Lyon vilja Baros

Það virðist vera orðið nokkuð ljóst að Milan Baros má leita sér að nýju liði fyrir næsta tímabil. Þar með virðist vera komin regla á að selja uppáhaldsframherjann minn hjá Liverpool á hverju sumri.

Allavegana, Gerard Houllier og Lyon vilja [fá Baros til sín](http://news.bbc.co.uk/sport1/hi/football/teams/l/liverpool/4613533.stm) og hefur forseti Lyon staðfest það:

>”I can confirm that Baros is definitely one of our objectives.

>”Our sporting director Bernard Lacombe and Gerard will watch the Czech Republic against Macedonia this week.”

Þetta verður ekki mikið skýrara. Vanalega þegar svona yfirlýsingar koma, þá myndi koma yfirlýsing frá Liverpool um að viðkomandi leikmaður sé ekki til sölu. En hingað til hefur ekkert heyrst frá Liverpool.

10 Comments

  1. Alltaf verið hrifinn af Baros fyrir það hversu áræðinn hann er en núna á seinni hluta þessarar leiktíðar hefur hann virkað týndur. Vona að við reynum að finna enskan sóknarmann í staðinn t.d. Defoe.

  2. ég er að tala um það sem þú segir sjálfur. að við ættum að fá Defoe. er ekki sammála því :rolleyes:

  3. vona að Baros fái eitt tímabil í viðbót. Uppáhalds framherjinn minn þó að hann sé alveg hættur að skora :biggrin: 😡

  4. vona að Baros fái eitt tímabil í viðbót. Uppáhalds framherjinn minn þó að hann sé alveg hættur að skora :biggrin: 😡

  5. Baros er alveg steiktur í fjölmiðlunum og við seljum hann núna pottþétt… fáum fínan prís fyrir hann og vonandi kaupum alla aðra en Crouch… sama hvað menn tala fallega um hann og að hann geti nýst okkur svona bla bla… Núna eigum við bara að kaupa toppleikmenn… hættum þessari Houllier meðalmennsku…

    Annars treysti ég Rafa fyrir þessu öllu saman (nema hann má ekki kaupa Crouch)! Eru ekki örugglega allir að ná því að ég vil ekki fá þessa súlu í félagið okkar…

  6. Furðulegt að Houllier þarf að láta horfa á Baros þar sem að hann keypti hann eftir að hafa látið horfa á hann eins og 20 dollara hóru hérna forðum. Sýnir bara að karlinn er ennþá ruglaður! Vonandi fáum við 20 milljónir frá honum fyrir hann…kæmi mér ekki á óvart!

  7. Ég er alveg inn á þeirri línu að selja Baros. Mér finnst hann ekki hafa verið að standa sig sem skyldi í vetur, hreinlega valdið mér vonbrigðum. Súluna vil ég alls ekki fá í Liverpool!

  8. Ég alveg dýrka Baros, vona að hann verði ekki seldur:( Óþolandi þegar uppáhalds dúddarnir manns eru seldir.

Draumórar…

Meira um Meistaradeildina