CP 1 – LFC 0

Þar sem ég er svo mikill Liverpool-aðdáandi og vill fyrir alla muni fylgja fordæmi því sem hetjurnar mínar setja, þá hef ég ákveðið að leggja mig nákvæmlega jafn mikið fram við að gera góða leikskýrslu og þeir gerðu við að reyna að sigra þennan leik í dag. Gjöriði svo vel:

Við töpuðum, vorum ömurlegir, farinn út í göngutúr. Góða helgi.

Leikskýrslu lýkur. Ég ætla ekki að eyða þúsund orðum í að fjalla um af hverju leikmenn Liverpool nenntu ekki að eyða dýrmætum tíma sínum í að ná 4. sætinu í dag.

8 Comments

  1. Við höfum tapað fyrir og mörgum skítaliðum, á borð við Palace, í vetur. Lið sem getur ekki unnið lið eins og Palace, sem er gjörsneytt öllum hæfileikum, á bara að hypja sig niður í fyrstu deildina með þeim! 😡

    Til hamingu Everton með sæti í umspili Meistaradeildar á næstu leiktíð! Aumingjaskapur Liverpool hefur gert ykkur þetta kleyft!

  2. Þessi leikur sýnir bara og sannar í eitt skipti fyrir öll að everton á bara meira skilið en Liverpool að komast í meistaradeildina, eini sjensinn núna er að vinna meistaradeildina. Hverjum hefði dottið það í hug í haust að Liverpool ætti meiri möguleika á því að tryggja sér þátttöku í meistaradeildinni með að vinna hana heldur en að ná 4. sætinu.

  3. Jæja, þá er fjórða sætið endanlega farið….

    bless bless…. 😡

    Hæ hæ Evrópukeppni félagsliða. 🙁 :confused:

  4. Það er ótrúlegt að sjá bæði leikmenn og þjálfara mæta jafn áhugalausa og raun bar vitni, í leik sem hefði getað fært okkur nær Everton. Hvernig stendur á því að menn koma ekki dýrvitlausir í svona leik vitandi það að everton náði bara jafntelfi á heimavelli. Hvað þarf til að mótivera menn ef þau úrslit gerðu það ekki. Við létum miðlungsleikmenn jarða okkur í dag.

    Reyndar fannst mér dómarinn hálpa til, þeir gjörsamlega spörkuðu Baros út úr leiknum og poparov hefði mátt fá gult spjald. Og hvað oft í seinni hálfleik hentu þeir eða spöruðu botanum í burtu þegar búið var að dæma á þá. Þó dómgæslan hafi verið slök, þá breitti það engu um niðurstöðu leiksins þar sem við vorum slakari.

    Maður var nú reyndar ekki bjartsýnn þegar maður sá liðsuppstillinguna. Og ekki batnaði það þegar í ljós kom hverjir væru á bekknum. Að sjá byrjunarliðið og bekkinn sýndi vott um kæruleisi að okkar hálfu. Afhverju byrjar Biscan ekki leikinn í stað Welsh? Hvað er Pellegrino að gera þarna í vörninni? Afhverju er Riise ekki inná í stað Traore, fyrst við spiluðum 3-4-3? Hann er betri fram á við.

    Við unnum leik á útivelli í vikunni með leikkerfinu 4-4-2, afhverju var það ekki notað aftur í næsta útileik. Hvaða metnaðarleisi var það að skipta Potter inná fyrir Baros? hefði vilja sá cisse koma strax inná eða jafnvel biscan

    Því miður gerði Benitez afdrifarík mistök í dag sem leiddu af sér tap gegn einu lélegasta liði deildarinnar. Hann var að tala um það fyrir viku eða 10 dögum síðan að mikilvægara væri að ná 4 sætinu en að ná árangri í meistaradeildinni. Ekki var nú hægt að sjá það í dag, ef mið er tekið af byrjunarliðinu.

    Mér er sama um mikið álag, er það ekki líka á liði Chelsea, samt mæta þeir með sitt sterkasta lið leik eftir leik og vinna þar af leiðandi. Ef mið er tekið af árangri okkar á útivelli í vetur þá átti Liverpool að mæta með sterkara lið til leiks.

    Ég er ennþá að átta mig á þessu, við töpum þegar everton og bolton gera jafntefli. Hvað þarf til að kveikja í þessum köllum eiginlega, fyrst jafntefli hjá aðal keppinauti okkar gerir það ekki, djö…..

    Nú er bara spurning hvort það verður everton eða bolton sem nær 4 sætinu, liklega verður það everton eins og staðan er í dag.

    Vonandi mun Benitez læra af þessum mistökum í dag, þannig að við þurfum aldrei aftur að horfa upp á annað eins kæruleisi í liðsvali.

    Kveðja
    Krizzi

  5. já þetta er ansi sorglegt og maður spyr sig hvað þurfi til svo við förum að vinna þessi skítalið? en áður en við förum að rífa herra Benna niður í svaðið eins og menn virðast vera að gera á liverpool.is (vonlaust spjall) þá skulum við átta okkur á því að við vitum nú bara brot af því sem læknar, sjúkraliðar, þjálfarar og svo jú framkvæmdarstjórinn vita. það er auðvelt fyrir okkur að gagnrýna allt og alla en ég vill fyrst og fremst að gagnrýnin beinist að þeim sem spila leikinn, menn eru EKKI að nota sín tækifæri. Þessi annars frábæri þjálfari er löngu búinn að sanna sig og ber ég fullt traust til hans enn í dag og skil ég hann alveg að hafa ekki verið til í að fórna cissé inná strax eftir að hann sá hvað menn voru að komast upp með. Cissé er rétt kominn í gang og hvað hefði nú verið sagt ef hann hefði meist illa í þessum hamagangi snemma leiks?? þá er ég viss um að einhverjir hefðu orðið brjálaðir.
    við skulum samt gera okkur grein fyrir því að þetta er ekki búið. :confused:

  6. Það er rétt sem þú segir Ingi við vitum auðvitað ekkert hvernig er með meiðsli. Engu að síður verð ég að setja ? við þessa leikaðferð sem við notuðum í dag. Ég hélt að það væri öllum mönnum ljóst að Pellegino getur ekki staðið vaktina þarna á vinstri vægnum.

    Einnig spyr maður sig, því er verið að breyta úr taktík 4-4-2 yfir í 3-4-3 eftir sigurleik á útivelli með fyrri taktíkinni.

    við hvíldum lykilmenn Alonso og Garcia( sem ég tel vera orðin okkar hættulegasta leikmann). En hvar voru: Smicer eða Nunez (sem hefur verið slakur en er ekki slakari en Potter).

    Varðandi Cisse þá er maður vissulega með í maganum í hvert skipti sem hann fær boltan, ætli löppin gefi sig aftur á þessum spretti eða næsta. En valla væri hann að æfa og spila núna ef ekki væri allt í góðu lagi.

    Með mínum fyrri pósti var ég ekki að drulla yfir Benitez, síður en svo. Heldur var ég einfaldlega að benda á það að leikmenn brugðust ekki bara í dag heldur líka taktískur leikur Benitez.

    Benitez er ein sá færasti í þessum bransa og á eftir að koma okkur á toppinn (ef meislalisti okkar verður í eðlilegu horfi), það er enginn spurning.
    Ingi ég hef alla trú á Benitez, það er alveg ljóst.

    Vá ég er ennþá brjálaður yfir þessu tapi, held svei mér þá að þetta hafi aldrei verið svona slæmt í allan vetur. Best að gera það sama Kristján, þ.e fara út og taka góðan göngutúr og láta reiðina líða úr sér ef það er hægt.

    Kveðja
    Krizzi

Sumarfríið verður stutt í ár!

Dagurinn eftir Crystal Palace