KopTalk: Baros sveik Rafa!

Fyrir u.þ.b. ári síðan, þegar ég og Einar vorum að stofna þessa síðu, ákváðum við í sameiningu að kaupa okkur aðgang að fréttaþjónustu KopTalk.com, sem er í eigu Duncan Oldham – einhvers hataðasta Liverpool-aðdáanda netsins. Ég hafði reyndar aldrei skilið hatrið á honum, né fengið nógu góð svör fyrir þeim á netinu. En ljóst var að það mátti vart minnast á manninn á öðrum Liverpool-vefsíðum án þess að fá á sig flóðbylgju reiðisvara.

Ég átti eftir að læra af hverju. Þar sem lénið sem við notum fyrir þessa Liverpool-bloggsíðu okkar er í eigu Einars og hann greiðir fyrir það (eoe.is er persónulega lénið hans Einars) ákváðum við að ég myndi taka að mér að greiða fyrir aðgang að KopTalk.com. Sem ég og gerði, og minnir að það hafi kostað 3.700kr síðasta sumar, sem ég greiddi með kreditkorti.

Það eru liðnir tæplega 13 mánuðir síðan ég greiddi þennan aðgang, og ég er búinn að senda tölvupóst á alla mögulega tengiliði KopTalk.com til að reyna að fá þetta í gegn. En ég hef ekki enn fengið einkaaðgang – og þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir fékk ég ekki endurgreiddan 3700-kallinn minn þegar KopTalk loksins opnaði fyrir almenningi á ný í september s.l. Nú geta allir farið inn á fréttamiðstöð KopTalk án þess að þurfa að greiða krónu – en ég er enn 3.700kr fátækari. Þið sem stundið NewsNow-fréttamiðilinn reglulega vitið að KopTalk eru frægir fyrir að búa til óljósar æsifyrirsagnir þar, í þeim tilgangi að fá sem flesta til að smella á tengilinn og heimsækja síðu sína. Því fleiri heimsóknir á síðu þeirra daglega, því meiri tekjur fyrir Duncan Oldham.

Þannig að ég segi nú sömu sögu og nærri því allir aðrir Liverpool-aðdáendur sem stunda netið reglulega: Duncan Oldham er fáviti, og ég geri það að persónulegu markmiði mínu að smella aldrei á fyrirsagnir hans á NewsNow-vefnum né heimsækja KopTalk yfir höfuð.

En áðan gat ég ekki staðist mátið, þegar ég sá þessa hérna fyrirsögn: LIVERPOOL MISS OUT ON 10m THANKS TO BAROS!

Ég mun ekki linka á þessa frétt héðan. Þið sem viljið lesa hana í heild sinni verðið að finna hana sjálf. En meðal þess sem ritstjóri KopTalk – fyrrnefndur Duncan Oldham – hefur um þá ákvörðun Milan Baros að verða kyrr að segja, er þetta hér:

>”The decision by Milan Baros to snub a transfer to French outfit Lyon means the club will miss out on £10million, which was what Gerard Houllier was prepared to splash out for the striker.”

>”The decision by Baros to snub Lyon will certainly leave Rafa fuming as he was concentrating on using the revenue from the sale to help fund the Kuyt transfer.”

Til að byrja með, þá tekur Oldham að sér að segja okkur hvað Rafa Benítez persónulega finnist – eins og þeir séu tengdir með hugsanaflutningi. Hvað í fjandanum veit þetta fífl um það hvort Rafa er sáttur/ósáttur við ákvörðun Milan Baros?

Nú, og eins og það sé ekki nógu slæmt, þá er hann í raun að segja þetta hér með frétt sinni: Drullastu í burtu Milan, svo að við getum notað peninginn fyrir þig til að kaupa nýjan framherja sem er alls óvíst hvort muni spila jafn vel fyrir Liverpool og þú!

Þetta er svo mikil óvirðing, svo mikil ókurteisi, að það hálfa væri nóg. Hvað veit hann um það nema Baros vilji virkilega berjast fyrir sæti sínu hjá Liverpool? Hvað veit hann nema Baros hafi haft samband við Rafa og sagt honum að hann sé ‘team player’ og vilji gera það sem hann getur til að hjálpa Liverpool næsta vetur?

Jújú, kannski ætlar Baros sér að “svíkja” klúbbinn og fara frítt næsta sumar. En það er ekki málið. Málið er að Duncan Oldham veit ekkert um það frekar en við, hvað Baros ætlast fyrir … né hvað Rafa Benítez finnst um þessa ákvörðun hans!

Djöfulsins peningaplokkari og leiðindaseggur, þessi Duncan Oldham lætur jafnan eins og leikmenn Liverpool skuldi honum persónulega einhverja kurteisi og undirgefni. Ég hef aldrei kynnst sama hroka hjá neinum Liverpool-penna á netinu, og þessi vitleysingur sýnir.

En já, aðalmálið er það að við eigum ekki pening til að kaupa Kuyt og það er allt Milan Baros að kenna! Skítt með það þótt hann hafi skorað 14 mörk fyrir okkur á síðasta tímabili og unnið ótrúlega gott starf fyrir liðið þrátt fyrir að lenda í áður-óséðri markaþurrð í hálft ár! Haldið þið að Luis García hefði skorað sigurmarkið gegn Chelsea ef ekki hefði verið fyrir frábæra vinnu og flott hlaup hjá Baros? Hefðum við unnið Leverkusen heima og úti án hans? Hefðu Smicer, Gerrard og Alonso getað skorað mörkin gegn Milan ef Baros hefði ekki verið inná til að halda varnarmönnum Milan uppteknum? Átti hann ekki glæsilega hælsendingu á Gerrard þegar brotið var á fyrirliðanum í jöfnunarmarkinu?

Nei, þetta er allt Milan Baros að kenna! Duncan Oldham er búinn að ákveða að sá tékkneski þurfi að fara og því skal allt annað til helvítis fara! Drullaðu þér í burtu, Tékka-skrattinn þinn, svo að Duncan Oldham geti sofið á nóttunni!!!

Aldrei skal ég gerast sekur um jafn hrokafull skrif á þessari síðu og Oldham gerir á sinni. Það er loforð!

Jæja, njótið kvöldsins lesendur góðir! 😉

9 Comments

 1. Já, ég hef oft verið spurður að því af hverju ég fyrirlít Drunk á Kraptalk. Fyrir því eru bara ótal ástæður.

  Ein af þeim er vegna þessa sem þú hefur verið að lenda í Kristján. Peningaplokk. Hann er að nýta sér nafn Liverpool FC í eigin þágu, plokkar peninga af mönnum hægri vinstri, og menn fá ekkert í staðinn. Hann hefur beitt mörgum brögðum í þessu. Svo getur þessi *********** tekið sig til og rakkað einstaka menn niður alveg hægri vinstri.

  Hann þykist vera með Insiders, og að leikmenn séu reglulega að tjá sig við hann, það rétta er að hann hefur engan aðgang að Melwood og það er hlegið að honum í Liverpool borg. Þetta er æsifréttamennska í versta gæðaflokki. Hann er í þessu eingöngu til að ná persónulegum fjárhagslegum gróða með svikum og prettum. 😡

  Gæti haldið áfram í allt kvöld, læt þetta nægja að sinni.

 2. Heh, vissi að það tæki þig ekki langan tíma að kommenta á þessa færslu mína. Við höfum nú oftar en einu sinni deilt sögum af þessu f*fli yfir drykk… :blush:

 3. Ég sé að gengi Liverpool á leikmannamarkaðnum hingað til sé að svekkja miðla og grípa þeir því til þeirra ráða að skapa eithvað upp úr þurru. Geta þeir a.m.k. ekki verið frumlegir og sagt eithvað sem að gaman væri að lesa? Hvað um: “Baros ákveður að berjast fyrir sæti sínu í liðinu þrátt fyrir að nýr framherji, Dirk Kuyt, sé genginn til lið við Liverpool” ?

  p.s.
  Gleðilegan þjóðhátíðardag btw

 4. Jamm, ég var einmitt mjööög hneykslaður á þessari grein. Get ekki alveg séð hvernig það séu svik við Liverpool að hann *vilji áfram* vera hjá liðinu.

  Hvernig er það annars, á Baros ekki meira en ár eftir af samningi sínum við liðið?

 5. Ég ætla að nefna ykkur smá dæmi um hversu mikið fífl fat Dunk er….

  Hann hefur stundað það undanfarinn ár að skrá laus lén með fornöfnum vinsælla LFC vefja.

  Hann er skráður fyrir:
  – ynwa.net (ynwa.tv)
  – talklfc.co.uk (talklfc.com)
  – lfchistory.com (lfchistory.net)

  Þetta eru þau sem ég veit um í augnablikinu, örugglega hægt að finna fleiri.

 6. Eins og góður maður sagði eitt sinn við mig ” Fara bara með svoleiðis menn uppá hauga og skjóta þá ”

  Ég held að þetta eigi vel við þennan gaur!!

  Áfram Liverpool, come on you focking Reds!

 7. Jamm… Koptalk fíflið… Ég las þessa síðu daglega í 2 – 3 ár og þegar honum tókst að skúbba Heskey-kaupunum á sínum tíma (nenni ekki að fara út í það nánar, en honum tókst það vissulega) trúði ég því að það væri hægt að treysta síðunni og keypti ársaðgang að einhverjum forvera núverandi áskriftarþjónustu (þar að auki var hann í bandi við gamla leikmenn sem skrifuðu reglulega + það að sjálfur Paul Tompkins hóf pistlaferil sinn hjá Koptalk og eins og við vitum er frábært að lesa það sem hann hefur fram að færa).
  En svo græddi maður ekkert á þessari áskrift auk þess sem sífellt fóru að koma fleiri dæmi um hvað Duncan Oldham væri mikill asni, sífellt að reyna að plokka peninga og væla um hvað honum gengi illa í einkalífinu og þyrfti á pening að halda – t.d. breyttist áskriftarpakkinn áður en árið sem ég borgaði fyrir rann út, þannig að ekki nýttist sú áskrift lengi… Nú og svo fór hann að rukka inn á almennar fréttir, sem greinilega voru bara viðsnúningur á venjulegum fréttum (eins og t.d. að frétt birtist í fjölmiðlum um að Baros vilji vera áfram og þá er komin fyrirsögn um að Baros svíki 10 M út úr Liverpool). Þannig að… fífl, fáviti, asni o.s.frv…
  Enda fór það líka svo að Tompkins hrökklaðist frá honum eftir eitthvað vandræðamál. Niðurstaðan: ALDREI lesa koptalk!

 8. Ég vil Baros í burtu vegna fótboltans. Hann hentar ekki hjá LFC og hans hugur er ekki hjá okkur.

Reina vill bara Liverpool

STÓRFRÉTT: Gerrard heilsar öðrum knattspyrnumanni!!!