Boro í dag

Jæja, það hlaut að koma að því. Ég klikkaði á að skrifa upphitun … 😉 Svona getur þetta verið, ég fór í próf í háskólanum í gær og hálf trylltist eftir það (kominn í sumarfrí) og endaði á því að gera allt sem þykir skemmtilegt að gera í góðu veðri. Ekkert af því felur í sér að sitja við tölvuna, því miður, og því steingleymdist upphitunin að þessu sinni.

En allavega, nú eru um tveir tímar í leik Liverpool og Middlesbrough og ég hef heyrt því fleygt að byrjunarlið okkar í þessum leik gæti litið svona út:

Dudek

Finnan – Carra – Pelle – Traoré

Núnez – Welsh – Alonso – Warnock

Morientes – Cissé

Ég hefði ekkert endilega giskað á þetta byrjunarlið sjálfur, en áreiðanlegar heimildir segja að þetta sé það byrjunarlið sem hafi æft sérstaklega saman í gærkvöldi og því sé þetta líklegast. Ef satt er þá er verið að hvíla Sami Hyypiä, Steven Gerrard, John Arne Riise, Luis García og Milan Baros. Spurning hvaða áhrif það hefur á liðið að missa svona marga leikmenn út…

MÍN SPÁ: Mér er eiginlega nákvæmlega sama hvaða leikmenn byrja þennan leik fyrir okkur, ég er með það á hreinu að við vinnum í dag. Þetta er á Anfield, Boro unnu okkur 2-0 á útivelli í haust og því eigum við eftir að hefna okkar. Ég held að við tökum svona 3-0 sigur í dag, höfum ekki tekið stóran sigur á heimavelli í smá tíma núna, og mér þætti ekki leiðinlegt að sjá Cissé skora 😉


**Uppfært (Einar Örn)**: Nei, það eru smá breytingar á þessu liði. Harry nokkur Kewell er í byrjunarliðinu, frammi með Fernando og Gerrard er á miðjunni og Warnock í bakverðinum (Riise á kantinum)

Dudek

Finnan – Carra – Pelle – Warnock

Núnez – Gerrard – Alonso – Riise

Morientes – Kewell

Á bekknum: Carson, Hyypia, Garcia, Hamann, Cisse

Semsagt: Baros (mjög skiljanlega þar sem hann er okkar helsta von í sókninni á móti Chelsea), Garcia, Hyypia, Biscan og Hamann eru hvíldir fyrir leikinn á móti Chelsea. Mér líst talsvert betra á þetta en liðið, sem Kristján gaf upp.

2 Comments

  1. Úfff, Welsh í byrjunarliðinu. Þá má væntanlega bæta Biscan við listann af þeim mönnum, sem Rafa er að hvíla fyrir Chelsea.

    Það verður skrautlegt að sjá þetta. Núnez, Welsh og Warnock í byrjunarliðinu. Allt leikmenn, sem hafa verið slappir í vetur. Set Pellegrino ekki með í þann hóp, þar sem hann hefur spilað vel í 4-4-2 með Carra. Þetta verður fróðlegt 🙂

  2. Já Biscan, hvernig dirfist ég að gleyma honum. :biggrin:

    En ég hef trú á Welsh. Hann hefur ekki verið jafn góður og Gerrard, Biscan, Hamann eða Alonso í þeim leikjum sem hann hefur spilað fyrir okkur en hann hefur hins vegar verið miklu betri kostur á miðjuna en t.d. Salif Diao eða Bruno Cheyrou voru hjá okkur undanfarin ár. Þessi strákur er ungur og ef hann styrkist vð að fá að spila nokkra leiki finnst mér alveg þess virði að leyfa honum að öðlast reynsluna.

    Warnock hef ég fulla trú á. Spurningin verður með Núnez og Pellegrino, sem voru báðir hörmulegir í síðustu leikjum sínum fyrir liðið, hvort að þeir geta náð sér aftur á strik…

Eiður Smári

Liverpool 1 – Middlesboro 1