Kuyt, Diouf og Gerrard

Samkvæmt Echo, þá hefur Rafa gert [Dirk Kuyt að sínu aðal takmarki í sumar](http://icliverpool.icnetwork.co.uk/0500liverpoolfc/0100news/tm_objectid=15637244%26method=full%26siteid=50061%26headline=frustrated%2dbenitez%2dto%2dstep%2dup%2dchase%2dfor%2dkuyt-name_page.html). Samkvæmt blaðinu hefur áhugi Benitez á Peter Crouch minnkað mjög eftir að 5 milljón punda boði liðsins var hafnað af Southampton.

Einsog við höfum áður talað um, þá hefur Kuyt sagst hafa áhuga á að spila fyrir Liverpool, þannig að aðalmálið er að Liverpool og Feyenoord komi sér að samkomulagi um kaupverðið.


Diouf er loksins [farinn til Bolton](http://news.bbc.co.uk/sport1/hi/football/teams/b/bolton_wanderers/4550867.stm).


Og samkvæmt Rick Parry, þá eru Liverpool núna tilbúnir til að [setjast að samningsborði með Steven Gerrard](http://icliverpool.icnetwork.co.uk/0500liverpoolfc/0100news/tm_objectid=15638253%26method=full%26siteid=50061%26headline=stevie%2d%2d%2dreds%2dare%2dall%2dset%2dto%2dtalk-name_page.html) til að klára nýjan samning við fyrirliðann okkar. Það er gott mál!

4 Comments

 1. Á Guardian er lítillega ýjað að því að Liverpool muni hugsanlega selja hann í sumar, svo að Benitez geti fjármagnað þessi sumarkaup sín, þar sem hann ku vera á leiðinni að kaupa eftirtalda leikmenn:
  Peter Crouch á £5m
  Gabriel Milito á £6m
  Jose Reina á £6m

  Dirk Kuyt á £10m
  Mark Gonzales, Miguel og Owen Hargreaves.

 2. Ég hélt nú að peningar væru ekki aðaláhyggjuefnið þessi misserin…

 3. Hvað er samt málið með hann Owen. Er enginn að taka mark á þessari frétt um að hann hafi sagst vilja fara til Chelsea ef hann þyrfti að yfirgefa Real. Fyrir mínar sakir er hann alveg búinn að fyrirgera tilverurétti sínum ef svo er.

 4. Mér finnst nú hæpið þetta “samkvæmt einhverjum öðrum hefur Owen sagt Real Madrid svo og svo”

  En hins vegar ef þetta er satt, þá held ég að aðdáun mín á Owen muni minnka *öööörlítið*.

  Það væri ekkert eðlilega erfitt að sjá hann í þessum ljóta bláa búningi. Hann á heima í rauðu.

Til Minnis

Verður Baros áfram? (uppfært)