KEWELL og Baros í hópnum (uppfært)

kewell_fitness.jpgGóðar fréttir fyrir leikinn á morgun. Bæði Harry Kewell og Milan Baros [verða í hópnum á móti Chelsea](http://news.bbc.co.uk/sport1/hi/football/europe/4484849.stm). Það, sem kemur okkur auðvitað skemmtilega á óvart er að Kewell skuli vera þarna. Hann hefur aðeins spilað tvo leiki á þessu ári.

Mikið væri nú ánægjulegt að sjá Harry Kewell spila seinni hálfleikinn á morgun. Við vitum öll hvað hann getur þegar hann er uppá sitt besta. Það væri svo sannarlega frábær lyftistöng fyrir Liverpool ef að við fengjum að sjá hinn raunverulega Harry Kewell spila á morgun!


Viðbót (Kristján Atli): Þetta eru náttúrulega frábærar fréttir. Fyrst, þá er gott að Baros geti verið með því ég efast um að Cissé geti spilað heilar 90 mínútur ennþá og því hefðum við verið í vandræðum án Baros. Hvað Kewell varðar, þá verð ég að segja að ég átti ekki von á að sjá hann aftur fyrr en bara næsta haust, og því kemur það á óvart að sjá hann í hópnum núna.

Spurningin er bara hvort hann er virkilega búinn að jafna sig almennilega eftir meiðslin eða hvort það er enn og aftur verið að biðja hann um að ‘harka af sér’ fyrir liðið. Það eru kannski einhverjir ósammála mér en ég er enn á þeirri skoðun að fullfrískur og ómeiddur Harry Kewell í toppformi er með betri sóknarmönnum Úrvalsdeildarinnar (hugsið til baka hvað menn voru glaðir þegar hann gekk til liðs við okkur? ) og því væru það vissulega frábær tíðindi ef hann gæti spilað af einhverjum krafti í 20-30 mínútur á morgun, ef við þyrftum á honum að halda.

Hins vegar, ef hann er enn ekki orðinn heill af meiðslunum þá myndi ég frekar vilja skilja hann eftir heima. Hann verður að jafna sig almennilega áður en hann snýr aftur, og því vona ég að hann sé búinn að yfirstíga sín meiðsli núna fyrst hann segist heill og Rafa virðist ætla að nota hann.

Samt, skemmtileg tilhugsun fyrir morgundaginn að ef við skyldum lenda undir þá getur karlinn sett Cissé og Kewell inní liðið til að styrkja sóknina. Það er laaangt síðan við höfum haft jafn virt nöfn á bekknum til að koma inní leiki 🙂

6 Comments

 1. Ef Kewell getur ekki mótiverað sig fyrir þessa leiki þá er eitthvað mikið að hjá kallgreyinu, en ég hef ennþá heilmikla trú á honum og bíð spenntur eftir því að sjá hann spila 🙂

 2. Ég er á því að hann eigi bara að taka sér frí fram á næsta haust og ná sér fullkomlega góðum af þessum meiðslum. Finnst það vera svolítið ólíklegt að hann sé orðinn 100%.

 3. Við vitum öll hvað Kewel getur þegar hann er upp á sitt besta. Ég myndi frekar orða það þannig að við vitum öll hvað Kewel gat þegar hann var upp á sitt besta. Þá spilaði hann heldur ekki hjá okkur heldur í Leeds. Og ég á rosalega erfitt með að trúa því að hann muni sýna þá takta núna eftir löng og erfið meiðsli.

  En Kewell á annari löppinni er betri en Riise (reyndar má deila um það hvort Riise hafi tvær lappir yfir höfuð). Vonandi fær Kewell einhvern leiktíma á morgun, maður trúði því nú svo sem ekki að Alonso kæmi svona sterkur strax eftir meiðslin, en reyndar er hann líka mun betri leikmaður en Kewll.

 4. Sælir félagar.
  Það muna allir hvað allir voru glaðir þegar Kewel kom til okkar enda yfirlýstur áhugamaður LFC. Nú er verið að skipuleggja hvaða pub á að fara á hér í L-pool borg til að horfa á leikinn með brjáluðum Scousers. Það er um óteljandi möguleika að ræða og vonandi getum við glaðst saman Púllarar frá Íslandi og Englandi. Menn voru verulega svekktir hér eftir CP leikinn en Púllarar hér eins og heima eru alltaf bjartsýnir þegar leikur fer í hönd. Carra er ákveðinn í að vinna þennan leik (Ecco í dag) enda hefur hann aldrei tapað Evrópuleik ef mig misminnir ekki. Minn maður Carra.
  Baráttukveðjur frá Liverpool :laugh: :laugh:

 5. Góðar fréttir með þá báða. En finnst engum skrítið að Kewell skuli koma svona eins og þruma á heiðskírum degi inn í hópinn ? Ég hef allavega ekki orðið var við fréttir um að henn sé væntanlegur eða hafi verið að standa sig á æfingum eins og maður sér oft á official LFC síðunni þegar að vinsæll leikmaður hefur verið frá vegna meiðsla.
  Vonandi að hann sé orðinn heill.

 6. Sigtryggur – skemmtu þér vel úti. Myndi mæla með Barracuda-barnum á Grafton stræti en veit ekki hvort hann er hardcore-rauður bar … en þar vill maður auðvitað vera á svona kvöldum! 🙂

  Og Hafliði, jú þetta hvarflaði að mér. Ef hann spilar á morgun, þá er það prófsteinninn uppá hugarfarið hans hvort hann spilar líka um helgina. Ef hann spilar á morgun, við sjáum engin meiðsli gerast og svo á föstudag kemur frétt um að hann geti ekki leikið vegna meiðsla sem tóku sig upp gegn Chelsea, þá verð ég fúll … verulega fúll.

  En ég er reiðubúinn að láta Harry njóta vafans. :blush:

John Terry leikmaður ársins! (uppfært)

Chelsea á morgun! (+viðbót)