Milan-tap + Hargreaves + Baros

Jæja, í gær réðust úrslitin í Serie A, þegar AC Milan gerðu jafntefli við Palermo, sem þýðir að Juventus eru orðnir meistarar. En það er ekki það sem kemur okkur hvað mest við, sjáið bara hvernig Ancelotti stillti upp byrjunarliðinu í gær:

Abbiati

Simic – Mazorrati – Costacurta – Pancaro

Brocchi – Costa – Dhorasoo – Serginho

Tomasson – Crespo

Svona til glöggvunar, þá er sterkasta lið AC Milan eftirfarandi:

Dida

Cafú – Nesta – Stam – Maldini

Gattuso – Pirlo – Seedorf
Kaká
Schevchenko – Inzaghi

Þar sem Inzaghi er orðinn heill að nýju virðist sem Crespo sé orðinn varaskeifa fyrir hann og Shevchenko, þannig að ljóst er að í gær spiluðu AC Milan deildarleik með engan leikmann sem líklegur er til að byrja leikinn gegn Liverpool. Með öðrum orðum, Ancelotti fórnaði deildinni til að geta hvílt liðið eins og það leggur sig fyrir leikinn gegn okkur!¨

Forvitnilegt.


Annars er það helst í fréttum í dag að Liverpool eru sagðir vera við það að landa Owen Hargreaves. Hargreaves, sem er enskur ríkisborgari en fæddur í Kanada og uppalinn í Þýskalandi, hafði þetta um málið að segja í gær:

>”Liverpool are a very interesting club.”

>”They are a very strong team and it is clear they have a bright future under Rafael Benítez. But, really, I don’t want to say any more until the cup final against Schalke is out of the way.”

Talað er um að kaupverðið sé um 2.5 milljónir punda og að Hargreaves fái 45,000 pund í laun á viku, sem er það sem hann hefur í dag hjá Bayern. Líst einhverjum illa á þann díl? Nefnið mér hvar annars staðar við gætum fengið leikmann sem hefur unnið alla titla með sínu félagsliði, hefur unnið Meistaradeildina og er fastamaður í enska landsliðinu, fyrir aðeins 2,5 millur. Ef hann væri að spila fyrir enskt lið myndi hann ekki kosta undir 6-8 milljónir punda, þótt hann eigi bara ár eftir af samningi.

Að lokum: Milan Baros er að fara frá Liverpool. Í frétt á opinberu síðunni reynir hann ákaft að neita því að hafa gagnrýnt Rafael Benítez fyrir að taka sig alltaf útaf í leikjum (úps! Milan) … en það tókst ekki betur til en svo að hann nánast talaði af sér hvað varðar framtíð sína hjá félaginu. Þetta eru hans orð, orðrétt af opinberu síðunni, en takið eftir feitletrun minni:

>”First of all I would like to say the English newspaper translated this. I never said anything like that about Benitez because I am not in the position to criticise him.

>”But I am focused on Liverpool and I have still got a contract here for one month, so we’ll sort it out after the final. I do not want to speak about that now, I want to speak about the final.

>”This is going to be one of the biggest games of my life, so everybody wants to play. But as I say it is up to the gaffer and it is up to me, I am working hard in training and we’ll see.”

Úps, Milan! Úúúps!

Svo virðist sem hann sé á förum frá Liverpool í sumar, og að það sé þegar búið að segja honum frá því. Ég ætla að nota þetta tækifæri og ráðleggja sjálfum mér, og Einari líka, að byrja að sætta okkur strax við orðinn hlut. Brottför Milan Baros frá Liverpool verður okkur sennilega erfiðari en flestum Púllurum, þar sem við höfum haldið mikið upp á hann – eins og þessi síða hefur sýnt greinilega.

Vonandi kveður hann bara með stæl – sigurmark á miðvikudag, takk! 😉

10 Comments

  1. Er ekki pínulítið verið að ofrýna í línurnar, eða á milli þerra ?
    Ég get ekki séð ” það er búið að selja mig ” út úr þessu.
    Allavega ég vil ekki að Baros fari !
    :confused:

  2. Jammm, það væri ömurlegt að sjá á eftir Milan Baros. En ég tók bara út svo mikið sjokk í fyrra þegar uppáhaldsleikmaðurinn síðustu 5-6 árin, Michael Owen, fór, að það undirbjó mig undir svona áföll.

    Þá gat maður huggað sig við að peningarnir gátu nýst í að kaupa Xabi Alonso og Luis Garcia. Vonandi að peningarnir úr hugsanlegri sölu á Baros nýtist jafnvel.

    Besta væri náttúrulega að kaupa Owen aftur. Ef hann fer til Newcastle eða einhvers annars prumpliðs, þá verð ég bandbrjálaður!

  3. For what it’s worth þá dreymdi mig í nótt að ég hefði misst af úrslitaleiknum í sjónvarpinu en ég sá stöðuna í lokin, hún var 2-1 f. Liverpool og Baros skoraði sigurmarkið. Ég er ekki aðdándi Baros en mig langaði að framlengja draumförum mínum hingað inn til að gefa ykkur síðumeisturum von í hjarta. 😉

    P.s. Þess má geta að ég hef ekki verið neitt sérstaklega þekktur fyrir að vera berdreyminn. :biggrin:

  4. Selja baros og kaupa SHAUN W PHILLIPS þá fer þetta lið að smella saman

  5. Æ, ekki Hargreaves, það þykir mér lítt spennandi leikmaður. Sorglegt ef Baros fer, en hann hefur ekki náð sér á strik seinni part leiktíðar og svo veit maður auðvitað ekkert hvað gerist bak við tjöldin. Kannski er gaurinn algjört pain in the ass.

  6. Ef Baros fer þá verður það mjööög erfitt fyrir mig líka þar sem ég hef alltaf haldið upp á hann hjá Livpool, hann er meirasegja aftaná treyjunni minni. Ég ætla að vera í afneitun (varnarhættir Freuds) þangað til og segja að hann fari ekki rassgat! 🙂

  7. Hamann er betri en Hargreaves, svo ég spyr: Hvað er klúbburinn nákvæmlega að bæta? Þetta er miðlungsleikmaður sem að mundi kannski aðeins vera uppfærsla við Igor Biscan, 4th choice midfielder!!! Viljum við virkilega eyða 2.5M í miðjumann sem að verður MJÖG aftarlega í goggunarröðinni, sérstaklega ef að Hamann verður áfram.

    Hargreaves = NEI TAKK

    …og Kristján, Hargreaves er alls ekki fastamaður í enska landsliðinu, hann er líka mjög aftarlega í goggunarröðinni þar (á eftir Jenas).

  8. Ég get ekki sagt að ég eigi eftir að sjá mikið eftir Baros. Hins vegar vona ég að peningarnir sem fást fyrir hann verði notuð í klassa kaup eins og Alonso og Garcia.

    Ég er ekki alveg viss með Hargreaves. En er sammála Kristjáni í því að ef hann væri hjá ensku liði myndi hann kosta miklu meira en 2.5m punda.

    Það er klassi á klúbbnum okkar. Þeir eru að senda allt starfsfólk sem tengist Liverpool á úrslitaleikinn í Meistaradeildinni, 233 einstaklinga. Þetta er mjög vel gert hjá þeim og er ég virkilega ánægður með þetta framtak hjá þeim.

    [sjá frétt](http://www.mirror.co.uk/sport/topstories/tm_objectid=15541834%26method=full%26siteid=94762%26headline=football%2d%2dlarge%2dturkey%2dtreat%2dfor%2dkop%2dstaff-name_page.html)

    Kv. Stjani

  9. Að fá Owen Hargreaves fyrir 2,5 mill. pund er ekki slæmt og hann er ekki slakari en t.d. Biscan.

    Tel ekki vitlaust að selja Baros ef við fáum nægan pening fyrir hann og hann verður seldur til liðs utan Englands. Getum nýtt þann pening vel.

    Frábært framtak hjá Rick Perry og co. að bjóða öllum til Istanbul á leikinn. Þetta er Liverpool í hnotskurn.

    Núna er bara að vona að kraftaverkið haldið áfram og við náum að koma áfram á óvart.

    Áfram LFC.

  10. Milan Baros er farinn og við verðum að sætta okkur við það þótt ég gleðjist yfir þeim fréttum. Í fyrsta lagi vil ég að við fáum þessar 8 milljónir (jafnvel meira) sem talað er um svo við getum farið að gera eitthvað af viti eftir að við bökum AC í úrslitunum í næstu viku! COME ON YOU BLOODY REEEEDS!!!!

Upphitun: 5 dagar!

Arsenal bikarmeistari