Baros og Zenden (uppfært)

[Eru](http://skysports.planetfootball.com/Article.asp?id=281835) menn ekki að [grínast](http://skysports.planetfootball.com/list.asp?hlid=281905&cpid=8&CLID=14&lid=&title=ZENDEN+QUIET+ON+REDS+LINK&channel=Premiership)?

Milan Baros aftur undir stjórn Gerard Houllier og Zenden til Liverpool? Has the world gone mad?


Uppfært: Chris Bascombe hjá Echo er með athyglisverða [punkta](http://icliverpool.icnetwork.co.uk/0500liverpoolfc/0100news/tm_objectid=15579838%26method=full%26siteid=50061%26headline=traore%2dset%2dto%2dsign%2dnew%2ddeal-name_page.html):

* Djimi Traore er við það að skrifa undir 4-ára samning
* Didi Hamann og Jamie Carragher eru einnig við það að skrifa undir samninga. Hamann til eins árs.
* Pellegrino verður ekki boðinn samningur og mun því fara frá liðinu

12 Comments

 1. Ef minnið er ekki að hrekkja mann þá man ég ekki betur en að Baros hafi verið einn af mörgum sem prísuðu sig sæla fyrir því að Houllier hrökklaðist undan völdum hjá Liverpool (og það með réttu) en að vilja fara til hans aftur er mér algjörlega óskiljanlegt……. 😯

  Baros myndi nær örugglega vera góður í spænsku deildinni (láta hann fara til Valencia og fá einhvern annan í skiptum) !

 2. Ég er…

  Sammála því að fá Zenden á frjálsri sölu til Liverpool, eins lengi og það hefur engin áhrif á fyrirhuguð kaup á öðrum vængmönnum. Að fá reyndan og mjööög góðan vængmann til að berjast við Riise & Kewell um stöðu í liðinu eru bara góðar fréttir, en það á enn eftir að styrkja hinn vænginn til muna.

  Óstjórnlega hissa á að Milan Baros skuli yfirhöfuð íhuga að ganga til liðs við Gérard Houllier á ný. Drengurinn þjáðist undir stjórn Houlliers, hvernig í ósköpunum dettur honum í hug að hann komist fram fyrir Sydney Govou og Sylvain Wiltord í lið Lyon??? Ótrúlegt, ef satt reynist!

  Það er fyrsti júní í dag, slúðrið byrjar fyrir alvöru í dag, það er fyrsti júní í dag, sjúbbídú… :laugh:

 3. Hmmm… þarna segir að einungis Carragher hafi verið lengur hjá Liverpool en Traore… Hvað með Gerrard?

 4. Ef mig misminnir ekki, þá er Govou að fara frá þeim. Þeir hafa einnig nýlega leyst Elber undan samningi. Væri fínt move fyrir hann að mínu mati, yrði þar striker númer eitt, því Wiltord er að mínum dómi ekki í sama klassa, öfugt við þegar Baros var að keppa við Owen um sætið.

 5. Zenden nei takk… er alls ekki betri en Kewell eða Riise. Fáum frekar ungan með möguleika á að ná langt með þeim.

  Baros er algjörlega búinn að loka á þann möguleika að hann verði áfram hjá Liverpool og í raun er ég bara feginn. Mjög hæfileikaríkur leikmaður en passar ekki inní leikskipulagið hjá Rafa né með heila (miðað við ummælin undanfarið)

 6. Strákar, eruði vissir um að glugginn opni í dag en ekki 1. júlí?

  Ég fann reyndar ekkert um þetta á netinu en í Football manager þá er þetta þannig að glugginn opni 1. júlí 😯 Eins og menn vita þá segir CM alltaf satt :biggrin2:

 7. Nei, leikmannaskiptin mega ganga formlega í gegn 1. júlí. En leikmenn mega skrifa undir samninga frá og með 1. júní, og í raun mega ensku liðin semja um kaup/sölur sín á milli frá og með síðasta leikdegi ensku deildarinnar.

 8. en veistu þá hvort mennirnir megi byrja að æfa fyrir 1. júlí(það þarf þó kannski ekki vegna sumarfrís)

 9. Já þeir mega æfa hvar sem er og hvenær sem er. Það þarf ekki að skrifa undir samninga til að mega æfa einhvers staðar. 🙂

 10. Ég verð að viðurkenna að ég sé ekkert athyglisvert við þessa punkta hjá Chris. Þetta er bara svipað og maður bjóst við nema samningur Traore er lengri en ég bjóst við. Það verða ekki eins rosalegar breytingar í sumar og maður bjóst við. Ég held að hann haldi Hamann og láti Biscan og alla lánsmennina fara og bæti við mönnum fyrir þá. Pelle er farinn og það kemur eitthvað naut í vörnina í staðinn ásamt markverðinum spánska og svo 2-3 í viðbót sem er svona sirka það sem við erum að missa frá okkur. Good riddance

Aimar vill koma!

Figo um Liverpool