Aimar til sölu?

25017_351X180.jpgMarca birtir í dag [athyglisverða frétt](http://www.marca.com/edicion/noticia/0,2458,621384,00.html) (spænska – laus þýðing [hér](http://translate.google.com/translate?u=http%3A%2F%2Fwww.marca.com%2Fedicion%2Fnoticia%2F0%2C2458%2C621384%2C00.html&langpair=es%7Cen&hl=en&ie=UTF-8&oe=UTF-8&prev=%2Flanguage_tools)) um Argentínumanninn Pablo Aimar.

Samkvæmt fréttinni eru Valencia menn orðnir fullsaddir á veseninu í kringum Aimar. Hann hefur verið mikið meiddur að undanförnu og virðist vera með það, sem ég leyfi mér að kalla “Harry Kewell syndrome”, það er að hann virðist aldrei ná sér af meiðslum. Hann spilar einn leik en sleppir þeim næsta. Líkt og Rafa með Kewell, þá eru Valencia menn farnir að gruna Aimar um að vera að gera sér upp meiðslin vegna þess hve óánægður hann sé hjá liðinu.

Um helgina ferðaðist Aimar með Valencia til Mallorca en 10 mínútum fyrir leik tilkynnti hann Ranieri að hann gæti ekki spilað vegna meiðsla. Núna segja Marca menn að stjórnendur Valencia hafi fengið nóg og vilji íhuga að selja Aimar.

Marca menn segja að Valencia meti það svo að það þurfi að fara fram róttækar breytingar á liðinu í sumar og Aimar sé verðmætur leikmaður, svo að brottför hans gæti gefið þeim peninga til að byggja liðið upp á nýtt.

Það skal tekið fram að ekkert er minnst á Liverpool í fréttinni. Hins vegar hafa [sumir](http://www.tribalfootball.com/april/spanishnews1210405.html) vefmiðlar bendlað Liverpool strax við leikmanninn. Það er alveg ljóst að Rafa metur Aimar mikils og við höfum verið orðaðir við hann ítrekað. Eflaust er öllum í fersku minni allt [slúðrið frá því desember um Aimar](http://www.kop.is/gamalt/2004/12/28/06.34.53/).

Þá er spurningin hvað Rafa gerir? Tekur hann áhættuna og býður í Aimar? Gerist það kannski bara ef að Gerrard fer? Það verður spennandi að sjá.

Ég hefði allavegana ekkert á móti því að sjá hinn 25 ára gamla Argentínumann í rauðri Liverpool treyju á næsta tímabili. 🙂

15 Comments

  1. ehm, annað hvort er þetta rosalega gömul frétt eða þá að um smá innsláttarvillu að ræða því síðast þegar ég vissi þá var Ranieri rekinn 😉

    En þessi leikmaður væri svo sannarlega spennandi kostur fyrir Liverpool í staðinn fyrir Harry Kewell ef hann fer ekki að spila eins og maður

  2. Nei nei, fréttin er alveg ný. Hins vegar þá var þarna gamalt kvót í Ranieri um það að Aimar gæti aldrei spilað marga leiki í röð. Það fékk mig til að ruglast og gleyma því að Ranieri var auðvitað rekinn. Mín mistök 🙂

  3. Náttúrulega forgangsatriði að halda Steven Gerrard. Ef hann fer ekki sem ég vona ekki og býst við þá er alveg ljóst að mínu viti að við erum ekkert að fara að kaupa menn eins og Aimar, Wright-Phillips og svoleiðis menn, við eigum bara ekkert pening fyrir því. Nema náttúrulega EF við seljum Stevie.

    En ég hef verið að velta fyrir mér Diouf? Er það nokkuð maður sem við viljum sjá aftur í rauðri treyju? Eigum við ekki bara að selja hann og fá 5 mills eða hvað?

    P.S Ég verð að sjá þennan Marek Mintal spila!! Bara verð!

  4. Ef ég man rétt þá sagði Marca nú í fyrra að Vieira myndi 100% fara til Real Madrid… algjört slúðurrit… sama má segja um Tribalfootball sem er eini enski fréttamiðillinn sem greinir frá þessu.

  5. Þessi gaur er alltof veikburða fyrir þetta contact í ensku deildinni. Hann missir úr leik við hverja tæklingu.

  6. Rex – það nákvæmlega sama var sagt um Luis García og Arjen Robben í haust. :rolleyes:

    Mér líst náttúrulega ótrúlega vel á þá tilhugsun að fá Pablo Aimar til Liverpool. Hann er einn besti miðjumaður í heimi, hvað sem meiðslum líður þá er hann stórkostleg eign fyrir hvert það lið sem hann leikur fyrir. Það er bara þannig, og við vitum að hann og Rafa geta unnið vel saman.

    En eins og er er þetta lítið annað en óskhyggja. Kannski eitthvað gerist, kannski ekki. Ekki slæmt að láta sig dreyma samt 🙂

  7. Fyrir mitt leyti er áhugaverður kostur að kaupa Aimar, fínn leikmaður sem Benitez hefur þjálfað. Spurning um kaupverð og hugarfar leikmannsins.

    Hvað varðar Diouf þá á auðvitað að selja þann vitleysing sem gerði ekkert af viti á meðan hann lék með Liverpool. Eiginlega skammast ég mín fyrir þann leikmann og vil aldrei, aldrei sjá hann aftur í rauðu treyjunni!

  8. Robben og Garcia þóttu veikburða og menn óttuðust að þeim yrði hreinlega ýtt af boltanum. Hins vegar var hvorugur þeirra með mikla meiðslasögu. Aimar er með slíka meiðsla sögu að hann er verri en Woodgate. Góður leikmaður en gerður úr postulíni.

  9. Segðu, Tell, Fortæll, Et zage Kiddi. Sæktu um að fá að taka þátt í Fyndnasti maður Íslands 2005

  10. Kiddi, þetta var einmitt það, sem ég hugsaði þegar ég las yfir þetta. Það er líka það, sem gerir mig ekki jafn rosalega spenntan og ég yrði annars. Held að Rafa sé ekki beint í stuði til að kaupa leikmenn með langa meiðsla sögu 🙂

  11. Þannig að Forsell og Solskjær koma ekki heldur til greina 🙂

    Annars held ég að Rafa sé sennilega spenntari fyrir Marek Mintal heldur en Pablo Aimar, persónulega. Rökin fyrir því eru skýr, að mínu mati:

    1. Liverpool á nú þegar a.m.k. tvo leikstjórnendur, ef ekki þrjá: Alonso, Gerrard og Le Tallec.

    2. Mintal skorar meira en nokkur annar miðjumaður sem ég hef heyrt um, það gerir Aimar ekki.

    3. Mintal virðist hafa leikið hvern einasta leik fyrir Nürnberg síðan hann kom til þeirra, á meðan Aimar hefur átt í meiðslaveseni í rúmt ár núna.

    4. Mintal er miklu, miklu, miklu ódýrari en Aimar.

    Þannig að … 🙂

  12. Ég er blindfullur núna og var að koma heim af djamminu núna(Kaffi Ak) en samt elska ég Liverpool! Þetta lið endurspeglar oft skap mitt…

    Ég elska L´pool, the greatest team in history

Pompey 1 – L’pool 2

Crystal Palace á morgun!