Sumarfríið verður stutt í ár!

rafachampion.jpgDjöfull er ég að fíla Rafael Benítez! Það er ennþá mánuður eftir af tímabilinu og hann er þegar byrjaður að plana harða atlögu að titlinum á næsta ári. Hann er búinn að stytta sumarfrí leikmanna um nokkrar vikur, og er nú gert ráð fyrir að þeir byrji undirbúning fyrir næsta tímabil strax 27. júní. Ef okkar menn komast í úrslitaleikinn í Meistaradeildinni í Istanbúl myndi það þýða að þeir fengju aðeins u.þ.b. 40 daga í sumarfrí áður en þeir þyrftu að mæta til baka á Melwood.

Með öðrum orðum, það gefst enginn tími til að fitna eða hrapa niður í þoli. Og svo byrja menn snemma, örugglega fyrr en nokkurt annað lið í Úrvalsdeildinni, og er það gert af mjög ákveðnum ástæðum. Rafa segir:

>”We’ve told the players our idea is to start pre-season on June 27 at Melwood,” says Benitez.

>We will spend some time there and then head for another country. We are thinking of heading to Switzerland for a training camp.

>We need to train harder at the start and change the culture of pre-season here. If we sign new players after June 27, they will have to start afresh.

>But I want all the players to show the right mentality from the very beginning of pre-season and this will make it easier for them throughout the rest of the year.

>I’m sure you will see a fitter, stronger Liverpool next season.”

Hvað getur maður sagt? Ef menn ætla að væla yfir þessu þá verða þeir látnir fara. Rafa vill ekki hafa neitt nema meistara í sínu liði … og til að verða meistarar verða menn fyrst að hugsa eins og meistarar. Ég þori að veðja að Jamie Carragher hlakkar til að geta byrjað snemma, ekki satt? Cissé hefur sýnt þennan metnað í meiðslunum í vetur, hann verður örugglega með fyrstu mönnum á fyrstu æfinguna. Xabi Alonso sennilega líka. Mætir Steven Gerrard með þeim eftir tvo mánuði? Það verður að koma í ljós, en menn verða bara að gjöra svo vel og mæta og sýna áhuga á að vinna titilinn strax í júnílok ef þeir ætla sér að vera hluti af liði Rafa á næsta tímabili.

Ertu að hlusta, Harry Kewell?

Mér finnst þetta bara óendanleg snilld. Ég er opinberlega orðinn spenntur fyrir næsta tímabil, þótt það sé leikur í dag og enn hellingur til að vera spenntur yfir á yfirstandandi tímabili. Svo er Rafa fyrir að þakka, og ég efast ekki um að hann verður með okkur í toppbaráttunni á næsta tímabili. Hvort við verðum meistarar eða í 2., 3. eða 4. sæti verður að koma í ljós en hann verður allavega í baráttunni.

Snilld. Hann brosir kannski eins og engill og er kurteis (en ósigrandi) á blaðamannafundum, en látið ekki blekkjast. Hér er maður úr stáli á ferð, og skriðdrekinn Rafa stefnir á dolluna sem mun eftir mánuð flytja frá einu hverfi London til annars. Sú dolla verður komin norður til Liverpool – þar sem hún á heima – eftir 13 mánuði ef Rafael Benítez fær einhverju um ráðið.

Leikur í dag og ég er bara brosandi. 🙂

3 Comments

 1. Maður fær gæsahúð að lesa þetta! :blush:

  Ég hef oft sagt og hugsað að Liverpool liðið verður ekki liðið hans Rafa fyrr en næsta haust þegar leiktíðin 2005/06 byrjar. Þá verður hann búinn að slípa burt skemmdirnar og betrum bæta það sem hægt er.

  Sjáið bara handbrögðin hjá þessum spænska snillingi, hann gjörbyltir leikmönnum eins og Traore, Biscan, Riise, Finnan og fleirum.

  Einnig eiga kaupin á Xabi, Garcia og Nando eftir að bera ríkulegan ávöxt. Síðan hvenær hefur Liverpool verið svona léttleikandi eins og nú?! Ár og öld síðan! Samt er Rafa bara að byrja!

  P.s. Frændi minn er í golfferð í London og hitti Liverpool liðið á hótelinu sínu í gærkvöld! Ég ætla að kyrkja kvikindið þegar hann kemur heim! :biggrin:

 2. HERRA Benitez er MAÐURINN! Ef þetta er ekki þungavigtarblysið í boltanum í dag þá er ég Jesús Kristssonur bliiiindfullur á lóðaríi!! Hann mætti gefa þeim 2 vikur í frí (kannski slefa í mánuð ef þeir vinna stóru dolluna)!! HALELÚJA að við séum LOKSINS komin með góðan stjóra!

 3. PS: úúúú…ekki finnst mér þetta vera samt erfitt líf að vera atvinnumaður að þiggja há laun og fá “aðeins” 40 daga sumarfrí! Ég mundi vilja skipta við einhvern af þeim ANY DAY!

Crystal Palace á morgun!

CP 1 – LFC 0