Benitez að reyna að kaupa miðvörð

Jæja, núna er sumarslúðrið komið á fleygiferð.

Athyglisverðasta slúðrið og það, sem er líklegast til að vera byggt á einhverju almennilegu er það að Rafa sé á eftir argentíska [varnarmanninum Gabriel Milito](http://icliverpool.icnetwork.co.uk/0500liverpoolfc/0100news/tm_objectid=15529761%26method=full%26siteid=50061%26headline=benitez%2dready%2dto%2dopen%2dtalks%2dover%2d%2dpound%2d6m%2dmilito-name_page.html). Gabriel talar bæði spænsku og spilar í spænsku deildinni, þannig að það var óumflýjanlegt að hann yrði orðaður við okkur.

En Milito er að sögn frábær varnarmaður og hafa Man U og Barcelona verið á eftir honum í einhvern tíma, auk þess sem hann skrifaði næstum því undir samning við Real Madrid fyrir tveim árum.

Í sömu frétt Echo er Liverpool svo orðað við Dirk Kuijt, sem var [markahæsti](http://soccernet.espn.go.com/stats/topscorers?league=NED.1&year=2004&cc=5739) leikmaður hollensku deildarinnar í fyrra, en hann leikur með Feyenord. Hann er metinn á 10 milljónir punda en Echo segja það mögulegt að Liverpool muni skila Jerzy Dudek aftur til Feyenord sem hluta af kaupverðinu.

Þá er bara spurningin, hefur einhver séð Kuijt eða Milito spila? Eru þetta spennandi kostir?


**Uppfært (Einar Örn)**: Bæði Milito og Real Zaragoza [neita því að Liverpool hafi haft samband](http://skysports.planetfootball.com/list.asp?hlid=277381&CPID=23&CLID=&lid=2&title=Reds+Milito+talk+played+down&channel=Football_Home) og Milito segist vera ánægður hjá Zaragoza. Við sjáum hvað gerist á næstu dögum.

9 Comments

 1. Mér líst rosalega vel á Milito. Hann er gríðarlega góður leikmaður í dag, kominn uppúr því að þykja bara efnilegur sem er gott fyrir Liverpool. Hann þótti einmitt einn efnilegasti varnarmaður Argentínu fyrir nokkrum árum. Að vísu hafa meiðsli sett svolítið strik í reikninginn hjá honum og það var einmitt ástæðan fyrir því að Real Madrid hættu við að kaupa hann fyrir um 2 árum…

 2. Gabriel Milito á víst að vera mjög fínn varnarmaður. Ástæðan fyrir því að hann fór ekki til Real Madrid (fyrir þá sem ekki vita) er að hann stóðst ekki læknisskoðun. Þá tók Real Zaragoza sig til og gerði samning við hann um leið.

  og Dirk Kuyt var líka markahæstur í ár með 26 mörk, en Newcastle hefur líka áhuga á honum. Eitthvað hlýtur hann nú að geta.

  Þó þetta sé nú vissulega bara slúður og lítið annað, þá vantar Liverpool ekki framherja. Það væri þá frekar að þeir ættu að kaupa sér einn miðjumann ef að Hamann fer í sumar. Er ekki samningurinn hans annars að renna út núna í sumar, eða er ég bara að bulla?

 3. Hafsent, 2 kantara og markmann. Hugsanlega kannski einhvern framherja. Sammála?

 4. Eitthvað hlýtur þessi Dirk að geta ef hann er markahæstur 2 ár i röð! En ég vona ekki að þetta se einhver kezman

 5. cisse var markahæstur í frakklandi áður en hann kom til okkar…
  baros var markahæstur á em í fyrra…

  þurfum við virkilega einhvern sem hefur verið markahæstur einhversstaðar annars staðar, eða þurfum við ekki bara að fá framherjana okkar til að skora meira???

  þó svo að baros fari í sumar þykir mér enn einn nýr framherji ekki vera eitthvað sem við þurfum að eyða pening í…

 6. Í fyrsta lagi þá er ég sammála Árna um það að við þurfum alls ekki senter… þeir leikmenn sem við erum með í dag eru nægilega góðir… jafnvel þótt Baros myndi fara.

  Kantmenn, miðjumaður og miðvörður ásamt markmanni er það sem við þurfum við fókusa á.

  Gabriel Milito er fædddur 7.9.1980. Hann er öruggari á vinstri fætinu þótt hann geti samt í raun notað báða. Harður af sér og ósérhlífinn, ákveðinn og hvetur félaga sína óspart áfram.
  Hann kemur upphaflega frá Independiente og fyrir tímabilið 2002-03 skipti hann yfir til Zaragoza. Hefur ekki náð að skora fyrir þá, svo ég best veit, en er líklega svipuð týpa og Carra.
  Kaupa hann.

  Dirk Kuyt er fæddur 22.7.1980. Hann er gríðarlega vinnusamur framherji og ákveðinn. Virðist geta hlaupið endalaust og vinnur vel fyrir liðið. Er ágætis skallamaður og skotmaður en umfram allt markheppinn.
  Hann hóf ferilinn í FC Utrecht og tímabilið 2002-03 skoraði hann 20 mörk fyrir þá og var þá keyptur til Feyenoord og lék sama leikinn á sínu fyrsta tímabili með þeim og skoraði 20 mörk aftur. Borga lítið fyrir hann og skipta á Dudek hljómar s.s. ekkert alslæmt eftir allt saman.

 7. Ég hef séð Milito spila helling, enda fylgist maður mikið með spænska boltanum. Hann er toppleikmaður, fljótur og sterkur – ekki ósvipaður Carvalho hjá Porto eða Rafael Marquez hjá Barcelona í fasi, nema hvað hann er minni em RM (það er Carvalho reyndar líka) … ég væri pottþétt til í að fá þennan leikmann til Liverpool.

  Það eina sem ég myndi setja spurningarmerki við væru meiðslavandræði, mér skilst að þessi strákur hafi meiðst nokkuð oft undanfarin ár…

 8. Gabriel Milito = JÁ TAKK

  Ég fylgist mikið með spænska boltanum og hef séð eithvað um 10 leiki með Zaragoza á þessari leiktíð og get staðfest það að þessi leikmaður er “class act.”

  Hef ekkert séð til Kuijt þannig að ég hef ekki hugmynd um hvað við erum að tala um, en yfirleitt koma alltaf klassa leikmenn frá hollensku deildinni. En maður veit samt aldrei því að Kezman er eitt mesta flopp enska boltans á þessari leiktíð.

 9. Það er reyndar mismunandi hvort menn úr Hollensku deildinni standi sig í ensku deildinni. Mateja Kezman er t.d. með alveg ótrúlegan markaárangur í hollensku deildinni með PSV. Hann skoraði 105 mörk í 122 leikjum!?!?! :confused:

  Mér þykir ekki mikið til Kezman koma og það er ekki einu sinni víst hvort hann fái tækifæri til að láta mig breyta um skoðun á næstu leiktíð.

Lið ársins í Úrvalsdeild (okkar val)

Planið hjá Rafa