Draumórar…

Ég er með mjög virkt ímyndunarafl. Mér þykir gott að loka augunum, því þá get ég séð sjálfan mig sem mikilvægasta mann í heimi. Ég er fallegastur, bestur, mestur og frábærastur og á 50 eiginkonur, sem eru einmitt 50 fallegustu konur í heimi!

Já, það er gott að láta sig dreyma. Þess vegna líkar mér illa fólk sem að virðist gera sitt besta til að eyðileggja draumóra mína.

Eins og Raúl Gonzalez. Hann er ekki á leiðinni til Liverpool. Þar fóru þeir draumórar, og mér líkar því illa við Raúl…

Ojæja. Snúum okkur aftur að Peter Crouch, býst ég við.

2 Comments

  1. vel má vera að það sé fullmikil bjartsýni að ætlast til að fá Raúl en Crouch? NEI TAKK get ekki ítrekað þetta nógu mikið.

Owen og Ewing

Lyon vilja Baros