Luis Figo til Liverpool í sumar?

LUÍS FIGO IN ANFIELD TALKS|

Ja hérna! Samkvæmt fréttum á YNWA.tv, sem eins og við Einar höfum oft sagt áður birta aldrei fréttir af fyrirhuguðum leikmannakaupum nema að þeir séu búnir að fá staðfestar, skotheldar sannanir fyrir því að einhver fótur sé fyrir fréttinni (þeir skúbbuðu á sínum tíma sölunni á Michael Owen og einnig kaupunum á Morientes á sínum tíma (sjá sömu frétt)) þá get ekki annað en tekið það alvarlega þegar þeir segja…

að Luís Figo sé alvarlega að spá í því að koma til Liverpool í sumar, á frjálsri sölu frá Real Madríd! Vááááá!

Það er aðeins eitt í þessu sem við vitum með fullri vissu: Figo fer frá Madríd í sumar, Florentino Perez forseti og Vanderlei Luxemburgo þjálfari Madríd hafa báðir staðfest það. Þannig að hann er að fara frá liðinu – spurningin er bara hvert?

Auðvitað þykir ekkert ólíklegt að hann velji Liverpool, ef menn pæla í því. Hann hefur margsinnis á síðustu árum sagst vilja spila í Englandi og enda ferilinn þar, hjá Liverpool er þjálfari sem Figo hefur séð árangurinn hjá í La Liga og nokkrir vel þekktir og virtir leikmenn frá Spáni eins og Luis García, Antonio Núnez (sem var í Madríd), Mauricio Pellegrino og Xabi Alonso.

Já, og Fernando Morientes … góðvinur Figo frá Madrídarárunum. 🙂

Mér finnst þetta bara líklegt, ef ég á að segja ykkur eins og er. Figo er 32ja ára, verður 33ja fyrir áramót held ég, og er einn af reyndari og frægari knattspyrnumönnum í heiminum. Þetta væri vissulega ekki kaup til framtíðar, þannig séð, en ég gæti alveg séð okkur fyrir mér bjóða Figo tveggja ára samning á góðum launum – gleymum því ekki að hann kemur væntanlega frítt ef af þessu verður.

Spurningin er bara – viljum við fá Luis Figo til Liverpool? Ég segi: af hverju ekki? Ég veit að það fer orð af honum að vera svolítill töffari, egóisti og jafnvel hrokagikkur en ég ætla að segja ykkur sögu sem gæti breytt þeirri skoðun.

Árið 1998 var ég staddur í æfingabúðum með FH-liðinu mínu (þá 18 ára í öðrum flokki) útí Portúgal. Við æfðum á hverjum degi á vellinum í Albufeira en það vildi svo til að portúgalska landsliðið notaði sama völl til æfinga og við (þetta var um vorið) … þannig að maður fékk að hitta allar portúgölsku stjörnurnar (Fernando Couto er snillingur! Vitor Baia er asni! ) og auðvitað var maður mest spenntur fyrir því að hitta Figo, þar sem hann var fyrirliði Barcelona á þessum tíma og ég var mikill Barca-maður.

Eitthvert kvöldið vorum við á djamminu í gamla miðbæ Albufeira, inná einhverjum karaókí-bar nokkrir strákar þegar Figo og nokkrir félagar koma inn á staðinn. Við gefum okkur á tal og Figo var hinn almennilegasti, spurði hvaðan við vorum (á góðri ensku, nota bene) og spjallaði við okkur í smá tíma. Hann áritaði allt sem við báðum hann um, leyfði einum af félögum mínum að bjóða sér upp á drykk og í þakklætisskyni gaf hann félaga mínum jakkann sinn. Það fannst mér mikið örlæti, þótt þetta væri bara léttur blazer-jakki og sennilega bara skiptimynt í augum Figo þá fannst mér þetta samt frábært hjá honum.

Seinna sama kvöld lenti ég í leigubíl með Figo frá gamla miðbænum yfir á ‘Laugarveginn’, eins og Íslendingarnir á svæðinu kalla verslunargötuna í Albufeira sem liggur niður að strönd. Þegar kom að leigubílaferðinni voru allir orðnir vel ölvaðir, við vorum fjórir í bílnum – ég og félagi minn og Figo og félagi hans og við hlógum mestalla leiðina að því að vinur minn var í Real Madríd bol (ó, kaldhæðnin! ) og virtist fyrir vikið hræddur um að Figo myndi skamma hann. En allavega, svo bauðst hann til að borga leigubílinn og hélt svo niður í bæ til að djamma með félaga sínum, á meðan við gengum uppeftir á eitthvað diskótek.

Þannig að til að gera langa sögu stutta, þá er Figo sennilega frægasti knattspyrnumaður sem ég hef nokkurn tímann hitt, að Pelé sjálfum frátöldum sem ég hitti á Íslandi fyrir 15 árum eða svo, og hann reyndist vera algjör öðlingur, örlátur á bæði tíma og athygli og virtist líða vel í góðra vina hópi.

Þannig að þótt ég hafi sem Barca-aðdáandi orðið sár á sínum tíma þegar hann skipti yfir til Madríd, þá hef ég aldrei getað tekið undir það hatur sem hefur fylgt í kjölfarið – og ég þverneita öllum sögusögnum af því að hann sé einhver prímadonna sem láti sér ekki annt um aðdáendur sína, því ég veit betur. Sögu lýkur.

Þannig að nú er spurningin – hvað finnst ykkur um Figo? Væri gaman að fá hann til Liverpool? Á hann, 32ja ára gamall, erindi í ensku knattspyrnuna? Fyrir mig er svarið hiklaust, hell yeah baby!!!, en ég vill vita hvað ykkur finnst. 🙂

23 Comments

 1. Já takk, tvímælalaust.

  Ég held að Figo eigi alveg örugglega 2-3 góð ár eftir, þannig að maður með þessa hæfileika og reynslu er alltaf velkominn til LFC í mínum augum.

  Svo kemur hann frítt líka!!!

 2. Það væri nú ákveðin kaldhæðni í því ef Nunez yrði aftur varaskeifa fyrir Figo, alveg eins og hjá Real Madrid.

 3. Já væri snilld að fá hann í okkar raðir, og hver gleymir því hvað McAllister gerði fyrir okkur. 🙂

 4. Eftir þessa sögu? JÁ! :laugh:

  En án alls gríns að þá yrði það sársaukalaust af minni hálfu að sjá Figo spila með okkur EF hann kæmi á frjálsri sölu í sumar. Afhverju? Frjáls sala segir sig sjálft en það er ekki sem ég sé fyrir mér í því EF hann Figo kæmi, Heldur aðdráttaraflið sem við yrðum. Ef Figo fer til LFC þá vilja fleiri koma til okkar.
  Annars hefur mér ekki fundist neitt hlýtt til Figo í 2 ár eða svo því mér hefur hann vera einn af þessum alverstu “divers” í boltanum í dag. Það er þó einn maður sem slær honum við og funnily enough er það maður sem leysir hann af hólmi í landsliði Portúgal (“DIVE”-aldo eins og ég kalla hann). En ég hef ákveðið að sætta mig við það sem Herra Benitez ætlar að gera og sjá hvernig hann vinnur úr sínum leikmönnum. Eitt ár með Figo ætti ekkert að eyðaleggja klúbbinn til langs tíma.

 5. Þetta væri náttúrulega ekkert annað en gargandi snilld ef rétt reynist. Hann á örugglega nokkur góð ár inni og kemur örugglega til með að gefa sig allan í þetta, í nýju liði og nýju landi.

  Figo kæmi með massa reynslu og gæði og myndi ekkert annað en bæta hægri kantinn og liðið í heild.

  Ef hann er team player (og ég efast um að Rafa myndi vilja einhverjar prímadonnur í sitt lið) þá segi ég já takk !! :biggrin2:

 6. Já ég er til en ég er hinsvegar sammála eika fr um að hann á soldið létt með að detta kallinn.
  Annars er hann góður krossari, aukaspyrnur, VÍTI sem okkur vantar, svo er hann líka með gríðarlega reynslu!!!
  já ég samþykki

 7. Ég meina hey: Man U hafa Ronaldo, Chelsea hefur Eið Smára, Arsenal hefur Vieira. Vantar okkur ekki einhvern, sem getur fiskað eitthvað almennilegt :biggrin2:

 8. NEI!!! Það væri stórt skref niðrávið fyrir klúbbinn að fá málaliða eins og Figo. Hvað í fjandanum á hann að bæta? Hann er ekki betri en Garcia og ekki betri en Riise og ekki betri en Kewell. Hann mundi aldrei sætta sig við það að vera á bekknum þannig að hver verður skilinn útundan í staðin fyrir hann?

  Og til þess að mynna fólk á gamla sögu: Muniði eftir snillingnum, einum besta miðjumanni eða Forward sögunnar, Hristo Stoichkov? Getur einhver rifjað upp fyrir mig hvernig fór fyrir honum þegar að hann fór frá Barcelona? Dejavu perhaps ?

  Ég meina hey: manchester united hafa Ronaldo, Chelsea hefur Eið Smára, Arsenal hefur Vieira. Vantar okkur ekki einhvern, sem getur fiskað eitthvað almennilegt

  Við höfum haft Smicer í heil sex ár, dómarar eru sem betur fer farnir að sjá í gegnum prettina hans.

 9. Ég man eftir því þegar Houllier átti að ná Zidane til LFC…. líklegt! En einhvern veginn tel ég það alls ekki fráleitt að Figo komi til okkar í dag. Erum með margar spænskumælandi leikmenn sem Figo þekkir sem og náttúrulega þjálfara sem allir virða og treysta. Figo á pottþétt 1-2 ár á toppnum og ef hann myndi vilja búa í Liverpool (verðandi menningarborg Evrópu árið 2008) þá fagna ég því og segi því JÁ TAKK.

 10. Figo er á lokasprettinum og ég sé hann ekki koma til með að gera neinar rósir í deildinni. Án efa gæti hann nýst í Meistaradeildinni, en ég held að það væri ekki praktískt að kaupa hann á þeim forsendum.

  En það er engu að síður deginum ljósara að við verðum að manna þennan hægri væng og ekki er Nunes líklegur til að fara á flug þar.

  Hugsanlega, ef kappinn er þyrstur í að brillera í ensku deildinni, þá gætu þetta verið snjöll kaup, en hann virkar nú frekar eins og saddur högni á mig.

  Segi pass.

 11. Aron:

  >Hann er ekki betri en Garcia og ekki betri en Riise og ekki betri en Kewell

  Fyrirgefðu, “ekki betri en Riise”? Varstu að reykja krakk? 🙂

  Í alvöru talað, þá finnst mér Riise ágætur, en Figo er umtalsvert betri. Þrátt fyrir aldur, þá myndi ég mun frekar vilja hafa Figo á kantinum. Hann myndi líka gefa okkur fleiri möguleika á köntunum ásamt Kewell og Garcia. Allir þrír hafa og geta spilað á báðum köntum.

 12. Hefuru fylgst með Figo á þessu tímabili? HAnn er ekki skugginn afsjálfum sér fyrir 2-3 árum og hefur verið að færast aftar í goggunarröðinni hjá Real! Meira að segja Beckham er tekinn framyfir Figo og það segir allt sem segja þarf.

  Þú hefur nákvæmlega engin rök fyrir því að Figo sé betri en Riise, þó svo að Kristján hafi fengið nokkra öllara með kallinum og ég viðurkenni það að hann var heimsklassaleikmaður fyrir 3-4 árum en í dag er hann enn einn málaliðinn sem að er áskrifandi af laununum sínum.

 13. Ef Kallinn er í nógu góði formi, þá segi ég já.
  Tveggja ára samning og gera honum ljóst að ef hann aðlagast ekki fljótt enska boltanum ( 6 mán) þá á hann á hættu að verma bekkinn eða verða seldur………..

  Ég vil hann ekki bara upp á nafnið…..!!!

 14. Aron, ég skal vel játa það að ég hef ekki séð mikið til Figo í ár. En hins vegar, þá er hann að mínu mati er hann miklu betri en Riise. Ég veit ekki hvers konar rök ég ætti að færa fyrir því.

  Jú, ég gæti bent á að Figo hefur verið valinn besti knattspyrnumaður í heimi, en Riise ekki.

  Það kann vel að vera að Figo sé í verra formi en hann hefur verið í undanfarin ár. En ég efast samt ekki um hæfileika hans. Hann hefur verið meðal bestu knattspyrnumanna í heimi undanfarin ár og eitt slæmt tímabil mun ekki breyta því.

  Að mínu mati þá á Riise ekkert erindi á vinstri kantinn hjá okkur. Hann getur hugsanlega verið vinstri bakvörðurinn okkar, en ég vildi mun frekar sjá Kewell, Figo eða Garcia þarna. Einnig, þá er það mikill kostur að Figo gæti auðveldlega spilað á miðjunni eða öðrum hvorum kantinum.

  Að mínu mati er þetta engin spurning að Benitez ætti að reyna að fá hann til okkar.

 15. Þó svo að Figo hefur ekki verið góður í vetur þá sýndi hann það á EM í sumar að hann er ekki dauður úr öllum æðum.

 16. Bara benda þér á það að Riise er búinn að skora 10 mörk yfir tímabilið. Ekki það að ég er mikill aðdáandi norðmannsins en hann er að stadna sig miklu betur en Harry Kewell og er góður “Premiership player.”

  Figo var vissulega valinn besti leikmaður í heimi fyrir einhverjum árum, en Maradona var líka besti leikmaður í heimi fyrir inehverjum árum og Pele líka! Ekki bara að skella okkur á þá tvo líka ?

  Ég hef verið að fylgjast mjög mikið með LA Liga í vetur og get staðfest það að Figo hefur aldrei átt jafn léegt tímabil og þetta. Í þokkabót þá þarf hann víst “aðlögunar tíma” eins og allir erlendir leikmenn þurfa, þannig við megum búast við því að hann verði búinn að venjast deildinni 34-5 ára :laugh:

  Meira að segja Big Sam mundi hugs sig tvisvar um áður en að fá Figo í sínar raðir! :laugh:

 17. I definitely think Figo should join liverpool. he would fit in perfectly with the spanish contingent already at liverpool.

  and he can deliver perfect crosses for morientes. I can see them forming a good partnership

 18. I agree F1. Figo and Morientes would be a killer team-up in attack … so long as we’d be getting a hungry, fit and agressive Figo looking to prove Real Madrid wrong. And not an aging Figo looking for one last payday.

  Therein lies the issue.

Chelsea 0 – L’pool 0

Eiður Smári