Arsenal bikarmeistari

Það er ekki oft, sem ég hef samúð með Manchester United mönnum. Reyndar man ég ekki hvenær það hefur gerst.

En við hljótum að geta verið sammála um að [þetta](http://news.bbc.co.uk/sport1/hi/football/fa_cup/4558271.stm) var náttúrulega brandari.

4 Comments

  1. Jáhh þetta er náttúrulega mjög ósanngjörn úrslit en ég vildi frekar að Arsenal tæki þetta en Man Utd en samt frekar mikið svekkjandi fyrir Man Utd.

  2. Þetta var náttúrulega ekkert annað en frábært. Þó svo að Arsenal hafi kannski ekki verið betri aðilinn í leiknum þá beittu Man Utd menn sömu aðferð og þeir gerðu í báðum viðureignum liðanna í vetur, þ.e. að brjóta grimmt á Arsenal mönnum. Menn tóku vonandi eftir því að Paul Scholes var greinilega bara settur í það að taka Reyes enda braut hann á honum a.m.k. svona 7-8 sinnum í leiknum.

    En hvernig var þetta annars brandari?

    Það var ekkert “mark” eða eitthvað þvíumlíkt sem réð úrslitum leiksins… eins og í Liverpool – Chelsea… ekkert svindl í þessum leik… Man Utd gat bara einfaldlega ekki skorað. Lehmann sýndi og sannaði í dag að hann á vel heima í þessu Arsenal liði.

  3. Aldrei mun ég vorkenna Man Utd, ef lið nýtir ekki færin sem það fær, á það einfaldlega ekki skilið að vinna !
    Og plís Sverrir hlífðu mér við vangaveltum um hvort að sigur mark Liverpool á Chelsea í CL hafi verið löglegt eða ekki, við erum búnir að ræða það í þaula.

  4. Ég get ekki séð neinn brandara út úr þessum leik. Ég er VIRKILEGA SÁTTUR með úrslitin og verð ekki sáttur fyrr en the Scums falla og helst verður tekið til gjaldþrotaskipta…..en það er bara draumur hjá mér..því miður.

Milan-tap + Hargreaves + Baros

Upphitun fyrir úrslitaleikinn: Istanbúl