Chelsea: Englandsmeistarar!

chelseachampions.jpg

Jæja, þá er orðið opinbert það sem við höfum öll vitað síðustu 6 mánuðina eða svo. Með 2-0 sigri á Bolton í dag eru Chelsea orðnir Englandsmeistarar árið 2005. Mig langar til að óska Chelsea-stuðningsmönnum til hamingju, og að sjálfsögðu gleðjast flestir Íslendingar yfir því að Eiður Smári er í þessu liði. Til hamingju Chelsea-menn, þið áttuð þetta skilið. Njótið vel, mínir menn munu reyna að skemma fyrir ykkur gleðina á þriðjudag 😉

Og fyrir ykkur sem pirrið ykkur yfir velgengni Chelsea vill ég bara segja eitt: það voru þó allavega ekki Man U sem að unnu þetta í ár 🙂

20 Comments

  1. Tja, maður ber þó smá virðingu fyrir árangri Man Utd, þeir komust áfram á eigin verðleikum. Þó ég beri mikla virðingu fyrir Jose Mourinho og vilji alls ekki gera lítið úr hans hlut í þessu meistaraliði, þá get ég bara ekki borið virðingu fyrir liði sem kaupir sér titil.

    Ég sé enga huggun í því að Man Utd séu ekki meistarar, af tvennu illa þá myndi ég frekar vilja þá en Rússagullið!!!

  2. Innvortis, ég er sammála þér í því að það er gagnrýnisvert að menn kaupi sér titil þá máttu ekki gleyma þeim peningum sem Liverpool, Arsenal og Man U hafa eytt í leikmenn síðustu árin. Ef þú tækir stjórnartíð Houllier og síðasta sumar hjá Benítez höfum við ekkert eytt mikið minni fjármunum síðustu sex-sjö árin en Chelsea hafa gert.

    Munurinn? Leikmennirnir sem peningarnir fara í. Dæmi: Robben kostaði svipað mikið og Emile Heskey. Eiður Smári kostaði svipað mikið og Bruno Cheyrou. Joe Cole kostaði svipað mikið og El-Hadji Diouf. Tiago Mendes kostaði svipað mikið og Salif Diao.

    Fyrir hvern Frank Lampard eigum við Xabi Alonso, fyrir John Terry eigum við Steven Gerrard og fyrir Ricardo Carvalho eigum við Sami Hyypiä. Munurinn á liðunum er sá að stóru kaupin okkar hafa oftar en ekki borgað sig. Ef Diouf, Cheyrou, Heskey, Diao, Dudek, Kirkland, Le Tallec og Murphy hefðu staðið undir væntingum værum við ekkert verr staddir en Chelsea, og Houllier væri enn við völd.

    Man U hafa lent í sömu vandræðum síðustu tvö-þrjú ár og við gerðum í seinni tíð Houllier, þ.e. að eftir að þeir seldu Beckham hafa þeir eytt og eytt en ekki náð að fá sömu gæði í staðinn. Kaup þeirra hafa ekki verið að borga sig, nema með undantekningum (Heinze, Ronaldo) á meðan flestir þeir leikmenn sem koma til Arsenal og Chelsea standst álagið. Hjá Arsenal dettur mér aðeins í hug Pascal Cygan síðustu ár sem hefur valdið vonbrigðum, og hjá Chelsea er í raun bara hægt að tala um Scott Parker og Mateja Kezman (og kannski Drogba, sem hefur ekki gert nóg til að réttlæta ofurverðmiða sinn).

    En hjá okkur? Diouf, Diao, Cheyrou, Heskey, Dudek, Kirkland, Murphy, Le Tallec (ekki útséð með hann ennþá samt, en hingað til hefur hann ekki verið jafn góður og maður vonaðist til) og svo gætu jafnvel Pellegrino, Josemi og Antonio Núnez bæst í hópinn.

    Það er munurinn á liðunum. Chelsea keyptu að mínu mati ekki þennan titil neitt frekar en að Arsenal keyptu hann í fyrra eða Man U þar áður – ef það er eitthvað sem ég myndi gagnrýna hjá Chelsea væri það hrokinn sem einkennir allt sem þeir gera og segja. Aldrei sá maður þennan hroka eða þetta virðingarleysi gagnvart öðrum liðum hjá Arsenal í fyrra, og þeir voru með miklu, miklu, miklu betra lið í fyrra en Chelsea hafa í ár.

  3. Mér finnst þú aðeins vera að misskylja þetta Kristján. Manchester United byggði sitt lið af miklu leiti upp af heimastrákum, náðu árangri og eignuðust þannig pening sem þeir gátu síðan eitt í betri leikmenn. Með öðrum orðum, þeir komust áfram á eigin verðleikum.

    Arsenal er aðeins öðrvísi, en Arsene Wenger virðist vera ótrúlega lúnkinn við að kaupa ódýra leikmenn sem reynast vel sb. Anelka, Vieira, Petit, Toure og Fabreigas….og svo leikmenn sem voru ekki að spjara sig en reyndust Arsenal vel, sb. Henry og fleiri.

    Hvorugt þessara liða kom inn með fullt af pening, keypti bestu leikmennina á uppsprengdu verði og náði árangri þannig, líkt og Chelsea gerði með Abrakadadra í broddi fylkingar.

  4. Mjög sammála þér Kristján Atli, en frá persónulegu sjónarmiði þá er þetta bara mjög gott fyrir enska boltann að Chelsea bætist í kapphlaupið, ef að þú spáir í úrvalsdeildinni frá upphafi þá lítur þetta svona út:

    1992-1993 – Manchester United

    1993-1994 – Manchester United

    1994-1995 – Blackburn Rovers

    1995-1996 – Manchester United

    1996-1997 – Manchester United

    1997-1998 – Arsenal

    1998-1999 – Manchester United

    1999-2000 – Manchester United

    2000-2001 – Manchester United

    2001-2002 – Arsenal

    2002-2003 – Manchester United

    2003-2004 – Arsenal

    2004-2005 – Chelsea

    Mér finnst þetta bara kridda deildina og vonandi fer Liverpool að blanda sér í baráttuna, þá er þetta “4 horse race” sem að er frábært. Eins og sést á töflunni hefur þetta verið mjög mikið annaðhvort Man Utd eða Arsenal, vonandi fer þetta að breytast og að hafa Chelsea þarna er bara mjög gott frá hultlausu sjónarmiði.

    En Kristján, var ekki Murphy uppalinn? Var það ekki þannig að hann var lánaður til Crewe eða var hann keyptur þaðan?

  5. Til hamingju Chelsea og Eiður Smári – Megi þetta verða ykkar síðasti titill þetta vorið!

  6. hmm…
    Quote:”Munurinn á liðunum er sá að stóru kaupin okkar hafa oftar en ekki borgað sig. Ef Diouf, Cheyrou, Heskey, Diao, Dudek, Kirkland, Le Tallec og Murphy hefðu staðið undir væntingum værum við ekkert verr staddir en Chelsea, og Houllier væri enn við völd.”

    Kann ekki alveg á að kvóta og gera feitan texta, en ég held að Murphy hafi nú ekki verið svo dýr…

  7. Aron – Murphy var keyptur frá Crewe á annað hvort 3 eða 5 milljónir, ef ég man rétt.

    Innvortis – jú ég er sammála þér með gullárgang Man Utd, en staðreyndin er bara sú að svoleiðis árgangur kemur upp kannski tvisvar á öld í Evrópu, einhverjir 7-8 nýliðar sem að verða allir fastamenn í liðinu á sínu fyrsta ári og rústa deildinni. Hversu oft manstu eftir að það hafi gerst, í Evrópu allri? Mér dettur bara Ajax snemma á 10. áratugnum í hug, og svo Man Utd. tveimur-þremur árum seinna.

    Ari, til að gera tilvitnun þarftu bara að gera mengi – – með orðinu blockquote í stað orðsins mengi. Svo þegar tilvitnun lýkur gerirðu lokunarmengi, , með orðinu blockquote í staðinn.

    þessi tilvitnun myndi þá líta svona út með ‘blockquote’ í stað ‘mengi’

    þessi tilvitnun myndi þá líta svona út með ‘blockquote’ í stað ‘mengi’

    Vona að þetta sé nógu skýrt. 🙂

  8. Ah, kom ekki nógu vel út. Ég er sem sagt að tala um örvarnar til hægri og vinstri, ef þú veist hvað þær eru. Kannski Einar geti sýnt fram á þetta betur… :tongue:

  9. Það er munurinn á liðunum. Chelsea keyptu að mínu mati ekki þennan titil neitt frekar en að Arsenal keyptu hann í fyrra eða manchester united þar áður

    Ef það er eitthvað lið, hefur ekki keypt titilinn þá er það Arsenal.
    Hérna er eyðsla liða svona til gamans frá árinu 99/00 til dagsins í dag

    Chelsea- Kaup: £273,1m, Sala: £27,1m, Nettó: £246m
    Man Utd- Kaup: £173,3m, Sala: £59,1m, Nettó: £114,3m eyðsla
    Liverpool- Kaup: £99m, Sala: £36,6m, Nettó: £62,47 eyðsla
    Tottenham- Kaup: £76,7m, Sala: £18,2m, Nettó: £58,5m eyðsla
    Newcastle- Kaup: £47,6m, Sala: £34,9m, Nettó: £12,7m eyðsla
    Arsenal- Kaup: £81,1m, Sala: £68,7m, Nettó: £12,4m eyðsla

    Enda hefur oft verið gert grín að því í enskum fjölmiðlum að Tottenham hafi eytt meiri pening en Arsenal, en þeir hafa bara ekki gert jafn góð kaup, en svo dæmi sé nefnt þá keyptu þeir Rebrov á
    £11m, sama og Henry var keyptur á.

    En .arna sést annars svart á hvítu að Arsenal er að eyða minna en Liverpool, Man Utd og Chelsea, og er oftast að fjármagna kaup sín á leikmönnum með því að selja leikmenn. Wenger er núna fyrst í ár að fá einhvern almennilegan pening til leikmannakaupa án þess að hafa selt einhvern leikmann fyrst.

  10. Svo ég setji þetta upp á hentugri hátt

    Chelsea- Kaup: £273,1m, Sala: £27,1m, Nettó: £246m eyðsla
    Man Utd- Kaup: £173,3m, Sala: £59,1m, Nettó: £114,3m eyðsla
    Liverpool- Kaup: £99m, Sala: £36,6m, Nettó: £62,47 eyðsla
    Tottenham- Kaup: £76,7m, Sala: £18,2m, Nettó: £58,5m eyðsla
    Newcastle- Kaup: £47,6m, Sala: £34,9m, Nettó: £12,7m eyðsla
    Arsenal- Kaup: £81,1m, Sala: £68,7m, Nettó: £12,4m eyðsla

  11. Sverrir, ertu pottþéttur á þessum tölum? Hvað nær þetta yfir langan tíma? Bara svo að maður geti byggt frekari umræður á þessu?

    En annars, **frábært** að við Íslendingar skulum nú fá Englandsmeistara!!!

    Chelsea hefur verið besta liðið í enska boltanum í vetur. Þeir hafa verið betri en Man U, Arsenal og öll önnu lið. Þeir eiga þetta skilið!

    Vonandi að íslenskir íþróttafréttamenn hætti nú að rúnka sér yfir fréttum af Eiði Smára. Hann hefur staðið sig frábærlega og verið einn besti leikmaður Chelsea. Látum þar við sitja. Hann er Englandsmeistari. Reynum nú að endurheimta almennilega umfjöllun um enska boltann!

    Er þá til of mikils ætlast að fá aftur skynsamlega umfjöllun um enska boltann án þessarar Chelsea dýrkunar, sem hefur einkennt umfjöllun síðustu mánuði?

    En svo ég endurtaki, **Chelsea á þetta skilið. Þeir hafa verið besta liðið í deildinni. PUNKTUR!**

    En kræst, þeir eiga ekki skilið að vinna þrefalt. Arsenal liðið í fyrra var t.a.m. svo miklu, miklu betra en þetta Chelsea lið er í ár. Ég meina, í alvöru ef þið eigið að bera saman:

    Chech – Lehman
    Lauren – Ferreira
    Terry – Campbell
    Carvalho – Toure
    Gallas – Cole
    Ljungberg – Robben
    Makalele – Vieira
    Lampard – Silva
    Duff – Pires
    Guðjónssen – Henry
    Droba – Reyes

    Ef ég ætti að byggja val mitt á formi leikmanna Chelsea í ár og Arsenal í fyrra, þá yrði val mitt svona:

    Chech
    Lauren – Terry – Toure – Cole
    Robben – Vieira – Lampard – Pires
    Henry – Reyes

    Nota bene, mér er alveg jafn illa við Chelsea og Arsenal. Aðdáendur þessara lið fara alveg jafn mikið í taugarnar á mér. Ég er því að reyna að vera eins hlutlaus og ég get mögulega verið.

    Og niðurstaðan er þessi: Arsenal liðið í fyrra er miklu betra en Chelsea liðið í ár. Liðsheildin er betri og auk þess ef ég ætti að velja bestu mennina þá myndi ég velja 4 Chelsea menn og 7 Arsenal menn. Chech, Terry, Robben og Lampard gegn Lauren, Toure, Cole, Vieira, Pires, Henry og Reyes.

    Það breytir samt ekki því að Chelsea hafa verið besta liðið í vetur. Sama hvernig þeim tókst það, þá voru þeir bestir. Án Frank Lampard og John Terry hefðu þeir ekki haft nokkurn einasta sjens, en með þessum tveim leikmönnum, þá getur Chelsea unnið hvaða lið sem er.

    Til hamingju Chelsea! Það er allavegana skárra að þið vinnið heldur en Man U 🙂

  12. Allar tölur fékk ég frá http://www.footballtransfers.info
    eina sem ég bætti við var för Petit til Barcelona sem var ekki á listanum þeirra.

    En já, það er alveg satt að Chelsea eiga þennan titil fyllilega skilið. Eins og tímabilið hófst þá bjóst maður við því að Arsenal myndu svoleiðis rúlla yfir þetta og Henry og Reyes yrðu báðir með 20+ mörk… en svo dalaði Arsenal liðið eftir að þeir töpuðu þessum leikjum, fyrst gegn Man Utd og síðan Liverpool, og hafa ekki náð að spila af sama krafti fyrr en núna í lok tímabils í rauninni.

  13. Ég rak augun í töfluna fyrir Úrvalsdeildina áðan og þegar maður hugsar til þess hvernig Chelsea geti verið 30+ stigum á undan Liverpool sem meistarar, en samt verið að há jafna rimmu við Liverpool í Meistaradeildinni. Það er nokkuð augljóst hver munurinn á liðunum er ef maður skoðar töfluna:

    Chelsea – 27 sigrar, 7 jafntefli – 1 tap

    Liverpool – 16 sigrar, 7 jafntefli – 13 töp

    Þeir eru að vinna 11 leikjum meira en við: 33 stig. Það er nákvæmlega munurinn á liðunum núna, þeir með 88 stig og við með 55. Með öðrum orðum, þeir eru ekki aðeins að tapa ekki jafn mörgum leikjum og við heldur eru þeir einfaldlega að vinna alla helvítis leiki sem þeir spila. Af 35 leikjum sem þeir hafa spilað í deildinni í vetur hafa aðeins átta ekki endað með sigri Chelsea. Það er ótrúlegt.

    En ég meina, það er samt viðmiðunin í dag. Ef við ætlum okkur titil verðum við að ná upp liði sem spilar jafn vel og Chelsea hafa verið að gera í vetur, og nær sömu úrslitum. Arsenal voru taplausir í fyrra en þeir gerðu þó 12 jafntefli og enduðu með 90 stig. Chelsea gætu endað með 97 stig þrátt fyrir að tapa einum leik, vegna þess að þeir vinna nær undantekningarlaust leiki sína.

    Rafa þarf að gera breytingar í sumar, það er á hreinu. Ef við ætlum að vera að rýna í fjármál í sambandi við kaup/sölur og bera okkur saman við hin liðin, þá legg ég til að menn bíði með það þangað til í september …. það munu talsverðar fjárhæðir skipta um hendur hjá Liverpool í sumar, ég er viss um það.

  14. Það er ljóst að til þess að vinna deildina þarf 90 stig plús. Eitthvað til þess að hafa á hreinu á næsta tímabili. Við spilum oft vel gegn stærri liðunum en illa gegn slöku liðunum… sbr. Chelsea í gær gegn Bolton.. þeir voru alls ekki betri og áttu ekki skilið að vinna 2-0 en gerðu það samt og það gera góð lið… vinna leiki sem þau eru slakari í. Okkur vantar markmann t.d. eins og Chech sem hefur verið ótrúlega góður í vetur. Kantmenn sem gera “crossað” eru velkomnir! Síðan er núna ný regla… lykilmönnum er bannað að meiðast á meðan tímabilinu stendur! 🙂
    Tillykke Chelsea og Eiður!

  15. Kristján, þú talar um að Liverpool hafi ekki eytt mikið minna en Chelsea síðustu 6-7 árin. Ég er ansi hræddur um að það sé nú talsvert langt frá því að vera rétt. Ég tók þetta saman einhvern tíman síðasta sumar, þarf að leita að þessu aftur. Þá var Chelsea búið að eyða einhverjum 212 milljónum punda á síðustu 12-13 mánuðum, á móti því að Liverpool var búið að eyða 170 milljónum punda á 12-13 árum. Þá er ekki tekið inn í myndina það sem menn fengu tilbaka fyrir leikmenn. Held að eini leikmaðurinn sem Chelsea hefur fengið eitthvað verð fyrir sé Grönkjær sem fór á einhverjar 2 millur.

    Þú nefnir líka slatta af floppum hjá Liverpool, sem er svo sannarlega rétt hjá þér. En það má kannski minnast á milljónakaupin á þeim Geremi, Veron, Crespo og Mutu, svo einhverjir séu nefndir.

    Þú berð einnig saman Carvalho og Hyypia. Annar kostaði yfir 20 milljónir punda, en hinn 2,5.

    Tiago kostaði litlar 8 milljónir punda, og Diao 4,5. Ekki það að það skipti einhverju máli, en næstum helmings munur.

    Og btw. Murphy var keyptur á 1,5 á sínum tíma frá Crewe.

    En annars, til lukku Chelsea. Vonandi er titlasöfnun ykkar bara á enda núna 😉

  16. Um dagin gagnrýndi ég leikskýrsluna eftir Tottenham leikinn og vil ég þakka einum af rithöfundum fyrir að hafa svarað þeirri gagnrýni. Þó svo við höfum verið ósammála í því sem þar kom fram var svarið gott.

    En ég hef verið að velta því fyrir mér með markmennina okkar hvort að það sé ekki bara eitthvað stórvægilegt að allri markmanns þjálfun hjá klúbbnum. Ef við förum ygir þá markmenn sem hafa spilað hjá liðinu undanfarin ár þá hafa þeir allir allt frá Bruce Grobbelar og þar til nú verið með óumdeilanlega hæfileika og getað unnið leiki nánast upp á sitt einsdæmi og komið síðan með einhvrja hluti sem að maður vill helst ekki tala um. Ég er sannfærður um það að í dag hefðu menn ekki sætt við Grobbelar miðað við öll þau mistök sem að hann gerði hann naut þess að spila í frábæru liði, hann var vissulega góður en ef að illa hefði gengið þá hefðu menn snúist fjótt gegn honum. David James var álitinn eitt mesta efni sem sést hafði í lengri tíma hann var stór og sterkur og gat gert ótrúlegustu hluti en um leið ekki nógu stöðugur fyrir okkur hann var seldur til Aston Villa og var frábær á sínu fyrsta tímabili þar. Sander Westerveld, ég get ekki hugsað til margra sem að töluðu illa um hann framanaf, ef ég man rétt þá voru flestir púlarar hissa á því að hann væri ekki fyrsti maður í landsliðinu frekar en Van der Saar. Síðan eru bæði Kirkland og Dudek keyptir, ég vil ekki tala um Kirkland enda væri það ósanngjarnt að tala illa um hann þar sem að meiðsli virðast hafa gengið frá honum endanlega. En tölum þá aðeins um Dudek, það var alveg ljóst að þegar við keptum hann var hann einn af betri markmönnum í evrópu hann spilaði óaðfinnanlega sitt fyrsta tímabil hjá Liverpool og vilji menn halda einhverju öðru fram legg ég til að þeir verði sér úti um svipmyndir frá þeirri leiktíð og skoði það nánar. Þegar HM var í gangi síðast var talað um hann og Kahn sem bestu markmenn heims. Einhvernvegin virðist markmönnum alltaf fara aftur þegar þeir koma til okkar. Ég persónulega er á því að vörnin spili einna stærstan þátt í þessu. Ef vörnin er góð þá er markmaðurinn það líka. Þegar Dudek kemur erum við með eina bestu vörn deildarinnar, reyndar spiluðum við þá með níu menn í vörn, einn frammi og markmann. Við vorum mikið með fjóra stóra og raunverulega miðverði í vörninni t.d. var Carra oftast bakvörður.

  17. Ég veit ekki með þjálfunina. Nota bene, þá var Joe Corrigan, markvarðaþjálfari, sem allir kenndu um ófarirnar, rekinn frá liðinu með Houllier og Rafa kom með sinn eigin mann, Ochocoterena minnir mig að hann heiti og hann hefur þjálfað markverðina hjá spænska landsliðinu, þannig að hann hlýtur að vita hvað hann er að gera.

    Hann erfir hins vegar Dudek, sem hefur verið ein taugahrúga eftir ófarir pólska landslðisins á HM 2002. Sú keppni hafði greinilega mikil áhrif á hann.

    Svo er hann þarna með Kirkland, sem hefur svo sem leikið ágætlega, en hann er einfaldlega meiddur, sem að þessi þjálfari getur sennilega lítið gert í.

    Og svo er það Scott Carson, sem hefur að mínu mati staðið sig frabærlega í þeim leikjum, þar sem hann hefur spilað, sérstaklega ef tekið er tillit til þess að á nokkrum mánuðum fór hann frá því að spila með varaliði Leeds og til þess að spila á móti Juventus í Meistaradeildinni.

  18. Kristján kemur eflaust með þetta í kvöld.

    Annars held ég að hann sé ekkert sérstaklega spenntur fyrir leiknum 🙂

Liverpool 1 – Middlesboro 1

Chelsea á morgun!