Reina vill bara Liverpool

Greyið umboðsmaður Jose Reina. Hann rembist við að [koma í viðtöl í fjölmiðlum](http://skysports.planetfootball.com/list.asp?hlid=284825&CPID=8&CLID=14&lid=&title=Gunners+in+Reina+frame&channel=Premiership) til að reyna að halda því fram að framtíð Reina sé óviss og að mörg lið komi til greina.

Það kann vel að vera að mörg lið vilji fá Reina, en það er alveg ljóst hvert Reina langar á næsta tímabili. Hann var einmitt í [viðtali á Sky](http://skysports.planetfootball.com/Article.asp?id=285236). Þar segir hann m.a.

>”I know British stadiums from my time with Barcelona and Villarreal. The atmospheres are phenomenal and incredible. My first match at Anfield will be very emotional.

>”Benitez is an excellent coach and I’m convinced that the club’s Spanish players do not get special privileges. It will be terrific to play alongside Xabi Alonso and Luis Garcia.”

Jájá, umboðsmaður Reina má tala eins mikið og hann vill. Það er þó alveg ljóst hvar hugur Jose liggur. Enda hefur hann greinilega góðan smekk 🙂

2 Comments

  1. Þetta er greinilega maður með viti, fáum hann og fáum hann strax í dag

  2. Flott hjá honum, og í dag er Milito að biðla til Liverpool að kaupa sig og í ofanálag er Guti að lýsa því yfir að sig langi til englands.

Verður Baros áfram? (uppfært)

KopTalk: Baros sveik Rafa!