Nýji varabúningurinn

0002F22F-25EF-128B-BF4980BFB6FA0000.jpg

Menn eru almennt á því að þetta sé nýji varabúningurinn okkar. Ég segi bara Guði sé lof fyrir að Liverpool ætlar að hætta með þessa veeeeðbjóðslegu gulu búninga. Ég vil fá hvítan búning aftur. Þá geta Liverpool menn allavegana bókað að ég splæsi á nýja treyju 🙂

15 Comments

 1. Já þetta er fínasti búningur. Ég keypti síðasta hvíta varabúning í fyrra, en lét þann gula í ár vera. Mun svo pottþétt versla mér nýju hvítu treyjuna í haust… 🙂

 2. Mér hefur alltaf litist betur á það að við séum í hvítum varabúning. Á þann hvíta frá 2001-2002 og þetta eru finnst mér, alltaf flottustu varabúningar okkar. Þessi nýi er samt rosa líkur þýska landsliðsbúningnum; hvernig sem menn taka því

 3. Agalega eru þetta metrósexúal umræður. Greinilegt að leiktíðin er liðin og lognmolla sumarsins tekin við. Á ekki næst að ræða hvort skipa eigi leikmönnum liverpool að vaxa á sér fótleggina? :biggrin:

 4. Já, græni er og verður bestur, hef aldrei skilið afhverju hann var gefinn upp á bátinn, en alhvítur væri heldur ekki slæmur.

  Ég ætla samt rétt að vona að þessar þverrendur séu einhver galli á myndinni, því þær eru hrikalegar. Annars mjög gott, spillir ekki að minna á Valencia, slær kannski á heimþrá Benitez, ef einhver er. :tongue:

 5. >Greinilegt að leiktíðin er liðin og lognmolla sumarsins tekin við.

  Ehhhhmm, er það bara ég, eða er ekki einn leikur eftir? :biggrin2:

 6. Er það ekki bara einhver skrípabikar sem sá heppnasti vinnur? Og Liverpool svo lélegt (eða ætti það þá að vera óheppið?) að það á ekki skilið að keppa um hann? Og leikurinn verður svo lélegur af því að Liverpool liggur hvort eð er í vörn? Puh, þetta er svo ómerkilegt að það telst varla með. Nei, nú er kominn tími á búningahönnun og transfer-vangaveltur! :biggrin:

 7. Hvað er að gula varabúningnum???? :confused:

  Mér finnst hann flottur.

 8. jahá hvað er að gula búningnum? Mér finnst hann flottasti varabúningur sem liverpool hefur verið með:D

Planið hjá Rafa

Varaliðið & erlendir leikmenn