Essien og Diouf

Jæja, El-Hadji Diouf, stórvinur okkar allra, er við það að [skrifa undir 4 ára samning við Bolton](http://soccernet.espn.go.com/headlinenews?id=335535&cc=5739). Það fylgir þó ekki sögunni hvort Liverpool og Bolton hafi komist að samkomulagi um verð.


Talandi um afríska knattspyrnumenn, þá er umboðsmaður Michael Essien mjög svo málglaður. Essien var einn besti leikmaðurinn í Meistaradeildinni og hefur vakið upp áhuga margra stórliða. Ég hef þó ekki séð hann spila nóg til að mynda mér skoðun.

Allavegana, umboðsmaðurinn segir eftirfarandi:

>”If possible he would prefer to come to England. He speaks English, he likes English football.”
“Chelsea, Liverpool, Manchester United and Arsenal would interest him.”

Jamm og jæja.

Ekki nóg með það, heldur býður hann Liverpool uppá leið til að kaupa hann:

>”For Liverpool there could be a solution because Lyon want Milan Baros and it may be possible to organise for Baros to go to Lyon and Michael to go to Liverpool – and the same for Chelsea with Didier Drogba.”

Kannski væri það ágætis lausn á Milan Baros málunum að nota hann að hluta til uppí kaupverðið á Essien. Miðað við það, sem maður hefur lesið um hann, þá yrði hann vel virði peninganna. En einsog ég sagði, þá hef ég ekki séð nóg. Hann var þó valinn leikmaður ársins í Frakklandi, þannig að maður veit aldrei.

Þjálfari Lyon er svo auðvitað hinn makalausi Gerard Houllier, og hann talar enn um Liverpool sem “við”, þannig að hann vill ábyggilega hjálpa sínum gamla klúbb með því að selja besta leikmann nýja klúbbsins til síns gamla.

4 Comments

 1. Það er einhver náungi á spjallinu á liverpool.is sem að segist hafa öruggar heimildir fyrir því að Rafa ætli að kaupa heila 9 leikmenn í sumar!

  Leikmennirnir eru:

  Luis Figo
  Javier Saviola
  Jose Reina
  Peter Crouch
  Wayne Bridge
  Patrice Evra
  Bolo Zenden
  Gabriel Milito
  Pablo Aimar

  Ef að þetta er satt þá er ljóst að Liverpool verður heldur betur með í baráttunni um titilinn á næsta tímabili :biggrin:

 2. líst vel á þessa leikmenn en tel ljóst að við förum ekki að kaupa tvo vinstri bakverði þ.e. þá W. Bridge og P. Evra… en Evra er velkominn í liverpool…. og afar ólíklegt að við kaupum Saviola og Crouch… en Saviola er velkominn í lfc.

  Hvað varðar hina leikmennina þá eru þeir Figo, Reina, Milito og Aimar hjartanlega velkomnir til okkar….

  Okkur vantar:
  Markmann! – Bakvörð og miðvörð – Sókndjarfan miðjumann og góða kantmenn á báða kantana. Ef við seljum Baros þá vantar einn striker.

 3. Einar,

  Houllier er giftur maður og því alls ekki makalaus :laugh:

  Damn hvað maður er dottinn í aulahúmorinn snemma á morgnanna orðið :rolleyes:

Figo og Stevie G

Gonzalez, Redknapp & Reina