuna hjá Liverpool á næsta tímabili.

3 Comments

  1. Við viljum enga meðalmennsku í Liverpool. Þetta er Liverpool, og það á að vera allt fyrsta flokks, leikmenn, þjálfarateymi og aðstaða!!

  2. Já ég personulega vill að Dudek verði áfram hjá Liverpool og vona að hann verði markmaðu Nr. 1 hjá liðinu. En ég vill þakka fyrir að minnast á heimasíðu okkar, í síðustu færslu.

Annað L’Pool blogg

Hausttískan