Ýmsar fréttir

Nokkrar athyglisverðar fréttir:

Ford, sem er einn af stærstu styrktaraðilum Meistaradeildarinnar segjast vera tilbúnir til að [hvetja UEFA mjög sterklega](http://www.liverpoolfc.tv/mediawatch/drilldown/MW8223050528-0954.htm) til að gefa Liverpool sæti í keppninni á næsta ári. G14, sem er samansafn sterkustu liða Evrópu mun einnig þrýsta á UEFA þann 9.júní.


[Harry Kewell fór í aðgerð](http://icliverpool.icnetwork.co.uk/0500liverpoolfc/0100news/tm_objectid=15563836%26method=full%26siteid=50061%26page=2%26headline=benitez%2d%2dcup%2dwin%2dwon%2dt%2daffect%2dsummer%2dchanges-name_page.html) á nára í gær, samkvæmt Liverpool Echo. Það eru góðar fréttir því hann þarf virkilega að losa sig við þessi þrálátu meiðsli.


Milan Baros hefur lýst því yfir að hann geti *bæði* hugsað sér að vera hjá Liverpool, sem og að fara til Valencia. Baros virðist vera gjörsamlega fyrirmuna að sleppa því að kjafta frá öllum tilfinningum sínum í viðtölum:

>”There is an offer from Valencia, some other clubs are also interested and it is also a possibility that I will stay in Liverpool. To tell the truth, I would be glad to go to Valencia, but equally glad to stay in Liverpool. So we will see.”


Einsog við höfum [lengi](http://www.kop.is/gamalt/2005/05/03/08.27.47/) talað um, þá er Jose Reina markvörður Villareal, á leiðinni til Liverpool og verður að öllum líkindum fyrsti nýji leikmaðurinn í sumar. [Jose segir sjálfur](http://www.itv-football.co.uk/Teams/Liverpool/story_153460.shtml) að málið sé nærri klárað. Hann hafi viljað tjá sig um þetta fyrir lok tímabilsins til þess að geta sagt “bless” við stuðningsmenn Villareal þegar liðið leikur sinn síðasta leik á þessu tímabili.

>”It will hurt me to leave home … but this is a good opportunity for me, both in sporting and financial terms, and will also provide an important injection of funds for the club.
>”If the deal is finally closed I hope people will understand my decision given that I will be signing for the reigning European champions and for a team like Liverpool. It had to be something very big for me to leave Villarreal.”

Það er svo [enginn skortur](http://icliverpool.icnetwork.co.uk/0500liverpoolfc/0100news/tm_objectid=15563836%26method=full%26siteid=50061%26headline=benitez%2d%2dcup%2dwin%2dwon%2dt%2daffect%2dsummer%2dchanges-name_page.html) á greinum, þar sem líkur eru leiddar að breytingum, sem Rafa mun gera á hópnum í sumar. Það er augljóst að spænska byltingin er rétt að hefjast.

3 Comments

  1. það eru ansi skemmtilegar pælingar varðandi þá leikmenn sem gætu komið til okkar í sumar á liverpoolfc.tv…
    ég man ekki til þess að hafa séð þá koma með svona pælingar áður… venjulega tala þeir ekki um hlutina fyrr en þeir eru frágengnir… eða svo gott sem…

    það eru allavegna nokkur vel áhugaverð nöfn þarna…
    s.w.p. 3 frá valencia og fleirri skemmtilegir… þetta verður frábært sumar :biggrin2:

  2. Bíddu, hvar á .tv sástu grein um hugsanleg kaup? Ég var að leita og finn enga slíka grein… endilega komdu með tengil, svo við hin getum líka lesið 😉

  3. hérna er ein…
    verðið á baros
    milito viðræðurnar…

    já það er greinilega nóg í gangi hjá rafa og perry þessa dagana…
    30millur í leikmenn… og svo allur sá peningur sem fæst fyrir sölu á þeim sem fyrir eru (eins og baros…)
    úff hvað næsti vetur verður yndislegur :biggrin2:

Aldrei einn

Við verðum í Meistaradeild á næsta ári… +viðbót