Um lýsinguna á Skjá Einum

_41123083_viera-ap300.jpg
Einhverjir munu merkja þennan pistil sem svekkelsi og fólk má vel gera það. Ef að Liverpool hefðu unnið í gær hefði ég aldrei nokkurn tímann látið þetta fara jafn mikið í taugarnar á mér. Eeeeeen, hér kemur það: **Ég hef aldrei heyrt aðra eins lýsingu og í leiknum á Skjá Einum í gær.**

Í stað þess að kalla þetta lýsingu á leik Arsenal og Liverpool, þá hefði verið nær að skýra þetta: **”Spekingar” spjalla um það hversu hræðilega lélegt Liverpool liðið er.** Í stað þess að lýsa leiknum í gær ákváðu Kristinn Kjærnested og Rikki Daða að leyfa okkur frekar að heyra non-stop 90 mínútur af gagnrýni á Liverpool. Ekkert gott um Liverpool, ekkert gott um Arsenal, einungis gagnrýni á Liverpool.

Lýsingin byrjaði á hreint ótrúlegum fimm mínútum, þar sem var stanslaust gert lítið úr árangri Liverpool í enska boltanum og Meistaradeildinni. Útúr Rikka Daða flæddu einhverjar fáránlegar klisjur um það að Liverpool hefði einhvern veginn komist í gegnum Meistaradeildina á varnarleik! Ég leyfi mér að efast um að þessir menn hafi fylgst með Liverpool í Meistaradeildinni. Ef Liverpool hefur spilað varnarbolta, þá hefur það aðallega verið í seinni leiknum gegn Chelsea. 99% allra knattspyrnuliða hefðu hins vegar spilað varnarleik í þeirri stöðu. Þeir eru sennilega búnir að gleyma hvernig Liverpool sundurspilaði Juventus, Bayer Leverkusen, Olympiakos og fleiri. Sennilega hefur það gleymst vegna þess að þeir eru búnir að ákveða að varnarleiksklisjan sé betri.

Best var samt þegar þeir héldu fram að Liverpool væru að spila með sömu taktík og þegar við unnum þrennuna. Þvílíka stórkostlega þekkingu á fótbolta, sem það komment sýnir. Gaurinn, sem var með Rikka kom svo með þessa snilld: “*Þegar þeim (Liverpool) hefur gengið vel í vetur, þá hefur það verið byggt á varnarleik.*” Já, frábært! Það sjá það allir, sem vilja sjá, að taktíkin sem Rafa Benitez beitir er svo gjörólík þeirri taktík, sem Houllier beitti. Liverpool er að spila miklu, miklu skemmtilegri bolta og mun meiri sóknarbolta en liðið sýndi 2001.

Þulirnir héldu svo áfram eftir um 10 mínútur af leiknum og sögðu að það væri greinilega takmarkið hjá Liverpool að verjast. Það var eftir að liðin höfðu verið hárjöfn í leiknum (Arsenal fór að sækja meira eftir það, en varla geta þeir séð framtíðina). Rikki Daða kemur svo með komment um að það sé “*erfitt fyrir Liverpool menn að mæta til leiks, leik eftir leik eftir leik, einungis til að verjast*”. Hvurslags vitleysa er þetta eiginlega? Þegar lið hefur forystu í seinni leik Meistaradeildarinnar og þegar lið spila á Highbury, þá er eðlilegt að menn ætli að spila varfærnislega. Það er hins vegar þvílík óþolandi fásinna að ætla að stimpla lið sem varnarlið útfrá því. Þetta Liverpool lið er ansi langt frá því að vera varnasinnað.

Þulirnir nýttu svo hverja einustu slæma sendingu til að koma með einhverjar neikvæðar athugasemdir um einstaka leikmenn. Milan Baros gat ekki tekið almennilega á móti erfiðri og hárri sendingu og þá kemur 2 mínútna pistill um hversu slappur framherji Baros sé. Garcia gaf eina feilsendingu og þá kom pistill frá Rikka Daða um að hann hafi alltaf efast um að Garcia myndi meika það í enska boltanum og að hann væri alls ekki að vinna varnarvinnuna sína og bla bla bla. Riise missti af einum bolta og þá kemur Rikki með það að Riise vanti hraða til að vera alvöru kantmaður. Þetta var fullkomlega óþolandi.

Til að toppa þetta allt þá þegar að Gerrard kom með góða sendingum, þá segir annar þeirra: ?*Gerrard hefur nú verið orðaður við Chelsea*?. **NO FOKKING SJITT!!!** Eru menn ekki að grínast í okkur? Má Gerrard ekki spila einn leik án þess að menn byrji að blaðra um þessar slúðursögur? *Hverju bætir þetta við lýsinguna?* Eru líkur á því að einhver, sem horfi á segji við sig: *”Er það virkilega? Er Gerrard orðaður við Chelsea??? Ég trúi þessu ekki”*. Nei, ég efast stórlega um það.

Ég efast líka um að nokkur Arsenal aðdáandi hafi haft gaman að þessari lýsingu. Það var gjammað stanslaust um hversu lélegir Liverpool voru, en aldrei tekið fram að Arsenal var að spila fínasta fótbolta.

En þetta hélt áfram nánast til enda. Í lokin þegar tölfræðin kom á skjáinn sem sýndi að Liverpool hefði verið meira með boltann kom þetta komment: ?*Ja, það er ekki oft, sem við sjáum þetta: Liverpool var aðeins meira með boltann*?. Á hvaða deild hafa þessir menn verið að horfa? Halda þeir því fram að Liverpool sé oftast minna með boltann? Þvílíkt endemis bull! Ef það er eitthvað, sem hefur einkennt þetta Liverpool lið þá er það að þeir hafa verið meira með boltann, en ekki náð að klára leikinn þrátt fyrir það.

Oft heyrir maður fólk segja að “*lýsingin hafi verið svo slæm að fólk hafi sett á mute*”. Aldrei hef ég þó gripið til þessa örþrifaráðs, þangað til í gær. Ég fékk einfaldlega nóg eftir svona 35 mínútur og slökkti á hljóðinu til að fá smá hvíld frá þessu stanslausa suði í lýsendunum (uppfært. ég kveikti reyndar aftur á hljóðinu eftir 2-3 mínútur, þar sem ég saknaði umhverfishljóðanna).

Ef þetta á að vera framhaldið á Skjá Einum, þá mun ég íhuga það vel og vandlega áður en ég kaupi mér áskrift á næsta tímabili.

21 Comments

  1. Það eru þá fleiri en ég sem finnst Rikki Daða vera fífl 😡 . Þetta er allra lélegasti lýsir sem ég hef heyrt á ævinni. Fyrir utan allt sem þú ræðir hér um í pistlinum þínum um fákunnáttu og þess háttar, þá finnst mér nauðsynlegt að minnast á annað og varpa því fram eftirfarandi spurningu.

    Spurning: Hvert er hlutverk knattspyrnulýsanda?
    Svar: Það er að lýsa bévítans leiknum!!!!

    Ég tók ekki eftir því að þeir félagar hafi lýst leiknum sem slíkum neitt í gær. Eingöngu endalaust blaður og aðallega af hálfu Rikka Daða.

    Annað varðandi Rikka Daða. Hann hefur sennilega lært að tala hjá Loga Ólafssyni því annar eins stamandi (öööö, eeee, öööö) á ekki að vera á skjánum.

    Ég er kominn á þá skoðun að ávallt eigi að hafa einn mann í útsendingu knattspyrnuleikja, því að þá hverfur spjallið alveg og menn fara að lýsa leiknum. Það sást vel hversu vel það var heppnað þegar í leik Liverpool og Chelsea á SÝN í síðustu viku ( 🙂 :biggrin2: :laugh:). Þar lýsti Arnar Björnsson leiknum alveg einn og hefur aldrei verið betri. Hann getur oft á tíðum verið mjög pirrandi (sérstaklega sökum þekkingarleysis) þegar hann hefur einhvern ‘speking’ sér við hlið. Þetta kvöld lýsti hann leiknum og fórst það mjög vel úr hendi.

    Legg því til að lokum: “Hættið að nota þessa ‘spekinga’ til að aðstoða (stundum) fáfróða íþróttafréttamenn við að lýsa og skýra út hvernig knattspyrna virkar. Áhorfandinn er yfirleytt vel að sér í þessum fræðum fyrir og þarf ekki langar ræður um hitt og þetta til að njóta leiksins.

  2. Ég tek heilshugar undir þetta hjá þér, Einar. Mig langaði helst til að úthúða þessum vitleysingum í leikskýrslu minni í gær, en þar sem ég vissi að þú ætlaðir að skrifa þennan pistil ákvað ég að halda mig við umfjöllun um leikinn.

    Þetta var einfaldlega hræðilegt á að hlusta. Ég er fyrir lifandis löngu búinn að fá nóg af þulunum á S1 en í gær fékk ég endanlega nóg. Snorri Sturlu á það til að vera fínn, er í það minnsta hlutlaus, en hinir eins og þeir leggja sig eru gjörsamlega óþolandi. Ekki bara gegn Liverpool heldur finnst mér líka bera á því gegn Man U og svo “minni liðunum” … eins og menn telji að það sé bara í lagi að halda með einu liði í útsendingu, af því að það leikur Íslendingur með því.

    Rikki Daða og Gummi Ben hata Liverpool, það hefur ekkert farið á milli mála í vetur, og eftir gærdaginn þá finnst mér hreinasta furða að það skuli enginn yfirmaður yfir þessu klúðri fatta þetta, að það skuli enginn segja “á maðurinn virkilega að vera svona hlutdrægur í beinni lýsingu?”

    Það er eins og þessir gæjar hafi enga hugmynd um það hvað knattspyrnulýsingar snúast, né önnur fréttamennska hvað það varðar. Auðvitað mega þeir benda á það sem liðin gera illa, en það var ekki minnst á það sem Arsenal var að gera illa í gær og þess í stað rætt endalaust um dugleysi leikmanna Liverpool – líka þegar við vorum að yfirspila Arsenal snemma í seinni hálfleiknum, þá heyrði maður ekkert annað en “Gerrard til Chelsea, Traoré er ekki nógu góður, Meistaradeildin hefur misst sjarma sinn… bla bla bla!”

    Við sem vorum að enda við að hrósa S1 í pistli í síðustu viku, fyrir að hafa annast enska boltann ágætlega, og svo kemur eitthvað svona helvítis rugl sem minnir mann á það af hverju maður var svona reiður við þá til að byrja með!

    Ótrúlegt. Ég var alvarlega að spá í það að fá mér gervihnattarpakkann fyrir helgina en eftir gærdaginn er það ákveðið, ég hlusta frekar á Everton-aðdáandann Andy Gray heldur en þessa bjána…

  3. Ég verð nú bara að segja að mér er nú nokk sama hvort Arnar Björnsson, Sirrý eða Snorri Már sé að lýsa leik. Ég er að horfa á knattspyrnuna en ekki til að hlusta á þulina.

    Annars er Guðmundur Benediktsson bestur að lýsa á Skjá Einum.

    Annars finnst mér nú þessi færsla aðeins bera vott af biturleika um að liðið sé ekki í meistaradeildinni á næsta ári. Þeir tala og tala um allan andskotann til að reyna að forðast einhverjar dauðar sekúndur, og allt sem að kemur á verstu slúðursíðum er sagt í lýsingunni.

    Ein spurning samt líka til Einars Arnar:

    Í stað þess að lýsa leiknum í gær ákváðu Kristinn Kjærnested og Rikki Daða að leyfa okkur frekar að heyra non-stop 90 mínútur af gagnrýni á Liverpool.

    Ég fékk einfaldlega nóg eftir svona 35 mínútur og slökkti á hljóðinu til að fá smá hvíld frá þessu stanslausa suði í lýsendunum.

    Hvernig geturu vitað að þeir hafi rakkað niður Liverpool í 90 mínútur non-stop þegar þú slökktir á hljóðinu eftir 35 mínútur? Nei ég bara spyr.

    Annars er þetta ekki svo fjarri lagi hjá honum Rikka Daða.

    Garcia er vissulega mjög fínn, en gæti alveg skilað meiri varnarvinnu. Baros er alls ekki nógu góður framherji. Riise er svo kannski ekki hægur, en hefur ekki þennan hraða sem að Robben, Duff, Wright-Phillips, Joaquin og C. Ronaldo hafa.

    Og áður en menn ætla að fara að verja félaga Baros, þá langar mig að benda á að hann hefur ekki einu sinni skorað 10 mörk í deildinni í ár…. ekki einu sinni náð tveggja stafa tölu þar. Robbie Fowler er m.a.s. búinn að skora meira í deildinni þrátt fyrir að vera orðinn þrítugur. Menn hafa einnig talað um það hvað Nistelrooy hafi verið hrææææðilegur í ár, þrátt fyrir sín meiðsli, en hann hefur nú samt skorað meira en Baros.

    Síðan eru menn að segja að Baros sé heimsklassaframherji… langt frá því. Hann verður eflaust réttilega 4.framherji liðsins á næsta ári ef að Liverpool kaupir sér einhvern framherja í sumar.

    Arsenal var meira með boltann í leiknum (50.3% á móti 49,7%)

  4. Já ég er hjartanlega sammála þessu, þetta lið veit ekkert hvað það er að segja og það ætti að svipta Rikka Daða öllum mannlegum réttingum maðurinn er svo leiðinlegur :S

  5. Pétur, ég kveikti aftur á hljóðinu eftir svona tvær mínútur, þar sem ég saknaði umhverfishljóðanna.

    Varðandi leikmennina okkar, þá sagði ég aldrei að krítíkin á þá væri rugl. Já, Riise er ekki sá fljótasti, já Baros er ekki nógu góður þegar hann er einn frammi. Og já, Garcia er meiri sóknarmaður en varnarmaður.

    Punkturinn minn er bara þessi: Hver er tilgangurinn í þessu tali? Yfirfærum þetta á önnur lið. Hvernig væri það ef að Pires fengi boltann, þá segðu þeir “hann er ekki nógu góður varnarmaður” eða þegar Henry fengi boltann “Já, hann getur nú ekki skallað fyrir fimmaur”. Þetta er bæði rétt, en hverju bætir þetta við lýsinguna? Hver er þörfin á þessum upplýsingum.

    Það er ágætt að hafa svona “color commentary” einsog Rikki Daða á að koma með. Til dæmis hefur Guðjón Þórðar komið með marga góða punkta og ég þekki það í útsendingum frá baseball að það er frábært að hafa sérfræðinga, sem geta sagt manni hluti, sem maður sér ekki. Guðjón var til dæmis oft að benda á hlaup án bolta, sem maður tók ekki eftir eða annað slíkt.

    Rikki Daða er hins vegar bara að þylja upp einhverjar klisjur um leikmennina, sem þjóna nákvæmlega engum tilgangi.

    >Arsenal var meira með boltann í leiknum (50.3% á móti 49,7%)

    Í útsendingunni kom fram að Liverpool hefði verið meira með boltann. Það skiptir svo sem ekki máli, heldur voru þessi ummæli bara toppurinn á þessu öllu.

    Það er líka punktur að það var nákvæmlega engu lýst í leiknum. Það var ekki sagt hver væri með boltann, hvað væri dæmt og svo framvegis. Nei, þetta var einfaldlega einsog umræðuþáttur, þar sem þulirnir sögðu skoðanir sínar á Liverpool.

  6. Ég tek hjartanlega undir þenna pistil þinn um þulina á Skjá Einum. Við fengum stanslausa kómedíu, öskur og læti eða einhverja djöfulsins þvælu um harðfiskverkun á Súðavík í miðjum útsendingum en eftir að boltinn fór yfir á S1 tók við ennþá meiri meðalmennska!

    Ég mæli bara með því að þú, Einar, og aðrir hér inni drullist bara til að fá sér Sky Digital pakkann og hlusta á almennilegar lýsingar. Það er meira að segja gaman að hlusta á Sky Digital þegar Fanzone er í gangi en þá koma tveir aðdáendur sitt hvors liðsins sem er að keppa og lýsa leiknum. Ég lýsi frati yfir allt íslenskt varðandi lýsingar á knattspyrnuleikjum. Ég er ekki að dissa einn né neinn sérstaklega en þetta er því miður bara staðreynd sem við verðum að horfast í augu við.

  7. Pétur, þessi röksemdafræði er með ótrúlegheitum hjá þér. Erum við Einar að gagnrýna lýsinguna á SkjáEinum … af því að við erum bitrir yfir því að Liverpool náði ekki 4. sætinu?

    Kanntu annan? Vinsamlegast slepptu því að vera með svona útúrsnúninga og hálfvitaskap hér inni, við hefðum kvartað yfir þessu jafnvel þótt Liverpool hefði unnið 5-0. Þetta kemur gengi liðsins EKKERT við, bara því hvernig fjallað er um það í beinni útsendingu.

  8. Þetta er ein af ástæðunum að ég elska SKY, Andy Gray og Martin Taylor, the best. Svo gaman að hlusta á þá, sko lýsingarnar og orðaforðinn sem þeir koma með í hverjum einasta leik er rosalegur. Mér finnst Skjár 1 þulirnir vera þeir allra verstu sem ég hef heyrt bara… Annað hvort eru þeir HLÆJANDI allann leikinn eða talandi um gamlar fréttir og mistök í leiknum staðinn fyrir að lýsa leiknum!

    Svo er soundið svo glatað þegar maður horfir á Skjá 1, ég heyri nánast aldrei í áhorfendunum miðað við SKY, þar er sko stillt hátt og maður fer enn dýpra inní leikinn og ekki nóg með það þegar Liverpool leikirnir eru að fara byrja þá hætta þeir að tala og láta allt sound beinast að áhorfendunum syngja YNWA.

  9. Já, þá er það komið af stað aftur röflið útaf lýsendunum á enska boltanum sem var sem háværast í haust þegar að Þorsteinn “þvöglumælti” Gunnarsson brilleraði sælla minninga.
    Og eins og þá, höfum við áhorfendur rétt fyrir okkur, góðir ” lýsarar” eru sjaldgæfari en nunnur í hóruhúsi !
    En í núna hefur S1 sagt frá því að enski boltinn verði í lokaðri dagskrá næsta season, og ætla þeir að senda út fleiri leiki en nokkru sinni hefur þekkst á klakanum á breiðbandinu og einnig í gegnum ADSL, allt í stafrænum gæðum.
    Ok, fyrir þá sem þekkja ekki breiðbandið þá er í einhverjum tilfellum hægt að velja á milli hljóðrása, T.d orginal hljóðrás á leik í enska boltanum er auðvitað á ensku og svo er önnur hljóðrás sem er send út frá S1 með þeim ofurslöku spekingum sem þar eru. Með einum hnappi er semsagt hægt að velja hvort þú villt hlusta á. Tæknin leyfir þetta allavega en svo er bara að sjá hvort S1 hindri þetta, væntanlega útaf því það er bara fúllt að borga mönnum fyrir að lýsa leik útaf því að lögin segja að þeir verði að hafa íslenska þuli, þegar að allir vilja hlusta á ensku þulina.
    Persónulega vil ég bara ensku þulina, þeir eru betri og svo eru vallarhljóðin greinilegri þegar að þeir eru að lýsa.
    Ps.
    Ég geng aldrei einn !

  10. gæti ekki verið meira sammála þér , ég er Arsenal kona og ætlaði að horfa á skemmtilegan bolta í gær, en nei guð minn góður þessir 2 skemmdu þá ánægju um leið og þeir opnuðu á sér túlann 😡

  11. Þakka ykkur fyrir að taka þetta fyrir strákar.

    Ég er orðinn langþreyttur á bullinu í þessum þulum á skjá einum. Ég skil bara ekkert í honum Rikka Daða…….. 😯 Hvernig í ósköpunum hann endist í þessum bransa er náttúrulega bara fyndið.

    Fyrir það fyrsta þá stamar þessi annars örugglega góði drengur alveg óskaplega.

    Í öðru lagi þá kann hann ekki að lýsa fótboltaleik. Það er ekki þar með sagt að ef menn kunna að spila fótbolta að þeir kunni að lýsa fótbolta…… tveir gjörólíkir hlutir. Þegar Rikki myndast við að lýsa þá gerir hann alltaf þá meginskyssu að lýsa í þátíð ( “Garsia fékk boltann o.s.frv. en ekki í nútíð “Garsia fær boltann, sendir hann á…… o.s.frv.). Það er kúnst að lýsa íþróttakappleikjum svo vel sé.

    Í þriðja lagi þá kann Rikki daða ekki þá kúnst að vera óhlutdrægur. Sannaðist endanlega í leiknum á Sunnudaginn.

    Ég vona innilega að hægt verði að velja enska þuli á breiðvarpinu næstu leiktíð……..

  12. Hjartanlega sammála, alveg hjartanlega sammála. Það er greinilegt að sú staðreynd að við spilum um bikarinn í meistaradeildinni er greinilega sár staðreynd fyrir svona “snillinga” eins og Rikka Daða. Það er einnig staðreynd að við höfum aldrei átt einn einasta góðan lýsir, að mínu mati er Arnar Björns sá sem skástur er. Svona bjánaskapur hjá Rikka setur hann í fallbaráttuna með Þorst. Gunnars og fleirum

  13. Nei… það er alveg satt, og þeir hefðu jú alveg getað sagt eitthvað jákvætt um þá félaga, því að Riise hefur jú einn besta skotfótinn í deildinni…

    Annars hefur Guðjón Þórðar líka sagt stundum eitthvað algjört rugl… sbr. þegar Dennis Bergkamp skoraði mark í meistaradeildinni og Guðjón segir: “Þetta er svokallað hlaup, eða það sem við sérfræðingarnir köllum hlaup”. Ef að þarf útskýringar á því hvað hlaup sé, og finnst það vera góð ráð hjá Guðjóni Þórðarsyni þá held ég nú að skilningur á fótbolta sé ekki mjög mikil.

    En mér finnst nú skárra að menn séu líka gagnrýndir stundum, sem virðist t.d. vera bannað þegar Íslendingar í sjónvarpi eiga í hlut. Alltaf þegar Hermann Hreiðarsson / Eiður Smári á lélega sendingu þá er það oft “lúmskur bolti” sem að mótherjinn áttaði sig ekki á því hann var oft langt í burt (Ekki kannski nátengt umræðunni núna).

    Og ef Liverpool er að spila svona svakalegan mikinn sóknarbolta þá virðist eitthvað vera að, því að ekki eru þeir að skora mikið af mörkum. Ég held nú með Valencia á Spáni og dáist að Benitez sem framkvæmdarstjóra, en eins og með Valencia í fyrra þá liggur hann stundum dálítið til baka, og pressar stíft.

    Maður hefur t.d. séð það á Benitez hvernig hann spilar í meistaradeildinni að hann er með varnartaktík. Í fyrri leiknum gegn Juve (þar sem Liverpool voru óneitanlega the underdogs), þá leggur hann allt undir, og sækir og sækir, sem skilaði 2 mörkum, og kom Juventus í opna skjöldu. Seinni hálfleikinn, og seinni leikinn gerði hann ekkert nema að verjast, og beita stöku skyndisóknum. Það var vissulega mjög sniðugt, en sóknarbolti, nei held ekki. Þeir voru ekki heldur að sækja mikið gegn Chelsea. Það var frekar að Chelsea sá um sóknarleikinn í því einvígi.

    Í þriðja lagi þá kann Rikki daða ekki þá kúnst að vera óhlutdrægur. Sannaðist endanlega í leiknum á Sunnudaginn.

    Þeir eru nú stundum skuggalega hlutdrægir í lýsingum sínum á Sýn.

    Annars vil ég að lokum benda á að ég er hjartanlega sammála ykkur varðandi þessa lýsendur á Skjá Einum, þeir eru hrikalegir. Hélt bara fyrst að þú/þið væruð að segja að þetta væri ósanngjörn gagnrýni á þessa Liverpool menn.

  14. Já það er ekki allt á eina bókina lært mundi Snorri kannski segja.
    Annars hef ég alltaf verið á því að leikjum ætti að sjónvarpa með tuðruhljóði og söng og hrópum… þá væri augljóslega bara einn sigurvegari.

    Það eru allir svo neikvæðir sem lýsa á Íslandi, enda fer Enska deildinn fram yfir há veturinn.

    Út í kuldann með Rikka!!!

  15. Ég veit ekki betur en að Gummi Ben sé harður poolari og hefur verið það síðan hann var ungur drengur. Í hans tilfelli væri frekar hægt að segja að hann sé að forðast það að vera hlutdrægur (halda með þeim) þegar Liverpool spilar heldur en hitt.

    Þetta er fyrsti veturinn sem þeir Gummi og Rikki lýsa leikjum í sjónvarpi, þannig að menn geta alltaf bætt sig. Þó held ég í tilfelli Rikka að hann verði því miður ekkert betri með árunum. Sumir hafa þetta bara ekki í sér.

    Annars er ég sammála þeim sem vilja hafa enska þuli, þeir eru mikið fróðar og skemmtilegri heldur en okkar Íslensku.

    Kveðja
    Krizzi

  16. Vildi skjóta því að að Kristinn Kærnested er harður poolari.

    Ég er líka sammála því að Rikki virðist ekki getað þagnað. Hann virðist halda að þeir sem eru að fylgjast með lýsingunni hafi ekkert verið að fylgjast með leikjum deildarinnar fram að þessu þannig að hann romsar útúr sér hverri einustu klisju sem ég persónulega hef heyrt margoft.
    Gott dæmi er Kewell klisjan sem (…hefur ekki náð sér á…bla bla) og núna virðist Baros hafa fengið að leysa hann af í klisjunum.

    Kv,
    FÓ.

  17. Jæja já , mikið er ég ánægður að vera hér í Danaveldi og geta horft á bolltann hér :biggrin2:
    Ég er að flytja heim eftir ár og er ég nokku viss að ég fái mér sky disk, þar sem ég þoli ekki svona bull í lýsingum og er það alveg sama hvort það er LIVERPOOL sem er að spila eða ekki.

    Hvað er að því að þegja þegar ekkert er að gerast?? Það er eins og það sé alveg möst að tala í 90 min, þetta er alveg merkilegt ..

    Hér í DK er það sama upp á teningnum, það er að segja á Dönsk stöð, þeir tala voða mikið um hitt liðið þegar LIVERPOOL er að spila og tala nú ekki um þegar dani er í líðinu úfff og verður gaman að sjá þegar LIVERPOOL spilar á móti AC 😡

    Í leiknum á móti $$$$$ í meistaradeildini þá var klukkutíma spjall fyrir leik,,, og það var talað um $$$$$ í svona 50mín, viðtöl og verið að sýna frá liðinu en LIVERPOOL nei það var tekið 2 viðtöl, 1 við RAFA og 1 við RISE og um hvað var spurt?? Hvernig fynst þér $$$$$$$$ og hvað fynst þér um frank l 😡

    Ég er búinn að skrifa þeim mail en á ekki vona á því að þeir félagar lesi það í næstu útsendingu :biggrin2: En þetta eru peter smakki brian laudrup og PREBER ELKEN ( ekki alveg með á hreinu hvernig þetta er skrifað)sem er sá eini í þessu teymi sem er með viti
    🙂

    Jæja nóg af þessu bulli.. Ég vill bara þakka ykkur fyrir þessa síðu en hún búinn að bjarga mér hér í baunalandi og fer ég inná hana 3-4 á dag 😯
    Svo vil ég bara segja ÁFRAM LIVERPOOL OG ÞAÐ ERU EKKI SVÖRT ÁR FRAMUNDAN OK VIÐ ERUM MEÐ BESTU STUÐNINGSMENN Í HEIMI OG ÞESS VEGNA VERÐUR LIÐIÐ ALLTAF SÉRSTAKT :biggrin2:

  18. Já sammála þér þessi þulir fóru virkilega í taugarnar á mér, ég var alltaf að öskra á sjonvarpið mitt að segja þeim að þegja, án efa mest pirrandi og hreinlega verstu þulir í sjónvarpi.

  19. Já, ég er sammála ykkur í sambandi við þessa lýsendur.

    Það liggur við að maður sé farinn að sakna Gunna Helga í lýsingunum!

Framherjar sem skora ekki mörk

Ýmislegt