Carson í enska landsliðið

Við gleymdum alve að minnast á það, en Scott Carson hefur verið valinn í enska landsliðið fyrir ferðalag þeirra til Bandaríkjanna. Þetta er náttúrulega frábært fyrir hinn unga Carson.

Á Liverpoolfc er [stutt viðtal við Carson](http://www.liverpoolfc.tv/news/drilldown/N148841050517-1304.htm), þar sem hann tjáir sig um breytingarnar á þessu tímabili:

>”I was thinking to myself the other night how I’ve gone from sitting on the bench in the Championship to the Champions League final and England squad. Everything’s happened so quickly.”

Einsog við sögðum áður, þá hefur Carson staðið sig frábærlega. Það eru ekki margir sem geta farið frá því að vera varamenn í fyrstu deildinni til þess að byrja á móti Juventus í Meistaradeildinni á nokkrum vikum og staðið sig jafnvel og Carson gerði. Sannarlega framtíðarmaður hjá Liverpool.

Ein athugasemd

  1. Mér finnst þetta frábærar fréttir og ég er spenntur að sjá hvað Rafa gerir fyrir úrslitaleikinn í Istanbúl, eftir að hann lét Carson spila síðasta deildarleikinn – sem var mikilvægur þrátt fyrir að keppnin um 4. sætið hafi verið búin.

    Hvort vill hann hafa í liðinu, reyndan en mistækan markvörð … eða óreyndan og öruggan markvörð? Það verður spennandi að sjá hvað hann gerir, en að mínu mati er Carson fyllilega tilbúinn í slaginn!

Konstantínópel

Lið ársins í Úrvalsdeild (okkar val)