Tottenham á morgun

alonso_al_g.jpgSpámaðurinn Mikli, Kristján Atli er í London um helgina og því þarf ég að skrifa upphitun fyrir leikinn á morgun, en það er vanalega hans hlutverk.

Við erum semsagt að spila við Tottenham á morgun á Anfield klukkan 14. Það er með þennan leik einsog aðra leiki það, sem eftir lifir þessu tímabili, að við VERÐUM AÐ VINNA!!!

Fyrir leikinn erum við með 50 stig. Everton eru með 54, Bolton með 49 og Tottenham með 46. Þannig að það munar einungis 4 stigum á okkur og Tottenham. Ef við töpum þá erum við í skítnum, svo einfalt er það.

Þetta Tottenham lið hefur leikið mjög vel, sérstaklega eftir að Martin Jol tók við liðinu. Þeir unnu síðasta leik á móti Newcastle, en gengi þeirra í síðustu leikjum hefur verið mjög risjótt. Síðan í mars hafa þeir tapað fyrir Southampton, Charlton og Newcastle (í bikarnum), gert jafntefli gegn Birmingham og unnið Birmingham og Newcastle.

Liðið er nokkuð sterkt, en við megum ekki gleyma því að varaliðið okkar [vann Tottenham í deildarbikarnum](http://www.kop.is/gamalt/2004/08/14/14.09.22/). Í fyrri leiknum í deildinni, þá varð jafntefli, en það var [fyrsti leikur tímabilsins](http://www.kop.is/gamalt/2004/08/14/14.09.22/). Liðið er með sterkan markmann og mjög sterka varnarmenn, en á öðrum sviðum ættum við að hafa yfirhöndina. Það er einnig athyglisvert að Tottenham hefur aðeins skorað 9 mörk á útivelli í 16 leikjum, sem er hræðilegur árangur.

Allavegana, ég spái liðinu svona á morgun. Gerrard á að vera heill, sem og Xabi Alonso og Djibril Cisse, þó ég spái því að þeir báðir verði á bekknum. Það er eflaust freistandi fyrir Rafa að setja Xabi og Stevie saman á miðjuna og ég er viss um að allir Liverpool aðdáendur myndu brosa útað eyrum ef þeir sæju þá saman í liðinu, en það kæmi ekki á óvart þótt Xabi byrjaði á bekknum:

Dudek

Finnan – Carra – Hyypiä – Traoré

Garcia – Gerrard – Biscan – Riise

Morientes – Le Tallec

Það getur þó ýmislegt gerst með þetta lið. Kannski mun Rafa setja Pellegrino aftur inn, en ég efast samt um það. Hann gæti einnig treyst á Xabi Alonso alveg frá byrjun, en samt efast ég um það. Cisse hefur sagt það sjálfur að hann geti ekki byrjað inná, en ég er viss um að hann komi inná sem varamaður.

Ég set því Le Tallec fram, en auðvitað er líka hægt að setja Smicer þarna, eða þá Garcia og þá Nunez á kantinn.

En auðvitað vinnum við þetta. 2-0 og málið dautt!

**Áfram Liverpool!!!**

6 Comments

  1. Við erum allt of brothættir heimafyrir og það er rosalega erfitt að spá fyrir leiki LFC liðsins. Málið er langt frá því að vera dautt og ég spái jafntefli.

  2. nei nei, nú fer þetta að ganga. þeir eru alltaf sterkir þegar þeir eru upp við vegg. tottenham gátu ekkert í þessum sigurleik á móti newcastle.

  3. Brothættir heimafyrir? Á hvaða lyfjum ertu Eiki? Liverpool gerir vart annað en að vinna heimaleiki og spila glimmrandi en liðið sem mætir á útivelli er aftur á móti þetta brothætta furðulega lið. :confused:

  4. deildin skiptir máli. allt annað er bara brauð og smjör, krydd í kynlífið eða hvað sem þið viljið nefna það.
    rafa er meðvitaður um það og þess vegna byrjar alonso inni. Sá eini sem í grundvallaratriðum hefur það sem sorglega sem aðrir í liðinu hafa ekki(þú fyrirgefur nokkur því þeir hafa vilja og snert af hæfileikum) það er einfaldlega að senda boltann manna ámillum án stæla eða ala kick and run vanhæfni……
    Að sama skapi byrjar Finninn. er annað hægt. ekki sá flínkasti, ekki sá fljótasti en kannn að lesa leikinn og hefur reynslu, skilning og vit og kann að senda innanfótar sendingu.

    Sítt að aftan strikerinn okkar hefur ekki virkað hingað til, sem er ekki að furða því að hann er hvorki með kantmenn eða wingera (sem t.d.sem hann hafði í Mónaco til að dæla boltonum á hann ).en hvað gerist i sumar.4. sæti ? Kantmenn báðu megin? annar miðjumaður sem kann að senda boltan og kannski meira?
    Ætla ekki að rúnka mér yfir hvort að Kily,Ballack,Hermann gunnarsson komi eda eitthvað annað því já því
    eitt er óskalisti og annað er já ímyndaður böllur í blauta vinukonu. Þú veist hvað ég meina

Rafa, Carra og listinn yfir þá bestu

Liðið á móti Tottenham komið