Meira um Jose og markverðina

Jose Reina er svo gott sem [búinn að staðfesta](http://news.bbc.co.uk/sport1/hi/football/teams/l/liverpool/4605641.stm) það að hann komi til Liverpool innan tíðar.

Ég verð samt að játa það að ég hafði ekki hugmynd um það að [Jose Ochotorena](http://www.liverpoolfc.tv/team/squad/ochotorena/), markvarðaþjálfari Liverpool er líka markvarðaþjálfari spænska landsliðsins. Hann þekkir því væntanlega mjög vel til Reina. Reina [segir hins vegar í viðtali](http://www.marca.com/edicion/noticia/0,2458,638008,00.html) að hann hafi ekki talað um Liverpool við Ochotorena, heldur einungis um verkefnin framundan hjá spænska landsliðinu.

Jerzy Dudek segist hins vegar [ekki geta hugsað](http://skysports.planetfootball.com/list.asp?hlid=282203&cpid=8&CLID=14&lid=&title=Dudek+set+for+Reina+fight&channel=Premiership) sér að fara frá Liverpool í sumar.

Þetta verður athyglisvert. Jose Ochotorena veit greinilega allt um Jose Reina og það væri ólíklegt að Benitez væri að kaupa hann nema til að hafa Reina sem okkar aðalmarkvörð á næsta tímabili. Því er spurningin hvað gert verður við hina markverðina þrjá. Þetta er mín tillaga: Selja Dudek til Feyenoord. Lána Kirkland til einhvers liðs í Úrvalsdeildinni, svo hann geti sannað sig (ef við myndum selja hann í dag fengjum við ekki krónu fyrir hann). Halda svo Scott Carson og Jose Reina.

Ég held að Benitez gæti verið sammála mér.+

**Viðbót (EÖE)**: Hérna eru nokker komment [frá Reina á official síðunni](http://www.liverpoolfc.tv/news/drilldown/N149026050603-0951.htm).

5 Comments

  1. Jamm, ég er sammála þessu líka. Kirkland þarf að fá að spila sig í form, er ekki tilbúinn að afskrifa hann alveg strax, og þætti því frábært ef hann gæti fengið að fara til W.B.A. á láni eins og Bryan Robson er að reyna.

    Talandi um slúður: Matthew Upson neitar nýjum samningi Birmingham … þannig að það lítur allt út fyrir að hann sé á leið frá þeim. 🙂

  2. Ok, kallið mig svartsýnan en ef Carson og Reina meiðast, hvað gerum við þá.
    Held að það sé NAUÐSYN að hafa “recall” klásúlu á Kirky því annars erum við í vandamálum.

Zenden slúðrið magnast

Pistill frá Paul Tomkins