Hræsnarar

Jæja, BBC er farið að [fjalla um skyndileg skoðanaskipti enska knattspyrnusambandsins](http://news.bbc.co.uk/sport1/hi/football/europe/4522235.stm), sem við [fjölluðum um í gær](http://www.kop.is/gamalt/2005/05/05/11.17.17/)

FA eru greinilega í tómu tjóni, því í fyrra sögðu þeir að sigurvegari Meistaradeildarinnar (sem hefðu þá verið Arsenal eða Chelsea) myndu fá sæti í deildinni að ári, **jafnvel þótt þeir yrðu ekki í fjórða sæti** í ensku deildinni. Um þetta var gömul frétt á vef FA, sem þeir hafa nú eytt út, en BBC birta þó afrit af þeirri frétt.

Það verður spennandi að sjá hvað gerist núna víst BBC eru komnir í málið. FA eru allavegana í ruglinu.


Já, og by the way: Þetta er [mjööög fyndið](http://news.bbc.co.uk/sport1/hi/football/teams/a/arsenal/4523051.stm). Af því að Arsenal getur aldrei neitt í Meistaradeildinni þá ætlar Wenger að hætta að leggja áherslu á þá keppni. Frönsk snilld! 🙂

9 Comments

 1. Hahaha! Elska ummæli Wengers … þetta á örugglega að vera einhver sálfræði fyrir leikinn á sunnudag, en ég get ekki ímyndað mér annað en að Rafa og drengirnir á Melwood hlæji bara að svona ummælum.

  Greyið kallinn, ef þetta er svona ‘auðveld’ keppni Arsene af hverju kemst þá þetta dýrmæta Arsenal-lið þitt aldrei lengra en í 8-liða úrslitin?

 2. Aldrei hef ég skilið þetta nöldur í þjálfurum/leikmönnum sem koma ekki annara mál við. Þetta rugl í Wenger er nú bara dæmigerð öfund á gengi LFC og Benitez í ár í CL. Það er alveg fáránlegt að maðurinn sé að reyna að vera með einhvern “sækolodjikal adddvans” fyrir leikinn á sunnudag. Ég meina….til hvers?? Þetta er líka svo barnalegt að það hálf er meira en nóg! Mér er eiginlega orðið skítsama um þetta 4.sæti…ég vil að við náum í stóru dolluna og þá er ég nokkuð viss um að við FÁUM inngöngu á næsta ári sem meistarar sama hvað hver segir!

 3. Þetta er allt saman misskilingur, Wenger hefur aldrei sagt að þetta sé ómerkileg keppni, heldur að þetta sé orðið eins og bikarkeppni. Sem það er! Hann hefur tekið fram í viðtölum að hann vilji samt ekki taka neitt frá Liverpool eða gera lítið úr þeirra árangri (hægt að lesa um það á arsenal.com), þetta er afrek hjá þeim.

 4. Já Wenger vill ekkert taka frá okkur en segir samt að þessi keppni sé ekki keppni þeirra bestu. Algerlega án þess að gera lítið úr Liverpool segir hann.
  Svipað og ef ég segi að sá Wenger sem skrifar hérna inn sé hálfviti, án þess þó að vilja nokkuð gera lítið úr honum.

  (Augljóslega meina ég það ekki, en mér finnst þetta vera svipað dæmi).

 5. Það er náttúrulega bara fásinna að ríkjandi meistarar fái ekki þátttökurétt að ári liðnu. Algjörlega út í hött.

  Maður hefur á tilfinningunni að þessi menn í FA séu svona afturhaldskommatittir!

 6. Tilvitnun Wenger: “Þetta er allt saman misskilingur, Wenger hefur aldrei sagt að þetta sé ómerkileg keppni, heldur að þetta sé orðið eins og bikarkeppni. Sem það er!…………….”

  Byggt á misskilningi…..????

  Wenger er náttúrulega svo mikið að skjóta yfir markið með svona bulli að það hálfa væri nóg. Og hvernig er hægt að gera lítið úr CL?? Ég er alveg pottþéttur á því að ef Arsenal hefði komist í eins og eitt stykki úrslitaleik einhvern tíma þá væru ummæli Wenger allt öðru vísi.

  Segja að Liverpool hafi verið heppið……ha ha

  Þetta er svona svipað sárindamok eins og hjá Móralínó eftir að hann hafði verið sleginn út úr keppninn af “hinum heppnu Liverpool” þar sem hann tönglaðist á því eins og biluð plata að

  “betra liðið hafi tapað”………..

  Wenger er áróðursmeistari (eða vill vera það!!!!) eins og Móralínó og ég held að Wenger sé orðinn afbrýðissamur að Móralínó sé að taka frá honum sviðsljósið. Það er óumdeilt að Móralínó er miklu betri bullari en Wenger og Wenger leiðist það.

  Svo er ég hættur þessu bulli……..
  :biggrin2:

 7. Það er nú samt ákveðin viðurkenning á gengi Liverpool að Arsene Wenger, yfirvælari, sé núna farinn að væla yfir gengi Liverpool. Frábært einnig þetta kvót:

  >”The European Cup has been a complete cup competition – like Millwall reaching the FA Cup final – and maybe we will have Coventry in next year’s final,” he said.

  Jammm, en leyfum honum að væla. Okkar þjálfari hefur allavegana þann klassa að vera ekki að rembast við að gera lítið úr öðrum. Wenger væri ekki að væla þetta ef hann væri ekki öfundsjúkur yfir gengi okkar í Meistaradeildinni. 🙂

  Er hann þá að gera lítið úr því að t.d. HM er með sama fyrirkomulagi? Vinnur þá besta liðið aldrei HM? Þvílíkt kjaftæði. Liverpool hefur alls ekki verið með besta liðið í enska boltanum og eiga skilið að vera í fimmta sæti í dag, en **þeir hafa einfaldlega verið með eitt af betri liðunum í Meistaradeildinni.** Punktur!

 8. Skil ekkert í Wenger! Hann sé að seigja að þetta sé orðin eins og bikarkeppni, ég man nú ekki betur en að hann hafi verið að grenja aftur og aftur í fyrra, eða lengra síðan kannski man ekki allveg, útaf því það væri svo mikið leikjaálag á hans menn og útúr þessum grenjum sínum fékk hann meistaradeildinnni breytt þannig að það væri engvir seinni riðlar, þoli ekki þetta væl í honum. 😡

Sími

Enski boltinn verður læstur