Crouchy ákveður sig í vikunni!

crouchy.jpgEinar Örn: OK, dragið djúpt andann.

Og aftur.

Og segið svo við ykkur 10 sinnum:

Rafa gerði okkur að Evrópumeisturum
Rafa gerði okkur að Evrópumeisturum
Rafa gerði okkur að Evrópumeisturum
Rafa gerði okkur að Evrópumeisturum
Rafa gerði okkur að Evrópumeisturum
Rafa gerði okkur að Evrópumeisturum
Rafa gerði okkur að Evrópumeisturum
Rafa gerði okkur að Evrópumeisturum
Rafa gerði okkur að Evrópumeisturum
Rafa gerði okkur að Evrópumeisturum

Þá ættu allir að vera vel undirbúnir til að [lesa þessa frétt](http://icliverpool.icnetwork.co.uk/0500liverpoolfc/0100news/tm_objectid=15584838%26method=full%26siteid=50061%26headline=rafa%2deyes%2dbig%2dman-name_page.html)


Kristján Atli: Ef einhver hefði spurt mig eftir síðustu umferðina í Úrvalsdeildinni í vor, hvaða enska leikmann mig langaði minnst af öllum að sjá Rafael Benítez kaupa, þá hefði ég getað svarað án þess að hugsa mig um: Peter Crouch hjá Southampton!

Peter Crouch. Úff, þessi hávaxnasti útispilari deildarinnar (held að bara markvörður Portsmouth sé stærri) gæti verið á leið til Liverpool. Chris Bascombe, sem skrifar fyrir Liverpool Echo og hefur eins mikil innherjasamtök innan klúbbsins og nokkur fréttamaður gæti haft, skrifar í dag grein í Echo: Rafa eyes big man!

Þarna segir Bascombe að Peter Crouch muni ræða við Harry Redknapp í þessari viku, og að Redknapp-pabbinn ætli að reyna í síðasta sinn að fá “Crouchy” til að vera um kyrrt hjá Southampton. Ef tekið er tillit til þess að við fallið minnkuðu vikulaunin hans um 50% – úr 8,000 pundum niður í skitin 4,000 pund – og þess að Crouchy er nýbúinn að brjótast í enska landsliðið og veit að hann heldur sér ekki þar með spilamennsku í neðri deildunum, þá finnst mér gríðarlega líklegt að sá stóri segi Harrý að hann vilji fara.

Sem þýðir, skv. Bascombe, að Rafa Benítez muni stökkva til og bjóða fimm milljónir punda í þennan asnalegasta leikmann Úrvalsdeildarinnar!

En af hverju endilega Crouchy? Af hverju er hann svona spes, þess verður að spila fyrir Liverpool FC? Ég var svo hissa og reiður þegar ég frétti þetta fyrst, en svo fór ég að spá. Ég veit að Rafael Benítez hefur miklu meira vit á þessu en ég, og ég veit að Sven Göran Eriksson valdi þennan strák ekki í landsliðið að ástæðulausu. Og ég hann leggja upp mark fyrir Michael Owen gegn Kólumbíu á þriðjudaginn, mjög vel gert. Þannig að ég hef síðan ég frétti þetta spurt mig: Er eitthvað að fara framhjá mér? Hef ég verið of dómharður á Crouchy, bara vegna þess að hann er slánalegur og asnalegur á að líta á knattspyrnuvellinum?

Maður verður að kunna að viðurkenna þegar maður hefur rangt fyrir sér. En vandinn er bara sá að ég hef séð Crouchy spila oft, með Portsmouth og svo Aston Villa – einhver lélegustu kaup í sögu þess klúbbs – og svo loks með Southampton, þar sem hann virtist loksins sýna af hverju hann var í yngri landsliðum Englendinga. En engu að síður, þótt hann hafi skorað nokkur með Southampton og leikið sérstaklega vel gegn Everton – í leiknum sem ég horfði á á sportbar í miðbæ Liverpool-borgar í febrúar – þá er ég samt engu nær um það af hverju hann gæti verið nógu góður fyrir Liverpool FC.

Þannig að ég kíkti aðeins á tölfræðina hans og þetta leiddi hún í ljós:

Tímabilið 2004/5 byrjaði Peter Crouch 18 sinnum inná í 38 deildarleikjum Southampton. Í þeim leikjum skoraði hann 12 mörk, átti 7 stoðsendingar, var dæmdur rangstæður 15 sinnum, fékk eitt gult og eitt rautt spjald.

Hann hóf tímabilið sem varamaður í varaliði Aston Villa en eftir að hann kom til Southampton blómstraði hann og var í raun frábær, allavega miklu betri en ég hélt að hefði getu til, og verðlaunin voru þau að þrátt fyrir fall liðsins síns í vor spilaði hann sinn fyrsta landsleik fyrir tveimur dögum, við hlið Michael Owen gegn Kólumbíu. Þar átti hann eina stoðsendingu.

Hvað finnst mönnum? Ef Dirk Kuyt-sögurnar reynast rangar, Milan Baros fer frá Liverpool og Peter Crouch kemur í staðinn, munu menn þá tapa sér í svartsýni eða verða menn bara nokkuð sáttir við þá “styrkingu” á leikmannahópnum?

Ég er algjörlega á móti því. Mín skoðun er sú að það sé skandall að þykjast ætla að styrkja liðið með því að láta Milan Baros fara og fá Peter Crouch í staðinn. EN… eins og ég sagði, þá efast ég ekki á nokkurn hátt um þá staðreynd að Rafael Benítez veit þetta allt miklu, miklu, miklu, miiiiklu betur en ég! Og því mun ég í raun búa mig undir báða möguleikana ef af þessum kaupum verður:

1. Peter Crouch rennur á rassinn og spilar svo illa fyrir Liverpool að maður saknar þess að hafa Emile Heskey þarna frammi!

2. Ég þarf að éta orð mín strax í október þegar Crouchy skorar sitt 10. mark í deildinni á aðeins þremur mánuðum fyrir Liverpool.

Hvor kosturinn er sennilegri?

16 Comments

 1. Baros er mikið betri en Crouch, þessi maður er bara asnarlegur og ógurlega heppinn eitthvað. Djöfull vona ég að hann komi ekki þá byrjast ég að efast stórlega um getu Benitez í að finna men í okkar ástkæra Liverpool lið.

 2. Eitt það fyrsta sem þú leitar eftir hjá sóknarmanni er einmitt að hann sé ógurlega heppinn, þannig að þetta er snilld! :biggrin2: Annars er þessi gæi eins langt frá því að vera spennandi kostur og hægt er. En Rafa veit vonandi hvað hann er að gera…

 3. Hann er nú kannski ekkert alslæmur, væri allt í lagi að fá hann ódýrt en þó ég myndi miklu frekar vilja Kuyt þá held ég að ef hann lagar 1 til 2 hluti þá væri hann góður 🙂

 4. guð minn góður, er Rafa enn að sulla í kampavíninu eftir Evróputitilinn?? Ég vona að þetta sé trix hjá Rafa til að villa um fyrir öðrum liðum og pressunni, láta menn halda að hann sé að kaupa langintes en síðan kaupir hann einhverja stórstjörnu. Það er t.d. alveg pláss fyrir eitt stykki Torres hjá Liverpool.

 5. Ekki það að ég viti mikið um þennan leikmann, en 12 mörk og 7 stoðsendingar í 18 leikjum myndi ég nú halda að væri góður árangur. :rolleyes:

 6. Ég ætla rétt að vona að þetta sé grín. það er það eina sem ég get í raun og veru sagt

 7. Ég tek undir með Kristjáni upp að vissu marki. Fannst þetta alltaf asnalegur og lélegur leikmaður. En hjá Southampton hefur mér fundist hann góður, t.d. í leiknum gegn Liverpool, og þessi tölfræði staðfestir skoðun mína.

  Munum að Benitez gerði okkur að Evrópumeisturum og munið líka eftir Gary McAllister og alla umræðuna í kringum hann á sínum tíma 😉

 8. En 5 mills. fyrir þennan slána… andskotinn. Þá getum við selt Baros á 20 mills.

  Nei nei nei nei….

  Fáum frekar Erik Meijer frítt aftur!

 9. Ég væri alveg til að fá hann og Bolo, þar sem Bolo kæmi fítt og Crouch væri ekki undir pressu, þar sem enginn býst við neinu af honum 😯 Held að hann mundi gera góða hluti og kæmi sterkur af bekknum :biggrin2: Það er sagt, kaupum þennan og hinn þar sem þeir eru svo geðveikir en geta svo lítið sem ekkert, hvernig væri að kaupa einn sem allir segja að geti ekki neitt hummm :rolleyes: pottþétt að hann mundi brillera…… Ekki satt..

 10. Ian Rush var ekkert tískumódel, en hann skoraði mörk. Látum Real M um Spicy boy og sjampó auglýsingarnar. Munið myndina ‘White men can´t jump’, þetta snýst ekki um útlit heldur úrslit, tölurnar tala sínu máli

 11. kanski hann muni brillera og taka fullt af framförum eins og nánast allir í okkar blessuðu Liverpool liði í vetur. Nefnum sem dæmi: Djimi Traore, leikmaður sem var ekkert svakalega góður er að blómstra undir stjórn Rafa og er að spila eins og sannur World-Class leikmaður og Carragher sem tók svo gríðarlegum framförum og er núna einn besti varnarmaður í heimi…þannig það er aldrei að vita nema að Crouch yrði heimsklassa sóknarmaður hjá okkur :biggrin:

 12. Allt í lagi að fá hann ef Rafa sér eitthvað við Crouch. En mér findist of mikið að borga 5 milljónir punda fyrir hann.

  Ian Rush þótti nú alltaf hálf slánalegur en það vita allir hvað sá kappi afrekaði á sínum knattspyrnuferli……. 🙂

 13. Crouch er ágætis knattspyrnumaður, og miklu fótafimari en maður gæti haldið. Fólk virðist líka í mörgum tilfellum hafa bitið það í sig að hann sé svona eða hinsegin, og gefur honum síðan engan séns. Ég held hins vegar að hann sé svolítill confidence leikmaður (svipað og Heskey), en það gæti verið áhugavert að sjá hvernig hann spjara sig í þokkalega spilandi liði.

 14. Eins og ég sagdi, gefa honum séns og tid hljótid ad hafa trú á Rafa eftir tetta tímabil er tad ekki??

Figo um Liverpool

Zenden slúðrið magnast